Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Garðalundur

Garðalundur, eða skógræktin eins og heimamenn á Akranesi kalla lundinn jafnan, er skammt ofan Byggðasafnsins í Görðum og við hlið golfvallarins. Í Garðalundi er fjölbreyttur gróður og margar trjátegundir. Mest áberandi eru þó hátt í sextíu ára gömul grenitré sem sjá til þess að þar sé alltaf gott skjól til útivistar. Einnig er að finna fallegar tjarnir í Garðalundi þar sem hægt er að veiða síli, fylgjast með öndum og fleiri fuglum, og jafnvel bregða sér á skauta á veturna. Á síðustu árum hefur stöðugt verið bætt við afþreyingarmöguleikum í Garðalundi en þar eru m.a. ýmis konar leiktæki fyrir börn á öllum aldri, strandblakvöllur og sparkvellir. Einnig er þar líka glæsilegur grillskáli, minigolfbrautir og dótakista með alls kyns leikföngum og áhöldum til útileikja sem gestum er frjálst að nota. Garðalundur er eitt helsta útivistarsvæðið á Akranesi og þar er vinsælt að halda alls kyns mannfagnaði s.s. afmæli og ýmsar hópsamkomur, meðal annars á 17. júní og á Írskum dögum.

Garðalundur
GPS punktar N64° 19' 19.096" W22° 2' 10.622"
Póstnúmer

300

Vegnúmer

1

Garðalundur - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Kiðafell
Bændagisting
 • Kjós
 • 276 Mosfellsbær
 • 566-6096
Apartment By the Sea in Akranes
Heimagisting
 • Vesturgata 105
 • 300 Akranes
 • 861-1347
Gistiheimilið Móar
Sumarhús
 • Móar
 • 301 Akranes
 • 655-0506
Ferðaþjónustan Eyrarkot
Bændagisting
 • Kiðafell 2
 • 276 Mosfellsbær
 • 692-3025, 566-7051
Teigur Heimagisting
Gistiheimili
 • Háteigur 1
 • 300 Akranes
 • 431-2900, 861-9901
Námshestar
Heimagisting
 • Kúludalsá
 • 301 Akranes
 • 897-9070

Aðrir

Ísland Treasures / Menopause Morph
Ferðasali dagsferða
 • Skagabraut 25
 • 300 Akranes
 • 824 1640
Reiðhjólaleiga Axels
Hjólaleigur
 • Kirkjubraut 2
 • 300 Akranes
 • 896-1979, 864-1476
Ari Grétar Björnsson
Ferðaskipuleggjendur
 • Vesturgata 157
 • 300 Akranes
 • 770-6644
Toppferðir ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Skarðsbraut 7
 • 300 Akranes
 • 861-4566
Námshestar
Heimagisting
 • Kúludalsá
 • 301 Akranes
 • 897-9070
Kiðafell
Bændagisting
 • Kjós
 • 276 Mosfellsbær
 • 566-6096
Wild West Tours
Ferðaskipuleggjendur
 • Reynigrund 2
 • 300 Akranes
 • 865-8733

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík