Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Eiríksstaðir

Eirikur rauði og konan hans Þjóðhildur reistu sér bú að Eiríksstöðum í Haukadal eftir því sem segir í Eiríks sögu rauða. Þar er talið að Leifur heppni hafi fæðst.

Eiríkur var gerður útlægur af Íslandi fyrir víga sakir og leitaði þá landa í vestri. Fann hann land er hann nefndi Grænland. Þangað flutti hann með fjölskylduna seint á 10. öld og fjöldi fólks fylgdi honum.

Leifur kannaði Vínland undir lok 10. aldar, fyrstur Evrópubúa, um 500 árum á undan Kólumbusi. Leifur heppni er því meðal merkustu landkönnuða sögunnar.

Rústir Eiríksstaða voru kannaðar fyrir miðja síðustu öld og aftur 1997-1999. Kom þá í ljós skáli frá 10. öld og eru rústir hans sýnilegar. Skammt frá rústunum var reist tilgátuhús sem var vígt árið 2000, á 1000 ára afmæli landafunda Leifs í Ameríku. Við bygginguna var lögð áherslu á að styðjast við rústirnar, rannsóknir og fornt verklag.

Í tilgátuhúsinu er lifandi leiðsögn og fólk klætt að fornum sið fræðir gesti um lífshætti á 10. öld. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi eftir Nínu Sæmundsson.

Opið Virkir dagar: Laugardagar: Sunnudagar:
1. maí - 30. september: 10:00-15:00 10:00-15:00 10:00-15:00
Einnig opið eftir samkomulagi fyrir hópa á öðrum tímum.
Eiríksstaðir

Haukadalur

GPS punktar N65° 3' 55.523" W21° 32' 21.214"
Sími

8997111

Opnunartími 01/06 - 30/09
Þjónusta Áningarstaður Hundar leyfðir Aðgengi fyrir hreyfihamlaða Reykingar bannaðar Almenningssalerni Athyglisverður staður Athyglisverður staður Gönguleið Útsýni Handverk til sölu Tekið við greiðslukortum

2 fyrir 1 til 15. júní!

Á Eiríksstöðum ætlum við að bjóða 2 fyrir 1 tilboð til 15. júní af leiðsögn og heimsókn í bæ Eiríks rauða.  Komið og fáið að heyra af lífinu á 10. öldinni!

Tilboð

Helmings afsláttur fyrir þá sem mæta í víkingaklæðum!

Langar þig til að viðra þinn innri víking?

Ef þú átt einhverskonar víkingabúning, þá er rétti staðurinn til að nota hann á Eiríksstöðum.  Allir sem mæta í búning á Eiríksstaði í sumar fá helmings afslátt af leiðsögn í tilgátuhúsinu á Eiríksstöðum, þar sem hægt er að máta hjálm ög skjöld við búninginn.

Tilboð

Eiríksstaðir - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Náttúra
2.25 km
Jörfi

Á Jörfa stóð hin alræmda gleðisamkoma á hverju hausti á 17 öld. Hún var endanlega bönnuð árið 1708.

Saga og menning
20.37 km
Hjarðarholtskirkja í Laxárdal

Hjarðarholtskirkja er í Hjarðarholtsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Hún var reist 1904 og vígð sama ár. Hún er krosskirkja úr timbri með allháum ferstrendum turni, járnvarin. Rögnvaldur Ólafsson var húsameistari og kirkjan mun hafa verið prófverkefni hans. Hún er minnst þriggja krosskirknanna, sem hann teiknaði með gríska krossinn að fyrirmynd.

Kirkjunni hefur verið breytt nokkuð frá upprunalegri gerð, einkum að innan. Skírnarsárinn, gerður af Guðmundi Kristjánssyni, bónda og myndskera á Hörðubóli, er meðal margra góðra gripa hennar. Silfurskálin í honum var gjöf til kirkjunnar 1964.

Katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Jóhannesi skírara. Kirkjur, sem tilheyra Hjarðarholtsprestakalli eru Hjarðarholt, Kvennabrekka, Stóra-Vatnshorn og Snóksdalur.

Saga og menning
0.60 km
Eiríksstaðir

Eirikur rauði og konan hans Þjóðhildur reistu sér bú að Eiríksstöðum í Haukadal eftir því sem segir í Eiríks sögu rauða. Þar er talið að Leifur heppni og bræður hans séu fæddir.

Eiríkur var gerður útlægur af Íslandi fyrir víga sakir og leitaði þá landa í vestri. Fann hann land er hann nefndi Grænland. Þangað flutti hann með fjölskylduna árið 985 eða 986 og fjöldi fólks fylgdi honum.

Leifur kannaði Vínland árið 1000, fyrstur Evrópubúa, nær 500 árum á undan Kólumbusi. Leifur heppni er því meðal merkustu landkönnuða sögunnar. ´

Rústir Eiríksstaða voru kannaðar fyrir miðja síðustu öld og aftur 1997-1999. Kom þá í ljós skáli frá 10. öld og eru rústir hans sýnilegar. Skammt frá rústunum var reist tilgátu sem var vígt árið 2000, á 1000 ára afmæli landafunda Leifs í Ameríku. Við bygginguna var lögð áherslu á að styðjast við rústirnar, rannsóknir og fornt verklag.

Í bænum er lifandi starfsemir og fólk klætt að fornum sið fræðir gesti. Þá eru söguskilti á svæðinu og stytta af Leifi eftir Nínu Sæmundsson.

Aðrir

Veiðistaðurinn
Veitingahús
  • Vesturbraut 12a
  • 370 Búðardalur
  • 434-1110

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur