Flýtilyklar
Guðlaug náttúrulaug
Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi. Guðlaug er á þremur hæðum en þriðja hæðin næst áhorfendastúku er útsýnispallur, þar undir á annarri hæð er heit setlaug og sturtur ásamt tækjarými og á fyrstu hæð er grunn vaðlaug. Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á mill bakkans og fjörunnar. Guðlaug er skilgreind sem náttúrulaug/afþreyingarlaug sem er opin allt árið um kring. Laugin er gjaldfrjáls og eru búningsklefar á staðnum.
Vatnið í Guðlaug, sem og í Jaðarsbakkalaug, kemur úr einum vatnsmesta hver í Evrópu, Deildartunguhver.
Opnunartímar á facebooksíðu Guðlaugar
Langisandur
Guðlaug náttúrulaug - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands