Flýtilyklar
Fiskibyrgi
Skammt frá Gufuskálum má finna rústir á annað hundrað byrgja þar sem fiskur var þurrkaður og geymdur en á Gufuskálum var verstöð.
Byrgi þessi eru talin vera 500 - 700 ára gömul.
Um 10 min. ganga er frá veginum við Gufuskála (vegnúmer 574) upp að nokkuð heillegu byrgi sem má skríða inn í. Að innan er byrgið manngengt.
Fiskibyrgi - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands