Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Krauma - Gjafabréf

relaxroom.jpg
Krauma - Gjafabréf

Gefðu slökun og vellíðan frá kjarna íslenskrar náttúru!

Í Krauma náttúrulaugum kemstu í beina snertingu við kjarna íslenskrar náttúru þegar þú baðar þig upp úr hreinu og tæru vatni úr Deildartunguhver sem er kælt með vatni undan öxlum Oks. 

Fimm heitar laugar og ein köld umvefja þig með hreinleika sínum sem er tryggður með miklu vatnsrennsli og engum sótthreinsandi efnum.

Njóttu þín í gufuböðum og útisturtum eða í hvíldarherberginu við snark úr arineldi og fullkomnaðu daginn með notalegri stund á veitingastaðnum okkar sem býður upp á dýrindis rétti úr fersku hráefni úr héraði. 

Með gjafakorti Krauma gefur þú slökun og vellíðan frá kjarna íslenskrar náttúru þar sem einstaklingur fær að njóta sín í náttúrulaugum, gufuböðum eða í hvíldarherberginu við snark úr arineldi. 

Hægt er að enda svo daginn á notalegri stund á veitingastaðnum okkar sem býður upp á dýrindis rétti úr fersku hráefni úr héraði.

Við bjóðum upp á tilbúin gjafabréf fyrir fyrirtæki og einstaklinga en með gjafakorti Krauma gefur þú slökun og vellíðan frá kjarna íslenskrar náttúru.

Nánar hér → www.krauma.is

Smellið hér til að skoða fleiri gjafabréf!

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur