Flýtilyklar
Víðgelmir
Víðgelmir er stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hann hefur að geyma fallegar ísmyndanir og þegar innar dregur má sjá marga dropsteina og hraunstrá.
Árið 1993 fundust mannvistarleifar í hellinum. Þær eru nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 41 í Reykjavík.
Hellirinn hefur verið friðaður síðan 1993 og er innganga í hellinn eingöngu leyfð með leiðsögn. Leiðsögumenn frá "The Cave" bjóða upp á stuttar (1,5 klst.) og langar (4 klst.) ferðir. Vinsamlegast hafið samband við ferðaþjónustuna í The Cave fyrir bókanir og upplýsingar.
Víðgelmir er af sérfræðingum talinn vera einn merkilegasti hellir í heimi.
Víðgelmir - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands