Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Byggðasafn Dalamanna

Byggðasafn Dalamanna er staðsett í kjallara Laugaskóla, næst íþróttahúsinu.

Á safninu er margt fróðlegra muna allt frá saumnál að baðstofu.

Opnunartími Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
1. júní - 31. ágúst: 10:00-16:00 10:00-16:00 10:00-16:00
Á öðrum tímum er safnið opið í samráði við safnvörð. Hafið samband í netfangið safnamal@dalir.is.

3899_1___Selected.jpg
Byggðasafn Dalamanna

Laugar Sælingsdal

GPS punktar N65° 14' 45.753" W21° 48' 10.835"
Vefsíða www.dalir.is
Opnunartími 01/06 - 31/08
Þjónusta Opið á sumrin Athyglisverður staður
Flokkar Söfn , Sýningar

Byggðasafn Dalamanna - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Þórarinn Birgir Þórarinsson - Hestaleiga
Ferðaskipuleggjendur
 • Hvítidalur
 • 371 Búðardalur
 • 487-5331, 849-2725, 864-2163
Saga og menning
7.58 km
Hvammur í Dölum

Um 890 nam Auður djúpúðga Dalalönd frá Dögurðará í utanverðri Hvammsveit til Skraumuhlaupsár í Hörðudal.

Bústað sinn reisti hún í Hvammi og þar bjuggu ættingjar hennar um langan tíma.

Auður var kristin kona. Ættfaðir Sturlunga, Sturla Þórðarson (1115-1183) bjó í Hvammi. Hann var 9. ættliður frá Auði djúpúðgu. Þar fæddust synir hans Þórður, Sighvatur og Snorri.

Árni Magnússon prófessor og handritasafnari (1663-1730) ólst upp í Hvammi. Prestar voru löngum þaulsætnir í Hvammi. Frá því um siðaskipta til 1944 sátu staðinn aðeins 15 prestar.

Saga og menning
0.24 km
Laugar í Sælingsdal

Guðrún Ósvífursdóttir ein af aðalsöguhetjum Laxdælu er fædd og uppalin að Laugum.

Á Laugum er jarðhiti og var borað eftir heitu vatni 1964-1965. Öll hús á staðnum eru hituð upp með heitu vatni.

Yfirbyggð sundlaug byggð þar 1932. Heimavistarskólí var rekinn þar í mörg ár en nú er þar sumarhótel og skólabúðir á veturna.

Byggðasafn Dalamanna var opnað á Laugum 1977.

Nálægt Laugum er álfaborgin Tungustapi.

Náttúra
6.06 km
Krosshólaborg

Landnámskonan Auður djúpúðga nam land í Dalasýslu og reisti bæinn Hvamm.

Hún var kristin og segir sagan að hún hafi reist kross á Krosshólaborg og farið þangað til að biðja.

Kvenfélagskonur í Dölum reistu minnisvarða, steinkross um Auði djúpuðgu árið 1965. Við það tækifæri var útimessa við krossinn og mættu 600 manns.

Sumarið 2008 var sett upp söguskilti á staðnum.

Saga og menning
0.11 km
Guðrúnarlaug

Í Laxdælu er sagt frá því að Guðrún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á Laugum í Sælingsdal. Í Sturlungu er getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð.

Talið er að laugin hafi eyðilagst í skriðuhlaupi en árið 2009 var hlaðin ný laug í nágrenni þess þar sem sú eldri er talin hafa verið og nefnist hún Guðrúnarlaug. Þá var einnig hlaðið blygðunarhús þar sem hafa má fataskipti.

Laugin er opin allt árið og er frítt í hana.

Aðrir

Leifsbúð
Kaffihús
 • Leifsbúð
 • 370 Búðardalur
 • 434-1441, 823 0100

Aðrir

Veiðistaðurinn
Veitingahús
 • Vesturbraut 12a
 • 370 Búðardalur
 • 434-1110
Dalakot
Gistiheimili
 • Dalbraut 2
 • 370 Búðardalur
 • 434-1644
Leifsbúð
Kaffihús
 • Leifsbúð
 • 370 Búðardalur
 • 434-1441, 823 0100
Hótel Ljósaland
Gistiheimili
 • Saurbær
 • 371 Búðardalur
 • 776-4103, 776-4103

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík