Flýtilyklar
Arnarstapi
Á Arnarstapa var áður fyrr kaupstaður og mikið útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli.
Arnarstapi er vinsæll ferðamannastaður, þar er hótel, tjaldsvæði, gistihús og veitingastaðir. Þaðan er einnig boðið er upp á ferðir á Snæfellsjökul.
Ströndin milli Arnarstapa og Hellna er friðland síðan 1979. Gönguleiðin þar á milli er að hluta til gömul reiðgata.
Steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara setur mikinn svip á svæðið..
Smábátahöfnin var endurbætt árið 2002 og er í dag eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þaðan koma menn af ýmsum stöðum á landinu og gera út dagróðrabáta yfir sumartímann.
356
574
Arnarstapi - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands