Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Glacier Tours Snæfellsjökull

Snæfelljökull Glacier Tours býður upp á snjótroðara- og vélsleðaferðir á Snæfellsjökul með móttöku gesta á Stóra-Kambi, 356 Snæfellsbæ.

Við bjóðum uppá ferðir daglega með snjótroðara frá byrjun maí til enda ágúst. Brottfarir eru klukkan 12:00 og 15:00.

Ferðin er u.þ.b. 2,5 klst í heildina. Frá Stóra-Kambi ferjum við gestina okkar með rútum upp að jöklinum, þaðan er farið með snjótroðaranum upp á topp Snæfellsjökuls. Þar stoppum við í u.þ.b. 20 mínútur áður en farið er aftur niður.

Ath. Við þurfum að lágmarki 6 manns í heildina til þess að ferðirnar verði, annars gætum við þurft að aflýsa eða breyta ferð.

Einnig munum við bjóða uppá vélsleðaferðir í maí og júní, jafnvel lengur ef færð leyfir. Brottfarir eru klukkan 9:00.

Glacier Tours Snæfellsjökull

Stóra-Kambi

GPS punktar N64° 49' 15.099" W23° 33' 21.572"
Sími

865-0061

Glacier Tours Snæfellsjökull - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík