Flýtilyklar
Gistiheimilið Milli Vina
Gistiheimilið, Milli vina, er staðsett í afslappandi og rólegu umhverfi á Hvítárbakka í Borgarfirði sem er um það bil 90 km frá Reykjavík.
Gistiheimilið býður upp á 6 herbergi ásamt aðgengi að stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi, tveimur baðherbergjum og eldhúsi. Einnig eru tveir tvíbreiðir svefnsófar í stofunni. Umhverfis húsið er fallegur garður og heitur pottur með náttúrulegu, heitu vatni beint úr Deildatunguhver.
Hægt er að leigja allt húsið í heild sinni eða hvert herbergi fyrir sig. Húsið rúmar allt að 15 manns.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Hvítárbakki 3
Gistiheimilið Milli Vina - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Gistiheimili
Sýningar
Brugghús Steðja
Gistiheimili
Country Hótel Fossatún
Dagsferðir
Fjeldstedhestar.is
Vetrarafþreying
Landbúnaðarsafn Íslands
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Sumarhús
Oddsstaðir
Tjaldsvæði
Hverinn
Sundlaugar
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum
Aðrir
- Nes, Reykholtsdal
- 311 Borgarnes
- 435-1472, 893-3889
- Litla Drageyri
- 311 Borgarnes
- 697-9139
- Breiðabólstaður
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 897-9323
Náttúra
Tröllafossar
Fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn á fjallatindinn, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.
Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.
Tröllagaður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gömguferð þar sem hægt er að kynnast perósnunum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.
Saga og menning
Hvanneyri
Hvanneyri er stórbýli frá landnámstíma. Fyrstur ábúanda þar er talinn hafa verið Grímur háleyski en Hvanneyri er hluti af landnámsjörð Egils Skallagrímssonar.
Landbúnaðarskóli Íslands á Hvanneyri er reistur á gömlum grunni öflugrar rannsóknarstofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Landbúnaðarháskólinn tók til starfa í upphafi árs 2005. Skólahald á sér annars langa sögu á Hvanneyri en búnaðarskóli var stofnaður þar 1889 og 1947 var stofnuð 1947. Aðalmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám.
Á staðnum er rekið eina Landbúnaðarsafn landsins auk þess sem þar má finna Ullarselið sem er einaf betri verslun landsins með ullar- og handverksvörur.
Í kringum Hvanneyri er verndarsvæði blesgæsar sem hefur viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust.
Náttúra
Skorradalur
Skorradalur er syðstur Borgarfjarðardala. Skorradalsvatn fyllir upp mestan hluta dalsins en undirlendið vestan þess er breitt og mýrlent. Lítið er þar um hefðbundinn búskap í dag en sumarbústöðum fer fjölgandi og skóglendi stækkar ár frá ári. Fitjar eru inns í dalnum (Hvanneyrarprestakall) og skógræktin að Stálpastöðum er í honum norðanverðum þar sem finna má fallegar gönguleiðir. Tjaldsvæðið Selsskógi er gróður- og skjólsælt tjaldsvæði rétt við Skorradalsvatn.
Saga og menning
Reykholt í Borgarfirði
Reykholt er einn merkasti sögustaður landsins. Frægast er Reykholt vegna búsetu Snorra Sturlusonar 1206-1241.
Í Reykholti er forn laug Snorralaug þar sem Snorri er talin hafa setið og hvílt sig frá skriftum.
Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra. Öflugt tónlistarlíf er í Reykholtskirkju. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Reykholtshátíð er tónlistarhátíð sem haldin er í lok júlí ár hvert.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykholts www.snorrastofa.is
Eitt hótel er í Reykholti sjá frekari upplýsingar hér.
Náttúra
Deildartunguhver
Deildartunguhver í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness.
Náttúra
Stálpastaðaskógur
Stálpastaðaskógur er samnefndir 345 ha eyðijörð í Skorradal. Jörðin hefur verið í eigu Skógræktar Ríkisins frá 1951. Stálpastaðaskógur er fyrst og fermst dæmigerður timburskógur og hefur mikið fræðslugildi um ýmis atriði varðandi timburframleiðslu úr sitkagreni hér á Íslandi. Við stíga í þjóðskógum er að finna staura með símanúmerum. Þegar gengið er fram á slíkan staur er upplagt að taka upp símann, hringja í númerið sem gefið er upp á staurnum og hlusta á skemmtilega fróðleiksmola um skóginn lesna fyrir sig.
Handverk og hönnun
Ullarselið á Hvanneyri
Vetrarafþreying
Landbúnaðarsafn Íslands
Sýningar
Brugghús Steðja
Gistiheimili
Upplýsingamiðstöðvar
Snorrastofa Reykholti
Gistiheimili
Guesthouse Hvítá
Veitingahús
Rock´n´Troll Kaffi
Gistiheimili
Country Hótel Fossatún
Hótel
Fosshótel Reykholt
Tjaldsvæði
Hverinn
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Gistiheimili
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Aðrir
- Hvanneyrartorfa
- 311 Borgarnes
- 8213538
- Grímsstaðir 2
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 858-2133
- Flókadalur
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 696-1544, 435-1565