Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Borgarnes Bed & Breakfast

Borgarnes B&B er gistiheimili með 8 tveggja manna herbergi á besta stað við sjávarsíðuna í gamla bænum í Borgarnesi.

Herbergin eru björt og rúmgóð og í öllum herbergjum er sjónvarp og ókeypis aðgangur að þráðlausu neti. Hægt er að fá lánuð barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina.

Tvö sameiginleg baðherbergi eru á hæðinni. Í báðum baðherbergjum er góð bað- og snyrtiaðstaða. Einnig er hægt að fá herbergi með baði.

Í sameiginlegri aðstöðu sem allir gestir hafa aðgang að er borðtölva (ókeypis aðgangur). Þar er líka hægt að fá lánaðar bækur, finna sér bæklinga við hæfi, skoða ferðaleiðir á landakortum og bera saman bækur sínar við aðra gesti.

Vel útbúin eldunaraðstaða er á hæðinni með öllum helstu nauðsynjum.

Einnig er hægt að taka allt húsið á leigu eða eina hæð.

Afþreying

Borgarnes B&B er staðsett í einnar mínútu göngufæri frá ströndinni í Englendingavík, en hún er mikilvægur hluti af verslunarsögu Borgarnesar og þar eru nokkur af elstu húsum bæjarins.

Jafn stutt frá er einn frægasti róló landsins, Bjössaróló, sem smíðaður var af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Á Bjössaróló eru leiktækin, náttúran og sjórinn í góðu jafnvægi.

Frá Borgarnes B&B er fimm mínútna ganga í Landnámssetur Íslands. Í Landnámssetrinu eru tvær sýningar, Landnámssýning sem fjallar um landnám Íslands og Egilssýning, sem segir frá einum litríkasta persónuleika landnámsaldar, Agli Skalla-Grímssyni. Í Landnámssetrinu veitingahús og kaffihús og þar eru haldnar margvíslegar uppákomur svo sem tónleikar, leiksýningar og fleira. Landnámssetrið er til húsa í tveimur af elstu húsum bæjarins við Brákarsund.

Fjöldi annarrar afþreyingar býðst í næsta nágrenni svo sem Ullarselið á Hvanneyri, Safnahús Borgafjarðar, auk margra fallegra náttúrustaða.

Borgarnes B&B er góður kostur fyrir þá sem vilja búa í rólegu umhverfi við sjóinn, en vilja líka hafa möguleika á að skella sér á kaffihús og söfn í aðeins 5 mínútna göngufæri.

Borgarnes Bed & Breakfast

Skúlagata 21

GPS punktar N64° 32' 16.389" W21° 55' 35.318"
Gisting 8 Herbergi / 16 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Almenningssími Opið allt árið Hestaferðir Fundaraðstaða Reykingar bannaðar Aðgengi hjólastóla með aðstoð Athyglisverður staður Athyglisverður staður Gönguleið Apótek Hjólbarðaverkstæði Útsýni með hringsjá Bifreiðaverkstæði Bensínstöð Kaffihús Veitingastaður Sundlaug Íþróttahús Aðgangur að interneti Þvottavél Golfvöllur Kjörbúð Bakarí Listasafn Pósthús Kirkja Ferðamannaverslun Heilsugæsla Tekið við greiðslukortum Leikvöllur Morgunverður eingöngu

Borgarnes Bed & Breakfast - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbbur Borgarness
Golfvellir
 • Hamar
 • 310 Borgarnes
 • 437-1663, 437-2000
Kimpfler ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Hrafnkelsstaðir
 • 311 Borgarnes
 • 896-3749, 893-3749
Hvítá travel
Ferðaskipuleggjendur
 • Þórólfsgata 12
 • 310 Borgarnes
 • 661-7173
Love Iceland ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Fálkaklettur 4
 • 310 Borgarnes
 • 666-8030
AuroraCity - Heart of West Iceland
Ferðaskipuleggjendur
 • Borgarbraut 61
 • 310 Borgarnes
 • 422-2210
Sæmundur Sigmundsson
Rútuferðir
 • Brákarbraut 20
 • 310 Borgarnes
 • 437-1333, 552-2202
Náttúra
7.58 km
Einkunnir

Einkunnir eru klettaborgir sem rísa upp úr mýrunum norðan Borgarness. Nafnið er fornt og kemur fyrirí Egilssögu. Fólkvangur í Einkunnum er um 270hektara svæði í landi Hamars. Markmið friðlýsingar Einkunna er að vernda jarðmyndanir og votlendi í þágu útvistar almennings, náttúruskoðunarog fræðslu.

Frekari upplýsingar um Einkunnirer að finna á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is

Sýnum gott fordæmi og göngum vel um landið. Spillum ekki gróðri eðajarðmyndunum og truflum ekki dýralíf. Ökum ekkiutan vega og notum merkta göngu- og reiðstíga.Kveikjum ekki eld á grónu landi og tökum allt sorpmeð okkur af svæðinu.

Náttúra
0.61 km
Skallagrímsgarður

Í hjarta Borgarness er þessi skrúðgarður sem er ein af perlum bæjarins. Þar er einn merkasti sögustaður Egilssögu en þar er Skallagrímur og Böðvar sonarsonur hans heygðir. Í dag er unaður að fara í sund í sundlaug bæjarins og slappa af í kyrrð og fegurð Skallagrímsgarðs á eftir, eða stoppa þar með nesti.

Fyrir börnin
0.69 km
Sundlaugin í Borgarnesi

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum en þar eru næg bílastæði enda vinsæll áfangastaður ferðalanga. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum. Verið velkomin í sund - Fjörið er hjá okkur.

Náttúra
0.02 km
Bjössaróló

Bjössaróló er stundum talið besta geymda leyndarmál Borgarness. Hann er neðarlega í bænum ekki langt frá Landnámssetrinu.

Hann var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Þessi snillingur hugsaði um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur.

Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Þar er fjaran sem upplagt er að heimsækja í leiðinni. Skammt undan er einnig Skallagrímsgarður þar sem margt minnir á söguhetjurnar Egil og Skallagrím.

Náttúra
22.48 km
Tröllafossar

Fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn á fjallatindinn, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.

Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.

Tröllagaður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gömguferð þar sem hægt er að kynnast perósnunum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.

Saga og menning
4.14 km
Borg á Mýrum

Borg á Mýrum er kirkjustaður og prestssetur. Þar bjó Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson, faðir Egils Skalla-Grímssonar og síðar Egill og margir ættmenn hans og niðjar, meðal annars bjó Snorri Sturluson þar um skeið.

Minnismerkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson var reist á Borg 1985.

Núverandi kirkja að Borg var reist 1880. Altaristafla kirkjunnar er eftir enska málarann W.G. Collingwood sem hann málaði eftir Íslandsferð sína 1897.

Náttúra
6.54 km
Hafnarfjall

Hafnarfjall tilheyrir fornri megineldstöð sem var virk fyrir 4 miljónum ára.

Hafnarfjall er 844 m hátt og skríðurunnið. Fjallsið er mestmegnis úr blágrýti en á norðuhlíð finnst ljósleit klettanef úr granófýri sem heitir Flyðrur.

Saga og menning
15.74 km
Hvanneyri

Hvanneyri er stórbýli frá landnámstíma. Fyrstur ábúanda þar er talinn hafa verið Grímur háleyski en Hvanneyri er hluti af landnámsjörð Egils Skallagrímssonar.

Landbúnaðarskóli Íslands á Hvanneyri er reistur á gömlum grunni öflugrar rannsóknarstofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Landbúnaðarháskólinn tók til starfa í upphafi árs 2005. Skólahald á sér annars langa sögu á Hvanneyri en búnaðarskóli var stofnaður þar 1889 og 1947 var stofnuð 1947. Aðalmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám.

Á staðnum er rekið eina Landbúnaðarsafn landsins auk þess sem þar má finna Ullarselið sem er einaf betri verslun landsins með ullar- og handverksvörur.

Í kringum Hvanneyri er verndarsvæði blesgæsar sem hefur viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust.

Náttúra
0.64 km
Brákarey

Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund.

Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, sem var ambátt á Borg og fóstra Egils Skallagrímssonar. Í Egils sögu segir að Skallagrímur Kveldúlfsson á Borg, faðir Egils, hafi banaði Þorgerði brák á Brákarsundi með steinkasti.
Frá bryggjunni í Brákarey er fallegt útsýni.

Náttúra
20.69 km
Skessuhorn

Skessuhorn er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar 967 metrar. Ganga upp á fjallið tekur um 5-6 tíma og nauðsynlegt að vera vel búinn.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík