Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Guðlaug náttúrulaug

Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi. Guðlaug er á þremur hæðum en þriðja hæðin næst áhorfendastúku er útsýnispallur, þar undir á annarri hæð er heit setlaug og sturtur ásamt tækjarými og á fyrstu hæð er grunn vaðlaug. Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á mill bakkans og fjörunnar. Guðlaug er skilgreind sem náttúrulaug/afþreyingarlaug sem er opin allt árið um kring. Laugin er gjaldfrjáls og eru búningsklefar á staðnum.

Vatnið í Guðlaug, sem og í Jaðarsbakkalaug, kemur úr einum vatnsmesta hver í Evrópu, Deildartunguhver.

Opnunartímar á facebooksíðu Guðlaugar

Guðlaug náttúrulaug

Langisandur

GPS punktar N64° 19' 4.174" W22° 3' 53.276"
Opnunartími Allt árið

Guðlaug náttúrulaug - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Nordic Lodges Brekka
Sumarhús
  • Birkihlíð 34, í landi Kalastaða
  • 301 Akranes
  • 897-3015
Saga og menning
1.10 km
Viti - Krossvíkurviti

Krossvíkurviti var reistur árið 1937. Vitinn er ferstrent steinsteypt hús, 3 m á hæð með viðbyggðu anddyri. Svalir eru yfir anddyri og hluta hliðarveggja.

Benedikt Jónasson verkfræðingur teiknaði innsiglingarvita fyrir Akraneshöfn 1934 en Axel Sveinsson verkfræðingur breytti lítillega út frá uppphaflegri teikningu þegar vitinn var reistur

Krossvíkurviti var lagður niður sem hafnarviti árið 1986 og breytt í fremra leiðarljós sem markar innsiglinguna inn í höfnina og er leiðarljósið ofan á vitanum.

Axel Sveinsson gerði tillögu að nýjum innsiglingarvita fyrir Akranes árið 1955 ekkert varð að þeim áformum en í staðinn var byggður turn eftir þeirri teikningu að Görðum á Akranesi.

Upplýsingar fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur