Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ferðaþjónustan Söðulsholt

Söðulsholt er hestamiðstöð þar sem við ræktum, þjálfum og seljum hross. Ferðaþjónustan í Söðulsholti býður upp á gistingu í 4 bústöðum, byggðir 2015/2016 og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað.

Hver bústaður er með þráðlaust net (wifi) fyrir tölvupóst og til að vafra á internetinu, 1 svefnherbergi/hjónarúm og svefnloft með tveimur einstaklingsrúmum, vel útbúið eldhús, setustofu, baðherbergi með sturtu og góða útiverönd með útigrill. Lágmarksdvöl eru frá 2 upp í 3 nætur.

Gestir okkar geta mögulega bókað stuttar hestaferðir (hestaleiga) eða rennt fyrir lax og silung á svæðinu. (Aukagjald). Einnig bjóðum við upp á hagabeit ef gestir okkar vilja koma með eigin hesta og njóta útreiðatúra á reiðvegum í Söðulsholti og nágrenni.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana eða kynnið ykkur mögulegar dagsetningar á vefnum okkar.

Ferðaþjónustan Söðulsholt

Söðulsholt

GPS punktar N64° 50' 4.384" W22° 25' 53.764"
Sími

8955464

Opnunartími Allt árið

Sértilboð í ISK vor og sumar 2020

Lágmarksgisting 2 nætur, hækkandi afsláttur eftir fjölda nátta. Öll verð með vsk.
Verð í maí kr. 21.500 per nótt, lægsta verð kr. 16.300 per nótt m.v. 7 nætur.
Verð í júní kr. 22.000 per nótt, lægsta verð kr. 16.700 per nótt m.v. 7 nætur.
Verí í júlí og ágúst kr. 23.000 per nótt, lægsta verð kr. 17.500 per nótt m.v. 7 nætur.

Hafðu samband
Tilboð

Ferðaþjónustan Söðulsholt - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
12.88 km
Eldborg

Formfagur gjallgígur sem rís 60 m yfir hraunið í kring og er stærstur gíga í stuttri gossprungu. Eldborg er 200 m í þvermál og 50 m djúp.

Eldborg var friðlýst 1974.

Auðveldast er að ganga á Eldborg frá Snorrastöðum, 2,5 km. Hægt er að ganga upp á gígbarminn og ganga eftir honum allan hringinn.

Dýralíf
11.24 km
Sunnanvert Snæfellsnes

Sunnanvert Snæfellsnes

Náttúra
4.42 km
Löngufjörur

Ljósar skeljasandsfjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi sem eru vinsælar til útreiða. Varasamt að fara um nema með leiðsögn.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur