Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hverinn

Veitingar

Veitingastaður Hversins tekur allt að 100 manns í sæti og er því tilvalinn fyrir stóra og litla hópa. Boðið er upp á fjölbreytt úrval af fisk, kjöt og grænmetisréttum ásamt heimabökuðu bakkelsi. Grænmetissúpurnar s.s. súpa hússins Hverasúpan eru mjög vinsælar en þær eru matarmiklar og eru eldaðar frá grunni. Einnig er boðið upp á steiktan fisk t.d. þorsk, ýsu, rauðsprettu eða steinbít allt eftir kenjum kokksins hvað er í boði hverju sinni. Kjötsúpan hefur fengið góðar undirtektir, uppfull af kjöti og marvíslegu grænmeti. Ekki má heldur gleyma að nefna salat hússins Hverasalat en uppistaðan í því er ferskt salat og fjölbreytt úrval grænmetis s.s. paprikur, tómatar og gúrkur beint úr gróðurhúsinu. Við notum ferskt hráefni og grænmetið ræktum við sjálf á lífrænan hátt í gróðurhúsunum okkar eða kaupum úr héraði.

Verslun

Smáverslun er á staðnum þar sem hægt er að nálgast helstu nauðsynjar s.s. hreinlætisvörur, mjólkurvörur, kex, osta, sælgæti og gos, krap og ís bæði úr vél og frosinn. Einnig er Beint frá býli horn þar sem hægt er að kaupa lífrænt grænmeti beint úr gróðurhúsunum, handverk og ullarvörur eins og lopapeysur, sjöl og ponsjo. Hverinn er aðili að samtökunum Beint frá býli.

Tjaldsvæðið

Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu. Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti 150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla.

Hobbitahús

Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum "hobbitahúsum" sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti.

Gistiheimilið

v Íbúð A, uppbúin rúm, hjónarúm og koja samtals fyrir 4 einstaklinga, eitt herbergi , eldhús, stofa og hreinlætisaðstaða með sturtu.

v Íbúð B, uppbúin rúm, fjögur einstaklingsrúm, samtals fyrir 4 einstaklinga, tvö herbergi , eldhús, stofa og hreinlætisaðstaða með sturtu.

v Eitt 3ja manna herbergi, uppbúin rúm, 3 einstaklingsrúm, hreinlætisaðstaða með sturtu.

v Fjögur tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi með sturtu, uppbúin rúm, 2 einstaklingsrúm í hverju herbergi.

Aðgangur er að útigrilli og heitum potti á verönd.

Samtals 19 svefnpláss.

Hverinn

Kleppjárnsreykir

GPS punktar N64° 39' 20.133" W21° 24' 8.997"
Vefsíða www.hverinn.is
Gisting 5 Herbergi / 19 Rúm / 2 Íbúðir
Opnunartími 01/04 - 30/09
Þjónusta Opið á sumrin Aðgengi fyrir hjólastóla Almenningssalerni Heimilisveitingar Hótel / gistiheimili Kaffihús Veitingastaður Tjaldsvæði Hjólhýsasvæði Sundlaug Þvottavél Sturta Golfvöllur Gróðurhús Tekið við greiðslukortum

Hverinn - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Visiting HorseFarm
Hestaafþreying
  • Sturlu-Reykjum II
  • 320 Reykholt í Borgarfirði
  • 691-0280
Ólafur Flosason
Ferðaskrifstofur
  • Breiðabólstaður
  • 320 Reykholt í Borgarfirði
  • 897-9323
Náttúra
23.91 km
Barnafoss

foss í Hvítá, í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa. Þar er steinbogi yfir ána, en engum er ráðlagt að reyna að fara yfir hann. Sagnir eru um annan steinboga á ánni á þessum stað sem nú er horfinn. Bogarnir neðan fossins hurfu á sjötta og sjöunda áratugnum, en boginn á gömlu fossbrúninni er alltaf þurr nema í flóðum. sjálf fossbrúnin er komin tugum metrum ofar en áður og er nú iðuflaumur þar sem áður var aðalafossinn. Erfið aðkoma er að steinboganum sem hefur alltaf heillað ofurhuga og stökk þar yfir aðkomumaður um miðja síðustu öld og síðast varð þar banaslys árið 1984. Til eru heimildir fyrir því að fossinn hafi áður verið nefndur Bjarnafoss. Svæðið var friðlýst árið 1987.Sagan segir að steinbogi af náttúrunnar hendi hafi áður fyrr þjónað sem brú yfir Hvítá. En á jólum, endur fyrir löngu, hélt heimilisfólk í Hraunsási til kirkju á Gilsbakka í Hvítársíðu, sem er bær hinum megin við fossinn. Tveir ungir strákar voru skildir eftir á Hraunsási. Þeim leiddist og veittu heimilisfólkinu eftirför. Er þeir komu á steinbogann litu þeir niður, misstu jafnvægið og féllu í ána. Eftir það lét húsfrúin að Hraunsási höggva bogann niður.

Náttúra
11.80 km
Tröllafossar

Fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn á fjallatindinn, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.

Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.

Tröllagaður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gömguferð þar sem hægt er að kynnast perósnunum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.

Saga og menning
6.17 km
Reykholt í Borgarfirði

Reykholt er einn merkasti sögustaður landsins. Frægast er Reykholt vegna búsetu Snorra Sturlusonar 1206-1241.

Í Reykholti er forn laug Snorralaug þar sem Snorri er talin hafa setið og hvílt sig frá skriftum.

Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra. Öflugt tónlistarlíf er í Reykholtskirkju. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Reykholtshátíð er tónlistarhátíð sem haldin er í lok júlí ár hvert.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykholts www.snorrastofa.is


Eitt hótel er í Reykholti sjá frekari upplýsingar hér.

Saga og menning
23.66 km
Hvanneyri

Hvanneyri er stórbýli frá landnámstíma. Fyrstur ábúanda þar er talinn hafa verið Grímur háleyski en Hvanneyri er hluti af landnámsjörð Egils Skallagrímssonar.

Landbúnaðarskóli Íslands á Hvanneyri er reistur á gömlum grunni öflugrar rannsóknarstofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Landbúnaðarháskólinn tók til starfa í upphafi árs 2005. Skólahald á sér annars langa sögu á Hvanneyri en búnaðarskóli var stofnaður þar 1889 og 1947 var stofnuð 1947. Aðalmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám.

Á staðnum er rekið eina Landbúnaðarsafn landsins auk þess sem þar má finna Ullarselið sem er einaf betri verslun landsins með ullar- og handverksvörur.

Í kringum Hvanneyri er verndarsvæði blesgæsar sem hefur viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust.

Náttúra
2.78 km
Deildartunguhver

Deildartunguhver í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness.

Fyrir börnin
11.79 km
Tröllaganga

Tröllasögur
Staðarhaldari Steinar Berg hefur skrifað nokkrar tröllasögur sem eru myndskreyttar af Brian Pilkington. Bækurnar er fáanlegar á tilboðsverði og áritaðar á staðnum.

Tröllagöngu
Gönguleiðir með skiltum og upplýsingum og myndum af tröllum. Gestir geta farið í tröllagöngu í fallegri náttúru meðfram bökkum Grímsá.

Náttúra
23.88 km
Hraunfossar

Ein allra fegursta náttúruperla landsins. Ótal fossar sem spretta úr hraunjaðrinum og falla í Hvítá.

Hraunfossar, Barnafoss og næsta nágrenni voru friðlýst 1987.

Bílastæði eru við Hraunfossa og veitingasala er þar yfir sumarmánuðina.

Frá bílastæðinu er gönguleið að útsýnispalli þaðan sem fossarnir sjást vel.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík