Flýtilyklar
Húsafell tjaldstæði
Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir.
Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Rafmagnstenglar eru á u.þ.b. 70 stæðum og þarf tengi skv. evrópskum stöðlum. Salerni, sturta, heitt og kalt vatn, þvottaaðstöðu, eldhúsaðstaða auk gistináttaskattur er innifalið í tjaldstæðagjaldi.
Varðeldur er á laugardagskvöldum yfir hásumarið.
Einnig eru tjaldstæði á fallegum stað í Reyðafellsskógi um 2 km. frá Þjónustumiðstöðinni.
Verð 2019
Gestir á tjaldsvæði skulu ávallt skrá komu sína og greiða gistigjald við komu.
Húsafellsskógur tjaldstæði: | ||
Fullorðnir / Börn (7-17ára) | 1 nótt | 1.500 / 800 kr. |
Fullorðnir / Börn | +2 nætur | 1.300 / 600kr. |
Rafmagn | 1.100 nóttin | |
Tjaldgjald á sólarhring | 400 nóttin | |
Sumarstæði | 69.000 kr. | |
Rafmagn fyrir sumarstæði | 40.000 kr. |
Vallarsvæði 0g Reyðarfellsskógur
Fullorðnir / Börn (7-17ára) | 1 nótt | 1.100 / 600 kr. |
Fullorðnir / Börn | +2 nætur | 800 / 500 kr. |
Tjaldgjald á sólarhring | 400 nóttin |
Húsafell
Húsafell tjaldstæði - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands