Flýtilyklar
Búðir
Búðir er vinsæll áningarstaður. Þar er mikil náttúrufegurð, gullnar sandfjörur og úfið hraunið með miklum gróðri og fuglalífi. Búðakirkja er lítil svört timburkirkja sem heillar marga og fólk kemur víða að úr heiminum til að innsigla þar ást sína. Falleg fjallasýn er frá Búðum og Snæfellsjökull skartar þar sínu fegursta.
Búðahraun sem er eitt fegursta gróðurlendi Íslands var friðlýst árið 1977. Svæðið einkennist af úfnu hrauni og fjölbreyttum gróðri og dýralífi. Gullinn fjörusandur eins og nágrenni Búðahrauns er fátíður í íslenskri náttúru. Á Búðum eru menningarminjar um mikilvægan kafla úr atvinnusögu Íslands, en þar var verslunarhöfn strax á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og þaðan mun hafa verið útræði allt frá landnámsöld.
Búðir - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands