Flýtilyklar
Baulan
Matsölustaður þar sem meðal annars er boðið upp á hamborgara, pizzur, kótilettur, pylsur, heitar og kaldar samlokur, kaffi, te, gos, bjór og léttvín. Afgirt leiksvæði er fyrir börn. Bensínstöð og þvottaplan á staðnum.
Sumaropnun: mánudaga-laugardaga frá 9:00-22:00 og sunnudaga frá 10:00-22:00.
Vetraropnun: mánudaga-föstudaga frá 9:00-21:00, laugardaga frá 9:00-20:00 og sunnudaga frá 10:00-21:00.
Stafholtstungur
Baulan - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Gistiheimili
Sundlaugar
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum
Vetrarafþreying
Landnámssetur Íslands
Dagsferðir
Fjeldstedhestar.is
Sundlaugar
Sundlaugin Varmalandi
Gistiheimili
Sundlaugar
Sundlaugin í Borgarnesi
Vetrarafþreying
Landbúnaðarsafn Íslands
Golfvellir
Golfklúbburinn Glanni
Gistiheimili
Country Hótel Fossatún
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Farfuglaheimili og hostel
Borgarnes HI Hostel
Dýragarðar og opinn landbúnaður
Háafell Geitfjársetur
Ferðasali dagsferða
Gufuá
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Tjaldsvæði
Hverinn
Aðrir
- Brákarbraut 20
- 310 Borgarnes
- 437-1333, 552-2202
- Breiðabólstaður
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 897-9323
- Þórólfsgata 12
- 310 Borgarnes
- 661-7173
- Nes, Reykholtsdal
- 311 Borgarnes
- 435-1472, 893-3889
- Hamar
- 310 Borgarnes
- 437-1663, 437-2000
Fyrir börnin
Sundlaugin í Borgarnesi
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum en þar eru næg bílastæði enda vinsæll áfangastaður ferðalanga. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum. Verið velkomin í sund - Fjörið er hjá okkur.
Náttúra
Tröllafossar
Fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn á fjallatindinn, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.
Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.
Tröllagaður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gömguferð þar sem hægt er að kynnast perósnunum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.
Náttúra
Hafnarfjall
Hafnarfjall tilheyrir fornri megineldstöð sem var virk fyrir 4 miljónum ára.
Hafnarfjall er 844 m hátt og skríðurunnið. Fjallsið er mestmegnis úr blágrýti en á norðuhlíð finnst ljósleit klettanef úr granófýri sem heitir Flyðrur.
Náttúra
Hreðavatn
Hreðavatn er aðgengilegt og gjöfult veiðivatn í fallegu umhverfi í Norðurárdal, nærri háskólaþorpinu á Bifröst. Vatnið er allstórt eða 1,14 km², dýpst 20 metrar og í 56 m hæð yfir sjávarmáli. Fjölmargar gönguleiðir er að finna í nágrenninu meðfram vatninu.
Orlofsbyggð er við Hreðavatn og suðvestan við vatnið liggur útivistarparadísin, Jafnaskarðsskógur, sem vinsælt þykir að ganga um.
Saga og menning
Hvanneyri
Hvanneyri er stórbýli frá landnámstíma. Fyrstur ábúanda þar er talinn hafa verið Grímur háleyski en Hvanneyri er hluti af landnámsjörð Egils Skallagrímssonar.
Landbúnaðarskóli Íslands á Hvanneyri er reistur á gömlum grunni öflugrar rannsóknarstofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Landbúnaðarháskólinn tók til starfa í upphafi árs 2005. Skólahald á sér annars langa sögu á Hvanneyri en búnaðarskóli var stofnaður þar 1889 og 1947 var stofnuð 1947. Aðalmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám.
Á staðnum er rekið eina Landbúnaðarsafn landsins auk þess sem þar má finna Ullarselið sem er einaf betri verslun landsins með ullar- og handverksvörur.
Í kringum Hvanneyri er verndarsvæði blesgæsar sem hefur viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust.
Saga og menning
Borg á Mýrum
Borg á Mýrum er kirkjustaður og prestssetur. Þar bjó Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson, faðir Egils Skalla-Grímssonar og síðar Egill og margir ættmenn hans og niðjar, meðal annars bjó Snorri Sturluson þar um skeið.
Minnismerkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson var reist á Borg 1985.
Núverandi kirkja að Borg var reist 1880. Altaristafla kirkjunnar er eftir enska málarann W.G. Collingwood sem hann málaði eftir Íslandsferð sína 1897.
Hitt og þetta
Borgarfjarðarbrú
Borgarfjarðarbrúin er lengsta brú á Íslandi eftir að Skeiðarárbrú var aflögð árið 2017. Hún liggur yfir Borgarfjörð og er hluti af hringveginum. Brúin, sem tekin var í gagnið 13. september 1981, er 520 metrar að lengd. Áður lá hringvegurinn yfir Hvítárbrú sem staðsett er við Ferjukot í Borgarfirði og stytti opnun Borgarfjarðarbrúar hringveginn um 11 km.
Náttúra
Einkunnir
Einkunnir eru klettaborgir sem rísa upp úr mýrunum norðan Borgarness. Nafnið er fornt og kemur fyrirí Egilssögu. Fólkvangur í Einkunnum er um 270hektara svæði í landi Hamars. Markmið friðlýsingar Einkunna er að vernda jarðmyndanir og votlendi í þágu útvistar almennings, náttúruskoðunarog fræðslu.
Frekari upplýsingar um Einkunnirer að finna á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is
Sýnum gott fordæmi og göngum vel um landið. Spillum ekki gróðri eðajarðmyndunum og truflum ekki dýralíf. Ökum ekkiutan vega og notum merkta göngu- og reiðstíga.Kveikjum ekki eld á grónu landi og tökum allt sorpmeð okkur af svæðinu.
Náttúra
Skallagrímsgarður
Í hjarta Borgarness er þessi skrúðgarður sem er ein af perlum bæjarins. Þar er einn merkasti sögustaður Egilssögu en þar er Skallagrímur og Böðvar sonarsonur hans heygðir. Í dag er unaður að fara í sund í sundlaug bæjarins og slappa af í kyrrð og fegurð Skallagrímsgarðs á eftir, eða stoppa þar með nesti.
Náttúra
Glanni
Fossinn Glanni er í Norðurá og segja sögur að hann sé dvalarstaður álfa og dverga. Skemmtileg gönguleið er að fossinum og einnig er gaman að koma við í Paradísarlaut á leið sinni.
Náttúra
Bjössaróló
Bjössaróló er stundum talið besta geymda leyndarmál Borgarness. Hann er neðarlega í bænum ekki langt frá Landnámssetrinu.
Hann var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Þessi snillingur hugsaði um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur.
Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Þar er fjaran sem upplagt er að heimsækja í leiðinni. Skammt undan er einnig Skallagrímsgarður þar sem margt minnir á söguhetjurnar Egil og Skallagrím.
Náttúra
Deildartunguhver
Deildartunguhver í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness.
Náttúra
Baula
Baula er áberandi fjall sem sést viða af úr Borgarfirði. Það er keilulaga, 934 m hátt líparitfjall, 3 miljón ára gamalt innskot.
Gengið er á fjallið að suðaustan eða suðvestan frá Bjarnardal, vegnúmer 60. Fjallið er er mjög bratt, með skriðum, hálflaust stórgrýti er á leiðinni að öðru leiti torfærulaust en seinfarið.
Mjög fallegt útsyni er af tindinum, gestabók er þar í grjótbyrgi.
Náttúra
Grábrók
Grábrók er stærsti gígurinn af þremur í stuttri gossprungu.
Göngustígar liggja upp á Grábrók. Gangan er við flestra hæfi og einstakt útsýni er af Grábrók yfir Borgarfjarðarhérað.
Saga og menning
Reykholt í Borgarfirði
Reykholt er einn merkasti sögustaður landsins. Frægast er Reykholt vegna búsetu Snorra Sturlusonar 1206-1241.
Í Reykholti er forn laug Snorralaug þar sem Snorri er talin hafa setið og hvílt sig frá skriftum.
Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra. Öflugt tónlistarlíf er í Reykholtskirkju. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Reykholtshátíð er tónlistarhátíð sem haldin er í lok júlí ár hvert.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykholts www.snorrastofa.is
Eitt hótel er í Reykholti sjá frekari upplýsingar hér.
Náttúra
Paradísarlaut
Paradísarlaut er falleg vin í hrauninu nokkru neðan við fossinn fallega, Glanna í Norðurá.
Frá bílastæði og þjónustuhúsi er gönguleið að Paradísarlaut og fossinum. Gerður hefur verið góður útsýnispallur þaðan sem fossinn Glanni sést vel.
Í þjónustuhúsinu er hægt að kaupa veitingar og þar er opið yfir sumarmánuðina.
Náttúra
Brákarey
Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund.
Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, sem var ambátt á Borg og fóstra Egils Skallagrímssonar. Í Egils sögu segir að Skallagrímur Kveldúlfsson á Borg, faðir Egils, hafi banaði Þorgerði brák á Brákarsundi með steinkasti.
Frá bryggjunni í Brákarey er fallegt útsýni.
Vetrarafþreying
Landnámssetur Íslands
Hótel
Hraunsnef sveitahótel
Dýragarðar og opinn landbúnaður
Háafell Geitfjársetur
Handverk og hönnun
Ljómalind - sveitamarkaður
Söfn
Safnahús Borgarfjarðar
Gistiheimili
Söfn
Samgöngusafnið og Latabæjarsafnið
Vetrarafþreying
Landbúnaðarsafn Íslands
Upplýsingamiðstöðvar
Snorrastofa Reykholti
Gistiheimili
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Handverk og hönnun
Ullarselið á Hvanneyri
Aðrir
- Borgarbraut 57
- 310 Borgarnes
- 437-2277
- Skúlagata 17
- 310 Borgarnes
- 896-8926
Hótel
Hótel Bifröst
Tjaldsvæði
Hverinn
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Hótel
Icelandair hótel Hamar
Gistiheimili
Dýragarðar og opinn landbúnaður
Háafell Geitfjársetur
Gistiheimili
Handverk og hönnun
Ljómalind - sveitamarkaður
Hótel
Hótel Borgarnes
Hótel
Fosshótel Reykholt
Gistiheimili
Country Hótel Fossatún
Vetrarafþreying
Landnámssetur Íslands
Hótel
Hraunsnef sveitahótel
Kaffihús
Geirabakarí kaffihús
Gistiheimili
Englendingavík
Gistiheimili
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Hótel
Hótel Hafnarfjall
Veitingahús
Rock´n´Troll Kaffi
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Aðrir
- Grímsstaðir 2
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 858-2133
- Hrafnaklettur 1b
- 310 Borgarnes
- 437-0110
- Brúartorg 6
- 311 Borgarnes
- 437-1282
- Hvanneyrartorfa
- 311 Borgarnes
- 8213538
- Digranesgata 4
- 310 Borgarnes
- 430-5600
- Munaðarnes
- 311 Borgarnes
- 776-8008
- Flókadalur
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 696-1544, 435-1565
- v / Brúartorg
- 310 Borgarnes
- 440-1333
- v/Brúartorg
- 310 Borgarnes
- 437-1259, 840-1782
- Brákarbraut 3
- 310 Borgarnes
- 437-2017, 892-8376