Flýtilyklar
Blue View Öxl Guesthouse
Blue View Öxl gistiheimilið er staðsett á fallegum útsýnisstað sunnan Snæfellsjökuls. Hægt er að taka á móti átta gestum. Það eru fjögur herbergi í húsinu. Boðið er uppá fjölskylduherbergi, einstaklingsherbergi og tveggja manna herbergi. Tvö sameiginleg baðherbergi eru í húsinu og sameiginlegt eldhús til að útbúa einfaldar máltíðir. Einnig er útigrill á staðnum sem gestir okkar hafa aðgang að.
Kaffi og te er í boði allan daginn. Morgunmatur er valfrjáls fyrir gesti og greitt sérstaklega á staðnum. Morgunmatur samanstendur af hafragraut, morgunkorni, brauði, áleggi, safa og ávöxtum.
Það eru næg bílastæði og frítt internet.
Allir gestir eru hjartanlega velkomnir á Öxl.
Vinsamlega hafið samband ef ykkur vantar nánari upplýsingar. Hægt er að bóka beint á blueviewiceland@gmail.com eða í gegnum bókunarsíður.
Öxl
Blue View Öxl Guesthouse - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Gistiheimili
Áning ferðaþjónusta - Traðir Gueshouse
Sumarhús
Lýsuhóll-Snæhestar
Ferðaskrifstofur
Út og vestur
Gistiheimili
Kast Gistiheimili
Sumarhús
Stóri Kambur
Sundlaugar
Lýsuhólslaug/Lýsulaugar - geothermal bath
Golfvellir
Golfklúbbur Staðarsveitar
Ferðaskrifstofur
Summit Adventure Guides - Vatnshellir
Tjaldsvæði
Hótel Arnarstapi
Sundlaugar
Sundlaugin Ólafsvík
Aðrir
- Böðvarsholt
- 356 Snæfellsbær
- 867-4451
- Suður-Bár
- 351 Grundarfjörður
- 438-6520
- Neðri-Hóll
- 356 Snæfellsbær
- 893-5240
- Brimilsvellir
- 356 Snæfellsbær
- 436-1533, 864-8833
Náttúra
Ólafsvíkurenni
Fjallið Enni er 418 metra hár Móbergsstapi. Gönguleið er upp á fjallið en eftir henni má einnig ganga til að líta á Foss, sem einnig nefnist Ólafsvíkurfoss. Lagt er upp frá upplýsingaskilti við vestanverða innkomu til Ólafsvíkur en þaðan er "stígur eða gamall slóði sem hægt er að fylgja langleiðina upp að fossbrúninni.
Náttúra
Vatnshellir
Vatnshellir er hraunhellir í suðurhlíðum Purkhólahrauns. Hellirinn er talinn vera um 5-8000 ára gamall. Vatnshellir er um 200 m langur og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hellirinn hefur verið gerður aðgengilegur með hringstiga en umferð um hann er aðeins leyfð með leiðsögn.
Hraunhellar myndast meðan hraunið rennur og það er enn að storkna og kólna. Þeir verða til þegar kvika tæmist úr lokaðri hraunrás, þegar hraunhella lyftist eða þegar kvika sígur undan storknuðu yfirborði. Nokkrir stórir dropsteinar hafa myndast í hellinum sem hafa verið lagfærðir eftir skemmdir.
Á sumrin eru ferðir daglega milli 10:00 og 18:00, á veturnar 2 ferðir á dag. Skráning og nánari upplýsingar í síma, á netfangi vatnshellir@vatnshellir.is, vefsíða: www.vatnshellir.is.
Nauðsynlegt er að vera vel klæddur og með hanska því kalt er í hellinum. Hjálmar og höfuðljós eru útveguð af leiðsögumönnum. Ferð í Vatnshelli tekur um klukkustund.
Náttúra
Búðir
Búðir er vinsæll áningarstaður. Þar er mikil náttúrufegurð, gullnar sandfjörur og úfið hraunið með miklum gróðri og fuglalífi. Búðakirkja er lítil svört timburkirkja sem heillar marga og fólk kemur víða að úr heiminum til að innsigla þar ást sína. Falleg fjallasýn er frá Búðum og Snæfellsjökull skartar þar sínu fegursta.
Búðahraun sem er eitt fegursta gróðurlendi Íslands var friðlýst árið 1977. Svæðið einkennist af úfnu hrauni og fjölbreyttum gróðri og dýralífi. Gullinn fjörusandur eins og nágrenni Búðahrauns er fátíður í íslenskri náttúru. Á Búðum eru menningarminjar um mikilvægan kafla úr atvinnusögu Íslands, en þar var verslunarhöfn strax á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og þaðan mun hafa verið útræði allt frá landnámsöld.
Náttúra
Gatklettur
Gatklettur eru leifar af berggangi þar sem sjórinn hefur rofið sérstætt gat á bergganginn. Mikið fuglalíf og brim er við Gatklett.
Saga og menning
Staðastaður
Staðastaður er prestsetur og þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur fyrir ritun sína á Íslendingabók, sem er elsta og eitt merkasta sagnfræðirit Íslendingasögunnar. Minnisvarði um Ara fróða eftir Ragnar Kjartansson stendur skammt frá kirkjunni.Núverandi kirkja er steinsteypt reist á árunum 1942- 1945.
Sögusviðið í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness er að nokkru leiti komið til á Staðastað.
Hálendið
Búlandshöfði
Búlandshöfði er höfði sem gengur brattur í sjó fram milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Þar er góður áningastaður þar sem er mjög fallegt útsýni yfir Breiðafjörð allt til Barðastrandar og jafnvel til Grænlands ef veður er bjart. Einnig er þaðan mjög skemmtilegt sjónarhorn að Snæfellsjökli, yfir Fróðárrifið, upp í Fróðárheiði og út á Rif.
Saga og menning
Sönghellir
Sönghellirinn er norðan við Stapafell. Kunnur fyrir bergmál sitt,
Náttúra
Hellnar
Hellnar var um aldir ein af stærstu verstöðvunum á Snæfellsnesi.
Bergrani austan við höfnina heitir Valasnös en þar er hin rómaði hellir sem nefnist Baðstofa. Litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum, fallegastur er hann talinn vera snemma morguns í sólskini á háflóði.
Ásgrímsbrunnur á Hellnum er kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829). Hann hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður verið vatn.
Hellnar er vinsæll áningarstaður ferðamanna í mestu nálægð jökulsins og þar er einnig hótel og kaffihús.
Saga og menning
Búðakirkja
Búðakirkja er lítil svört timburkirkja sem heillar marga og fólk kemur víða að úr heiminum til að innsigla þar ást sína.
Náttúra
Malarrif
Árið 1917 var reistur 20 m hár járngrindarviti yst á Malarrifi, nálægt Lóndröngum á Snæfellsnesi. Árið 1946 var byggður nýr steinsteyptur viti í stað járngrindarvitans. Vitinn er 20,2 m hár sívalur turn. Fjórir stoðveggir eru upp með turninum. Í vitanum eru fimm steinsteypt milligólf með tréstiga milli hæða. Ágúst Pálsson arkitekt hannaði vitann.
Íbúðarhús fyrir vitavörð var reist við Malarrifsvita árið 1948 en Starfsmannafélag Siglingastofnunar Íslands fékk húsið til afnota árið 1999.
Malarrifsviti var friðaður árið 2003 ásamt sex örðum vitum þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti vitinn var reistur.
Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er á Malarrifi en þar eru starfandi landverðir sem veita upplýsingar og aðstoð. Gestastofan og salerni þar eru opin allt árið.
Náttúra
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull er 1446 m hár og hefur oft verið kallaður konungur íslenskra fjalla. Jökullinn sért Víða á landinu og njóta margir fegurðar hans í fallegu sólsetri. Sumir finna sterk áhrif frá jöklinum og telja að hann sé ein af sjö stærstu orkustöðvum jarðar. Sagt er frá því í Bárðar sögu Snæfellsáss að Bárður hafi gefist upp á samneyti við fólk og að lokum gengið í jökulinn Upp frá því er Bárður af sumum talinn verndari svæðisins. Þeim sem hyggja á ferðir á Snæfellsjökul er bent á að kynna sér vel aðstæður og ástand jökulsins. Bendum á að akstur vélknúinna ökutækja á jökli er háð leyfi þjóðgarðsvarðar. Óvönu fólki er bent á að ganga á jökulinn með leiðsögumanni en nokkur fyrirtæki bjóða uppá ferðir á Jökulinn.
Náttúra
Svalþúfa
Bílastæði er við Svalþúfu þar sem Þúfubjarg gengur þverhnýpt í sjó fram. Gönguleið er frá bílastæðinu upp á Þúfubjargið og þaðan niður af bjarginu, um hraunið framhjá Lóndröngum, sem eru tveir formfagrir basalt klettadrangar sem rísa úti við ströndina að Malarrifi þar sem Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er staðsett. Þetta er mjög falleg gönguleið þar sem margt er að sjá og skoða.
Náttúra
Stapafell
Stapafell er mænislaga móbergsfjall sem gengur suður úr undirhlíðum Snæfellsjökuls.
Það er 526 m hátt, bert og skríðurrunnið. Fellskross má finna efst á fjallinum, fornt helgitákn en fellið er talið bústaður dulvætta.
Náttúra
Arnarstapi
Á Arnarstapa var áður fyrr kaupstaður og mikið útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli.
Arnarstapi er vinsæll ferðamannastaður, þar er hótel, tjaldsvæði, gistihús og veitingastaðir. Þaðan er einnig boðið er upp á ferðir á Snæfellsjökul.
Ströndin milli Arnarstapa og Hellna er friðland síðan 1979. Gönguleiðin þar á milli er að hluta til gömul reiðgata.
Steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara setur mikinn svip á svæðið..
Smábátahöfnin var endurbætt árið 2002 og er í dag eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þaðan koma menn af ýmsum stöðum á landinu og gera út dagróðrabáta yfir sumartímann.
Náttúra
Lóndrangar
Óvenju formfagrir tveir basalt klettadrangar, fornir gígtappar, sem rísa úti við ströndina. Hærri drangurinn er 75 m og hinn minni 61 m.
Áður fyrr var útræði hjá Lóndröngum og sagt er að 12 skip hafi verið gerð þaðan út þegar mest var. Lendingin var fyrir austan hærri dranginn og heitir þar Drangsvogur.
Lundar og fílar verpa í brekkum ofan við bjargbrúnir.
Náttúra
Bjarnarfoss
Bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af hamrabrún fyrir neðan Mælifell ofan við Búðir. Fossinn ásamt stuðlabergshömrunum í kring er á Náttúruminjaskrá. Stórt bílastæði er fyrir neðan fossinn og góður göngustígur upp í brekkurnar undir fossinum. Áningastaðurinn við Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018.
Saga og menning
Viti - Malarrifsviti
Árið 1917 var reistur 20 m hár járngrindarviti yst á Malarrifi, nálægt Lóndröngum á Snæfellsnesi.
Árið 1946 var byggður nýr steinsteyptur viti í stað járngrindarvitans. Vitinn er 20,2 m hár sívalur turn. Fjórir stoðveggir eru upp með turninum. Í vitanum eru fimm steinsteypt milligólf með tréstiga milli hæða. Ágúst Pálsson arkitekt hannaði vitann.
Íbúðarhús fyrir vitavörð var reist við Malarrifsvita árið 1948 en Starfsmannafélag Siglingastofnunar Íslands fékk húsið til afnota árið 1999.
Malarrifsviti var friðaður árið 2003 ásamt sex örðum vitum þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti vitinn var reistur.
Upplýsingar eru meðal annars fengnar úr Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.
Handverk og hönnun
Gallerí Jökull
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöðin Þjóðgarðinum Snæfellsjökli (Svæðismiðstöð)
Handverk og hönnun
Útgerðin
Sýningar
Pakkhúsið
Aðrir
- Böðvarsholt
- 356 Snæfellsbær
- 867-4451
Veitingahús
Gistiheimili
Hótel Langaholt
Tjaldsvæði
Hótel Arnarstapi
Veitingahús
Sumarhús
Lýsuhóll-Snæhestar
Hótel
Hótel Búðir
Veitingahús
Veitingahúsið Hraun
Veitingahús
Fjöruhúsið
Aðrir
- Ólafsbraut 27
- 355 Ólafsvík
- 436-1012