Flýtilyklar
Vatnshellir
Vatnshellir er hraunhellir í suðurhlíðum Purkhólahrauns. Hellirinn er talinn vera um 5-8000 ára gamall. Vatnshellir er um 200 m langur og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hellirinn hefur verið gerður aðgengilegur með hringstiga en umferð um hann er aðeins leyfð með leiðsögn.
Hraunhellar myndast meðan hraunið rennur og það er enn að storkna og kólna. Þeir verða til þegar kvika tæmist úr lokaðri hraunrás, þegar hraunhella lyftist eða þegar kvika sígur undan storknuðu yfirborði. Nokkrir stórir dropsteinar hafa myndast í hellinum sem hafa verið lagfærðir eftir skemmdir.
Á sumrin eru ferðir daglega milli 10:00 og 18:00, á veturnar 2 ferðir á dag. Skráning og nánari upplýsingar í síma, á netfangi vatnshellir@vatnshellir.is, vefsíða: www.vatnshellir.is.
Nauðsynlegt er að vera vel klæddur og með hanska því kalt er í hellinum. Hjálmar og höfuðljós eru útveguð af leiðsögumönnum. Ferð í Vatnshelli tekur um klukkustund.
360
574
Vatnshellir - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands