Flýtilyklar
Svalþúfa
Bílastæði er við Svalþúfu þar sem Þúfubjarg gengur þverhnýpt í sjó fram. Gönguleið er frá bílastæðinu upp á Þúfubjargið og þaðan niður af bjarginu, um hraunið framhjá Lóndröngum, sem eru tveir formfagrir basalt klettadrangar sem rísa úti við ströndina að Malarrifi þar sem Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er staðsett. Þetta er mjög falleg gönguleið þar sem margt er að sjá og skoða.
Svalþúfa - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands