Flýtilyklar
Iceland Exclusive Travels ehf.
Iceland Exclusive Travels
Býður fólk velkomið vestur í hjarta Íslands. Við bjóðum upp á blandaðar og prívat ferðir fyrir litla hópa frá Reykjavík sem sniðnar eru að þörfum sælkera. Við heimsækjum Borgafjörð skoðum Hraunfossa og Deildartunguhver sem er aflmesti hver Evrópu. Við gistum í einstaklega fallegum burstabæ sem er staðsettur í miðju Hallmundarhrauni með útsýni til Eiríksjökuls Langjökuls og að Oki. Í boði eru sex gestaherbergi sem öll eru með sérinngangi og sér salernisaðstöðu. Gott er að dýfa sér í heita pottinn eða ylja sér við skjólgott eldstæði og njóta norðurljósa eða miðnætursólarinnar. Í næsta nágrenni er meðal annars Húsafell, ísgöngin í Langjökli, Víðgelmir og Krauma spa. Það er hentar líka mjög vel að keyra gullhringinn á leiðinni vestur frá Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða gestum okkar upp á fræbæra upplifun, með því að blanda saman þægindum, afþreyingu og frábæru útsýni. Smellið hér Heart of Iceland tour fyrir frekari upplýsingar og til að bóka ferðir eða kynnið ykkur prívat ferðirnar okkar hér 2 daga ferð, 3 daga ferð, Your trip Iceland.
Jöldugróf 3
581-2365

3 ævintýralegir dagar og 3 nætur í "Hraunskálanum" (Lava Lodge)
Ferðatímabil 25. júní-1. September.
Um er að ræða 3 dagsferðir með leiðsögn á breyttum jeppum. Við keyrum fáfarnar leiðir förum í áhugaverðar gönguferðir á fallegum stöðum, Staðir sem skoðaðir verða eru meðal annars: Arnarvatnsheiði, Miðfjörður, Fornihvammur, Kattarhryggir, Þverárrétt, fossinn Hvítserk, Hallbjarnarvörður, Presthnúkur, OK, Lambafoss, Sveðjufoss, Gullborgarhraun, Straumfjörður heimsæjum náttúrulaugar og helli.
Gisting í "Hraunskála" í Hvítársíðu við hálendisjaðar, - 3 nætur
- Kvöldverður í þrjá daga er innifalin
- Kvöldvaka fyrir þá sem vilja
- Morgunmatur innifalinn
- Hádegisverður innifalinn alla dagana (nesti og/eða grill)
- Þráðlaust net á staðnum
Fyrsta daginn mæta ferðalangar upp í Hraunskálann milli kl. 16-18. Sameginlegur kvöldverður og leiðsögumenn kynna dagskrá næstu daga.
Upplýsingar um ferð
Lagt er af stað á ferðadögum um klukkan 8:30 á einum eða tveimur breyttum bílum
Innifalið:
- Gisting 3 x nætur, 3 x dagsferðir með leiðsögn á breyttum jeppum.
- 3 x morgunverðir, 3 x hádegisverðir og 3 x kvöldverðir innifaldir
Iceland Exclusive Travels ehf. - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands