Flýtilyklar
Guðrúnarlaug
Í Laxdælu er sagt frá því að Guðrún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á Laugum í Sælingsdal. Í Sturlungu er getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð.
Talið er að laugin hafi eyðilagst í skriðuhlaupi en árið 2009 var hlaðin ný laug í nágrenni þess þar sem sú eldri er talin hafa verið og nefnist hún Guðrúnarlaug. Þá var einnig hlaðið blygðunarhús þar sem hafa má fataskipti.
Laugin er opin allt árið og er frítt í hana.
371
589
Guðrúnarlaug - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands