Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Gufuá

Harmony sem á íslensku þýðir Samspil er regnhlífarhugtak yfir fjölbreytta starfsemi okkar - Benna Líndals og Siggu Ævars.
Harmony gengur út á ákveðna hugmyndafræði gagnvart móður jörð, manneskjunni, dýrahaldi, list, menningu og lífinu almennt - samspili fólks við hvert annað, umhverfi og náttúru.

Við bjóðum uppá allskyns vörur og þjónustu fyrir hestafólk. Þar að auki þrennskonar upplifanir/afþreygingu í anda Slow Travel fyrir fólk sem langar að koma í stutta heimsókn á sveitabæ og kynnast búsmalanum, fólkinu sem þar býr og landinu.

Vörðuð söguganga - Sögustund á vörðu-göngu
Við þræðum leið milli varða sem staðið hafa á útsýnisstöðum um langa hríð og merkt slóð vegfarenda milli bæja og vísað veginn innan héraðs. Við lofum skemmtilegri, lærdómsríkri og áhugaverðri göngu um landnámsjörðina Gufuá í Borgarbyggð.
Þetta er tveggja klst. löng söguganga með endastöð í gömlum fjárhúsum þar sem kíkt verður á búsmalann. Lesa meira

Valin til forystu - Heimsókn í forystu-fjárhús
Að hitta í návígi og kynnast forystufé - sem er einstök skepna, nýlega skilgreind sem sérstakt kyn innan íslenska sauðfjárstofnsins. Í stuttri heimsókn gefst fólki kostur á að kynnast þessari skepnu nánar, sérkennum hennar og sögu, horfa á og snerta. Einstakt tækifæri til að taka myndir og eignast fallegar minningar. Lesa meira

Geitalabb í góðum fíling
Göngutúr undir leiðslögn með geithöfrunum Gandálfi, Fjalari, Kjalari, Óra og Nóra í ósnortinni náttúru jarðarinnar Gufuár. Gangan er skemmtileg, hressandi og afslappandi - allt á sama tíma. Gönguferðin byrjar við fjárhúsin á Gufuá og liggur eftir stíg þaðan út í birkivaxna útjörð jarðarinnar. Hver ganga tekur um 1,5 klukkustund frá upphafi heimsóknar þar til henni er lokið. Lesa meira

Gufuá

Gufuá

GPS punktar N64° 37' 38.269" W21° 48' 42.516"
Vefsíða www.inharmony.is
Opnunartími 01/06 - 31/10

Gufuá - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Coldspot ehf.
Dagsferðir
 • Lóuflöt 8
 • 311 Borgarnes
 • 869-1033
Sæmundur Sigmundsson
Rútuferðir
 • Brákarbraut 20
 • 310 Borgarnes
 • 437-1333, 552-2202
Golfklúbbur Borgarness
Golfvellir
 • Hamar
 • 310 Borgarnes
 • 437-1663, 437-2000
Kimpfler ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Hrafnkelsstaðir
 • 311 Borgarnes
 • 896-3749, 893-3749
Hawk The Beard Tours
Dagsferðir
 • Sóltún 4
 • 311 Borgarnes
 • 845-3637
Iceland By Horse
Ferðasali dagsferða
 • Litla Drageyri
 • 311 Borgarnes
 • 697-9139
Litla Leyndarmálið
Ferðasali dagsferða
 • Kveldúlfsgata 22
 • 310 Borgarnes
 • 6980075

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur