Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Meðalfellsvatn

Meðalfellsvatn er 2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi vatnsins er tæplega 19 m og meðaldýpi er 4,4 m. Dýpsti hluti þess er í því austanverðu en meginhluti þess er tiltölulega grunnur (2 - 4 m). Vatnasvið Meðalfellsvatns er um 39 km2 . Í það sunnanvert renna smáárnar Flekkudalsá með upptök í Flekkudal í norðanverðri Esju og Sandsá með upptök í norðanverðum Móskarðshnjúkum. Úr Meðalfellsvatni norðvestanverðu fellur áin Bugða sem rennur í Laxá.

Meðalfellsvatn er áhugaverður staður til fuglaskoðunar. Himbrimar verpa við vatnið og mikill fjöldi straumanda sækir í bitmýslirfur á botni Bugðu snemma á vorin. Í Meðalfellsvatni hefur ævinlega verið nokkur silungsveiði og jafnvel laxveiðar. Á vatnasvæði Bugðu og Laxár eru allar hérlendar vatnafisktegundir: lax, bleikja, urriði, áll og hornsíli.

Meðalfellsvatn
GPS punktar N64° 18' 53.081" W21° 35' 27.974"
Póstnúmer

276

Vegnúmer

461

Meðalfellsvatn - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Kleif Farm
Sumarhús
  • Eilífsdal, Kjós
  • 276 Mosfellsbær
  • 847-7779

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur