Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Páskatilboð á Vesturlandi

Páskatilboð á Vesturlandi

Nú fer að líða að páskum með tilheyrandi súkkulaðiáti, afslöppun og samverustundum með fjölskyldu og vinum en þá er tilvalið að bregða undir sig betri fætinum, skoða land og þjóð, og njóta allra þeirra vellystinga sem ferðaþjónustan á landsbyggðinni hefur upp á að bjóða. 

Hér að neðan finnur þú ýmis tilboð sem gætu fullkomnað þína páskahátíð, kíktu á úrvalið og vertu velkomin/n á Vesturland til að dvelja og njóta!

Hótel Egilsen - Páskatilboð

Páskarnir í Hólminum verða einstaklega ljúfir!

KK stígur á stokk fyrir gesti Hótel Egilsen og Sýslumannshússins í gömlu Stykkishólmskirkjunni laugardaginn 3. apríl. 

 • Tónleikar
 • Sex rétta smakkseðill á Sjávarpakkhúsinu 
 • Gisting á Hótel Egilsen eða í Sýslumannshúsinu
 • Morgunverður 
  • 47.900 kr. fyrir tvo 
  • Aukanótt með morgunverði 20.000 kr. 
  • Þriðja nóttin með morgunverði fæst á 15.000 kr. 
  • (2 nætur: 67.900 kr. fyrir tvo)
  • (3 nætur: 82.900 kr. fyrir tvo) 

Aukanæturnar getur þú nýtt á fimmtudegi, föstudegi eða sunnudegi.

Sjá nánar og bóka hér!

Hótel Búðir - Tilboð

Boð á Búðir!

Gjafabréf á 44.900 kr. 

 • Gisting fyrir tvo í tveggja manna herbergi (loft / súðaherbergi)
 • Þriggja rétta veislukvöldverður „Eftir kenjum kokksins“
 • Morgunverðarhlaðborð
 • Gildir í 12 mánuði frá útgáfu gjafabréfs
 • Gjafabréfið gildir ekki yfir sumartímabil, frá 15. maí - 30. september

Hér má sjá nánari upplýsingar og bóka.

Buggy Adventures - Páskatilboð

Fjör með Buggy um páskana!

Það verður fjör hjá okkur í BUGGY alla páskana og bjóðum við klukkutíma BUGGY ferð með 30% afslætti 

Bókanlegt með afsláttarkóðanum BUGGYVETUR beint inni á síðunni okkar eða í gegnum email og síma

Við notum Buggy bíla í það sem þeir eiga að vera notaðir í! Við keyrum beint út á mölina og inn í fjörið í fallegri náttúru og sóum aldrei tíma á malbiki eða í kringum aðra umferð. Fjörið okkar snýst um hóla, hoss og skvettur, fullt af ám og hressandi útiveru í skemmtilegum hóp já og þetta er líka fyrir krakkana

Verð með afslætti er: 

Fullorðnir 13.230.- 

Börn 9.240.- 

(miðast við að 2 deili hverjum bíl)

Gistiheimilið Kastalinn - Páskatilboð

Rólegheit og kósý á páskum!

Komið í tvær nætur og fáið þriðju nóttina ókeypis eða verið í tvær nætur og fáið 25% afslátt af seinni nótt. 

Á ferð með allir fjölskyldunni? Fáðu annað herbergi á 25% afslætti. 

Gestir á gistiheimilinu Kastalinn fá 15% afslátt á veitingastöðum í Búðardal! 

Hafið samband í síma 767-1400 eða thecastle370@gmail.com til að bóka. 

Búðardalur

 

Snæfellsnes Excursions - Páskatilboð

Skíðaferð á Snæfellsjökul!

Yfir páskana munum við bjóða uppá ferðir á Snæfellsjökul í troðara fyrir þá sem vilja skíða niður. Þú kaupir þér dagspassa og ferð eins margar ferðir með okkur upp og þig lystir. Ferðin byrjar við jökulrætur og til að komast þangað er nauðsynlegt að vera á fjórhjóladrifnum bíl, keyrir upp afleggjarann við Ólafsvík, vegur F570 (norðan megin).

 • Verð á dagspassa: 9000 á mann og 7000 fyrir 10-16 ára. 
 • Mælum ekki með þessari ferð fyrir börn/krakka sem eru óvön að skíða.

Sendu okkur línu til að panta eða fá nánari upplýsingar á netfangið rutuferdir@simnet.is eða í skilaboðum á Facebook Snæfellsnes Excursions | Facebook

Salerni verður á staðnum við upphafspunkt snjótroðara.

Góður vetrarklæðnaður skilyrði og ekki verra að hafa með sér gott nesti og eitthvað heitt að drekka.

Við áskilum okkur þann rétt að hætta við ferð ef skyggni eða veður verður leiðinlegt.

         skíðaferð á Snæfellsjökul           skíðaferð á Snæfellsjökul    

skíðaferð á Snæfellsjökul

Kontiki Kayak - Páskatilboð

Upplifðu ævintýri um páskana! 

Kontiki bíður uppá stuttar kayakferðir frá Stykkishólmi á Snæfellsnesi með litla hópa í hvert skipti til að upplifa magnaða náttúru Breiðafjarðar. Þessi tveggja klukkustunda kajaksigling er hið fullkomna tækifæri til að kanna íslenska náttúru eins og hún gerist best og uppgötva kyrrð eyjalífsins. - hreint út sagt ómissandi fyrir náttúrubörn með ævintýraþrá sem langar að skoða Breiðafjörð. Þátttakendur fá byrjendakennslu í kajaksiglingum sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Að því loknu halda þátttakendur ásamt leiðsögumanni í ævintýraferð. 

Hægt að bóka hér og fá 25% afslátt af prívat ferðum með allt að 10 manns í hverri brottför með afsláttarkóðanum „Páskar„ 

              Kayakferð í Stykkishólmi        Páskatilboð í Kayakferð

Kayakferð í Stykkishólmi

Go West - Páskatilboð

Njótum landsins gæða og dýrða!

Snæfellsjökull, sem er þekktur um heim allan sem inngangur að miðju jarðar, er dulspekilegur staður sem á sinn stað í mörgum þjóðsögum, skáldsögum, ljóðlist og myndlist og hefur veitt listamönnum innblástur í aldanna rás. Ekki aðeins er jökullinn fallegur heldur situr hann einnig ofan á sofandi eldfjalli. Þannig að þegar þú gengur að tindinum geturðu merkt við tvo áfanga á óskalistanum þínum: Toppur eldfjalls og jökuls.

Go West býður gestum sínum 10% afslátt um páskana.

 • Fullorðnir 19.800 kr. 
 • 12-15 ára 14.400 kr. 

Hér má finna nánari upplýsingar og bóka ferð á jökulinn.  

Ganga á topp Snæfellsjökuls

Hótel Langaholt - Páskatilboð

 Gisting og gómsætur matur!

 • Ein nótt fyrir tvo ásamt fjögurra rétta fiskiupplifun að hætti hússins 29.900 kr.
 • Tvær nætur fyrir tvo ásamt fjögurra rétta fiskiupplifun bæði kvöldin 48.900 kr.
 • 12 manna tilboð - Gisting og gómsæt fjögurra rétta fiskiupplifun fyrir hópa að lágmarki 12 manns 
 • Ein nótt 12.500 kr. á mann
 • Tvær nætur 21.250 á mann

Morgunverður er innifalinn í öllum gistiverðum ásamt kaffi og te á meðan dvöl stendur

Hægt er að skoða og bóka tilboðin beint hér https://langaholt.is/islenska/gistipakkar-langaholts/

Einnig hægt að bóka eða fá tilboð sniðið að þínum þörfum í tölvupósti langaholt@langaholt.is  

Svörum einnig spurningum í síma 435-6789

Stóri-Kambur - Páskatilboð

Gisting undir Snæfellsjökli!

Viltu komast í sveitakyrrð um páskana? Þá er Stóri-Kambur rétti staðurinn. Stutt í frábærar gönguleiðir og yndislega náttúru, örstutt á Arnarstapa og Þjóðgarðinn Snæfellsjökul.

 • Gisting fyrir tvo í tvær nætur með smá páskaglaðningi 33.000kr.
 • Gisting fyrir tvo í fjórar nætur með smá páskaglaðningi 55.000kr.

Fyrir bókanir og frekari upplýsingar:

info@storikambur eða sími 852-7028

https://storikambur.is/

Drangar Country Guesthouse - Páskatilboð

Dýrðlegt á Dröngum um páskana!

Sveitarómantík og glæsilegur arkitektúr. Njótið notalegrar helgi við eyjarnar á Breiðafirði og fagnið vori.

 Gisting í tvær nætur í Fjósinu eða Skemmunni. Morgunmatur er innifalinn.

 • Tveggja manna herbergi: 23.800 kr
 • Stærra tveggja manna herbergi með eldhúskrók: 29.800 kr

https://drangar.com/

Vinsamlegast hafið samband á drangar@drangar.com með spurningar eða til að bóka gistingu.

Drangar Country Guesthouse páskatilboð

 

Hótel Glymur - Páskatilboð

Falin gersemi í nálægð við höfuðborgina!

Þriggja nátta Páskatilboð á Hótel Glym í Hvalfirði.

80.000 kr. fyrir tvo í tveggja manna herbergi. 

Innifalið í tilboði fyrir tvo:

 • Þrjár nætur með morgunverði
 • Tveggja rétta kvöldverður
 • Þriggja rétta kvöldverður
 • Tveggja rétta kvöldverður í Englendingavík í Borgarnesi

https://www.hotelglymur.is / - info@hotelglymur.is / 430 3100

páskatilboð á Hótel Glym

Geirabakarí - Páskatilboð

 Úrvals brauð og bakkelsi!

Páskatilboð í Geirabakarí frá og með 22. mars - 5. apríl

 • Kókómjólk og smurt rúnnstykki á 460.- (áður 645.-)
 • Kókómjólk og dónut’s á 320.- (áður 500.-)

 Geirabakarí í Borgarnesi páskatilboð

Crisscross - Matarferðir - Páskatilboð
Matur, saga, menning í Stykkishólmi!
 
2,5 klst gönguferð um leynistíga í fylgd með leiðsögumanni, gómsætur matur úr héraði á hágæða veitingastöðum og heimsókn í listasmiðju. 
 
15% afsláttur í vikunni fyrir páska (dymbilviku), þ.e. frá 27. til 31. mars. 
Verð með afslætti 8.000 kr
 
Gestum býðst auk þess 15% afsláttur af kvöldverði að eigin vali á Sjávarpakkhúsinu eða Narfeyrarstofu eftir ferð.
 
Nauðsynlegt er að panta borð fyrir kvöldverð. Tilboðið gildir ekki af drykkjum, eingöngu á þessum dagsetningum og ekki með öðrum tilboðum. 
 
 
Upplýsingar og pantanir: crisscross@crisscross.is og í síma 868 6255
 
Crisscross sælkeraferð í Stykkishólmi
Crisscross sælkeraferð í Stykkishólmi
Vogur Sveitasetur - Páskatilboð
Dekur og dásemd í Dölum!
 
Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum með baði og svítur, notalegan matsal og setustofu, heitan pott og sauna. Mikið úrval gönguleiða, einstæð náttúrufegurð og vagga sagnanna.
Gisting í tvær nætur, seinni nóttin með 50% afslætti.
Gisting í 3 nætur, 3ja nóttin frí.
Verð á fyrstu nótt er ISK 14.900 fyrir tveggja manna herbergi.
 
Sími: 894 4396 
Netfang: vogur@vogur.org 
 
dásamlegt útsýni frá Vogi
 
Into the Glacier - Páskatilboð

Ógleymanlegt ævintýri á páskum!

Into the glacier bíður ferðir í manngerða íshellirinn á Langjökli á 50% afslætti eða á 10.450 kr á mann með afsláttarkóðanum ITG21

Fyrir frekari upplýsingar og til að bóka vinsamlegast skoðið heimasíðuna okkar hér!

 

Into the Glacier páskatilboð

Into the Glacier páskatilboð

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur