Flýtilyklar
Sundlaugin Akranesi
Sundlaugin á Akranesi er á Jaðarsbökkum og dregur nafn sitt af því. Löng hefð er fyrir sundi á Akranesi enda koma þaðan margir af okkar fremstu sundgörpum. Í Jaðarsbakkalaug er að finna 25 m. útilaug, vatnsrennibraut, vaðlaug, 4 heita potta, gufubað o.fl. Sundlaugin er staðsett í aðalíþróttamiðstöð Akraness þar sem öll aðstaða er til íþróttaiðkunar.
Opnunartími: | Virkir dagar: | Laugardagar: | Sunnudagar: |
Allt árið: | 06:00-21:00 | 09:00-18:00 | 09:00-18:00 |
v/Innnesveg, Jaðarsbökkum
Sundlaugin Akranesi - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Hótel
Hótel Laxárbakki
Gistiheimili
Gallery Guesthouse
Sumarhús
Kalastaðir sumarhús
Farfuglaheimili og hostel
Akranes HI Hostel
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið á Akranesi - Kalmansvík
Aðrir
- Vogabraut 5
- 300 Akranes
- 868-3332
- Birkihlíð 34, í landi Kalastaða
- 301 Akranes
- 897-3015
- Háteigur 1
- 300 Akranes
- 4312900, 861-9901
- Kúludalsá
- 301 Akranes
- 897-9070
Náttúra
Breið
Breiðin er syðsti hluti Akraness og þar er að finna einn elsta steinsteypta vita landsins sem var reistur 1918. Á fjöru er hægt að ganga út í og upp í vitann og njóta fagurs útsýnis. Á Breið eru líka gamlir skreiðarhjallar og greina má steinlagt stakkstæði þar sem saltfiskur var breiddur út á góðviðrisdögum áður fyrr. Á Breiðinni er fagurt útsýni yfir allan Faxaflóann, fuglalíf mikið og brimbarðar klapparfjörur. Nokkuð sem lætur engan ósnortin hvort sem er í blíðviðri eða þegar sjórinn ýfir sig.
Saga og menning
Viti - Akranesviti
Fyrsti vísir að vita á Akranesi var ljósker á Teigakotslóð sem kveikt var á árið 1891.
Árið 1918 var byggður steinsteyptur viti yst á Syðriflös á Akranesi eftir teikningu Thorvalds Krabbe verkfræðings. Ljóshúsið var smíðað úr járnplötum úr Goðafossi sem strandaði undir Straumnesfjalli árið áður.
Vitinn stendur enn þó hann hafi ekki verið notaður frá 1947. Hann er er tíu metra hár og er opinn almenningi en frábært útsýni er efst úr vitanum.
Árin 1943 - 1944 var reistur nýr 19,2 metra hár viti eftir teikningu Axels Sveinssonar verkfræðings. Efst á vitanum er efnismikið steinsteypt handrið með rimlum. Hægt er að komast upp í vitann og er stórkostlegt útsýni úr honum til allra átta. Hljómburður í Akranesvita þykir einstaklega góður og hafa verið haldnar tónlistaruppákomur þar inni en þar eru fjögur steinsteypt milligólf og stigar milli hæða.
Upplýsingar fengnar úr Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.
Náttúra
Garðalundur
Garðalundur, eða skógræktin eins og heimamenn á Akranesi kalla lundinn jafnan, er skammt ofan Byggðasafnsins í Görðum og við hlið golfvallarins. Í Garðalundi er fjölbreyttur gróður og margar trjátegundir. Mest áberandi eru þó hátt í sextíu ára gömul grenitré sem sjá til þess að þar sé alltaf gott skjól til útivistar. Einnig er að finna fallegar tjarnir í Garðalundi þar sem hægt er að veiða síli, fylgjast með öndum og fleiri fuglum, og jafnvel bregða sér á skauta á veturna. Á síðustu árum hefur stöðugt verið bætt við afþreyingarmöguleikum í Garðalundi en þar eru m.a. ýmis konar leiktæki fyrir börn á öllum aldri, strandblakvöllur og sparkvellir. Einnig er þar líka glæsilegur grillskáli, minigolfbrautir og dótakista með alls kyns leikföngum og áhöldum til útileikja sem gestum er frjálst að nota. Garðalundur er eitt helsta útivistarsvæðið á Akranesi og þar er vinsælt að halda alls kyns mannfagnaði s.s. afmæli og ýmsar hópsamkomur, meðal annars á 17. júní og á Írskum dögum.
Náttúra
Akrafjall
Einkar formfagurt fjall séð frá Akranesi, mjög víðsýnt er af fjallinu. Vinsælar gönguleiðir upp á Háahnúk (555m) sem er syðrí tindurinn eða Geirmundartind (643m). Gestabók er á Háahnúki.
Akrafjall er eitt þeirra fjalla sem er tiltölulega auðvelt að ganga á og hentar því fjölskyldufólki sérstaklega vel. Það þarf ekki mikla reynslu eða dýran útbúnað til að ganga á Akrafjall þó nauðsynlegur hlífðarfatnaður og lágmarks þrek verði að vera til staðar.
Þegar göngunni lýkur er tilvalið að fara niður á Langasand, gera þar teygjuæfingar og láta svo þreytuna líða úr sér í sundi og slökun eða í heita pottinum í Jaðarsbakkalaug.
Náttúra
Blautós
Blautós og Innstavogsnes
Við bæjarmörk Akraness, norðvestanverð, er friðland Blautóss og Innstavogsnes. Í voginn rennur Berjadalsá úr Akrafjalli vestanverðu. Svæðið er auðugt af fuglalífi og er vel gróðri vaxið. Það býr yfir fallegu landslagi og athyglisverðum jarðmyndunum frá tímum síðustu ísskeiða. Svæðið er töluvert vinsælt útivistarsvæði enda nálægt þéttbýlinu á Akranesi og við botn innstavogs er hesthúsabyggð Akurnesinga.
Svæðið er viðkomustaður margra tegunda farfugla auk þess sem varp þar nokkurt. Margæsir hafast við í Blautósi og Innstavogsnesi á vorin og haustin. Talið er að um fjórðungur margæsarstofnsins noti Blautós og Innstavogsnes ásamt friðlandinu í Grunnafirði á ferðum sínum á milli landa en margæsir sem stoppa á Íslandi verpa í Kanada og hafa síðan vetrarsetu á Írlandi. Æðarvarp er á svæðinu og er leyfilegt að nýta það á sama hátt og tíðkast hefur.
Svæðið gegnir mikilvægu upplýsingahlutverki en það býr yfir fallegum og fjölbreytilegum landslagsþáttum ásamt því að bjóða upp á afþreyingarmöguleika sem hægt er að tengja við græna ferðamennsku s.s. gönguferðir og hestaferðir.
Náttúra
Langisandur
Langisandur, neðan við sundlaugina og önnur íþróttamannvirki við Jaðarsbakka, er ein besta baðströnd landsins. Þeim fjölgar sífellt sem skella sér í sjósund reglulega og nýta sér þá aðstöðu sem búið er að koma upp við Langasand. Langisandurinn er tilvalinn til gönguferða og hvers kyns útivistar, ekki síst fyrir börnin.
Ofan við ströndina hefur verið komið upp skjólsælum palli þar sem gott er að hafa auga með ungunum. Þar er lítið þjónustuhús þar sem hægt er að fá keyptar veitingar, svo sem ís og annað góðgæti sem hæfir útiveru og fallegum góðviðrisdögum. Knattspyrnuhöllin er öllum opin til æfinga og leiks og afþreying því tryggð fyrir breiðan aldurshóp. Í knattspyrnuhöllinni er að finna dótakassa sem öllum er heimilt að ganga í og ganga vel um.
Náttúra
Hvalfjörður
Hvalfjörðurinn er 30 m km langur og 84 m djúpur þar sem hann er dýpstur.
Í seinni heimstyrjöldinni á árunum 1940-1945 var flotastöð bandamanna innst í Hvalfirði þar sem Hvalstöðin er. Þar var skipalægi og viðkomustaður skipalesta á leið milli Bandaríkjanna og Rússlands oft á tíðum var fjöðurinn fullur af skipum. Bækistöðvar voru reistar í landi Litlasands og Miðsands. Enn má sjá minjar frá stríðsárunum og eru þar meðal annars braggar sem hafa verið gerðir upp.
Hótel Glymur býður upp á hernámsára söguferð um Hvalfjörðinn.
Náttúra
Saga og menning
Höfrungur AK 91
Höfrungur AK 91 er fyrsta skipið sem smíðað var fyrir Harald Böðvarsson á Akranesi og hefur skipið stóra sögu að segja.