Boðið er uppá 1-4 tíma hestaferðir fyrir smærri hópa í fallegu umhverfi, einnig er boðið uppá reiðkennslu fyrir einstaklinga og hópa.
Við stundum hrossarækt, tamningar og hestasölu í Hallkelsstaðahlíð.
Gestir geta einnig fengið að skoða og kynnast íslenska hestinum undir leiðsögn.
Panta þarf fyrirfram í síma eða á netfangi.
Tjaldstæði eru á staðnum og einnig seljum við veiðileifi í Hlíðarvatn.