Flýtilyklar
Viti - Öndverðarnesviti
Árið 1909 var fyrsti vitinn reistur á Öndverðarnesi. Vitinn var stólpaviti en árið 1914 var reist 2,5 metra há timburklædd járngrind með 2,4 m háu áttstrendu ljóshúsi.
Steinsteyptur viti var síðan byggður að Öndverðarnesi árið 1973. Vitinn er ferstrendur 3,5 metra hár með 3 m háu áttstrendu ljóshúsi. Vitinn er sömu gerðar og Surtseyjarviti sem reistur var sama ár. Aðalsteinn Júlíusson verkfræðingur hannaði vitann.
Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands, 2002.
360
579
Viti - Öndverðarnesviti - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands