Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kría Guesthouse

Kría Guesthouse er gistiheimili í hjarta Borgarness þar sem boðið er upp á þægilega gistimöguleika á góðu verði. Gistiheimilið er staðsett á litlum tanga við Borgarvog, sem jafnan er nefndur Dílatangi. Útsýnið frá gistiheimilinu er einstakt - tignarlegt Hafnarfjallið á aðra hönd og útsýni yfir Mýrarnar, Snæfellsnesið og Snæfellsjökul. Fuglalíf er fjölskrúðugt á leirunum fyrir neðan húsið og möguleikarnir á fuglaskoðun því einstakir. Þó gistiheimilið sé staðsett á afviknum stað, í enda rólegrar botnlangagötu, er stutt í alla þá þjónustu sem Borgarnes hefur upp á að bjóða. Í aðeins um 500 m fjarlægð er lítill verslunarkjarni þar sem finna má matvöruverslun, apótek og ýmsar sérverslanir. Örlítið lengra í burtu, eða við Borgarfjarðarbrúna, má finna bakarí, kaffihús og aðrar verslanir. Í aðeins 10 mínútna göngufæri er glæsileg útisundlaug Borgnesinga, Skallagrímsgarður, Borgarneskirkja, Landnámssetrið, og ýmis listagallerý.

Kría guesthouse býður upp á tvö rúmgóð herbergi sem henta vel fyrir einstaklinga, pör, og fjölskyldur. Bæði herbergin eru með nýjum, uppábúnum rúmum; einbreiðum eða tvíbreiðum. Það eru handlaugar inni á báðum herbergjum, ásamt hárblásurum. Ungir ferðalangar eru að sjálfsögðu velkomnir og hægt er að útvega barnastóla og barnarúm.

Kría Sumarhús eru í landi Skeljabrekku, undir hinu tignarlega Brekkufjalli í Andakíl. Sumarhúsin eru staðsett við veg 50, aðeins 6 km sunnan við Borgarnes. Þetta er tilvalinn staður að dvelja á í nokkra daga, margir vinsælir ferðamannastaðir eru í stuttu akstursfæri - td er góð dagleið að aka að Deildatunguhver, Barnafossum og Húsafelli, Hvalfjörð, og Akranes eða á Snæfellsnes. Sumarhúsin eru staðsett við Andakílsá. Þar er fjölskrúðugt fuglalíf, til dæmis er þar eitt stærsta varp Brandanda (Tadorna tadorna) á Íslandi. Frá sumarhúsunum er frábært útsýni yfir Hvanneyri og nærliggjandi sveitir, til Snæfellsjökuls, Vesturfjalla og Baulu - drottningu borgfirskra fjalla. Sólsetur er þar ægifagurt og ekki síðri norðurljós að vetrarlagi.

Hús 1 er 60 m2; þar eru 2 svefnherbergi með 120 cm rúmi í hvoru herbergi, stofa með 140 cm svefnsófa, borðstofa og rúmgott eldhús með borðbúnaði og öllum áhöldum, eldavél og bakaraofni. Sturta og klósett eru í tveimur aðskildum herbergjum, sem er hentugt ef margir gestir eru í húsinu.

Hús 2 er 12 m2 og þar er svefnrými fyrir allt að þrjá; 120 cm svefnsófi og efri koja. Þar er einnig salerni og handlaug.

Hús 3 er 40m2. Gistirými fyrir 5 - tvíbreitt rúm, efri koja og svefnsófi í stofu. Aðgengi fyrir fatlaða.

Húsin eru leigð út að lágmarki 2 nætur og með uppábúnum rúmum og handklæðum.

Kría Guesthouse

Kveldúlfsgata 27

GPS punktar N64° 32' 48.827" W21° 55' 0.496"
Sími

845-4126

Gisting 2 Herbergi / 6 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Hárgreiðslustofa Opið allt árið Aðgengi fyrir hreyfihamlaða Reykingar bannaðar Aðgengi fyrir hjólastóla Apótek Hjólbarðaverkstæði Hótel / gistiheimili Bensínstöð Kaffihús Upplýsingamiðstöð Sundlaug Íþróttahús Aðgangur að interneti Lögregla Heitur pottur Golfvöllur Kjörbúð Bakarí Pósthús Handverk til sölu Hraðbanki Banki Bókasafn Heilsugæsla Tekið við greiðslukortum Morgunverður eingöngu

Kría Guesthouse - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbbur Borgarness
Golfvellir
 • Hamar
 • 310 Borgarnes
 • 437-1663, 437-2000
Kimpfler ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Hrafnkelsstaðir
 • 311 Borgarnes
 • 896-3749, 893-3749
AuroraCity - Heart of West Iceland
Ferðaskipuleggjendur
 • Borgarbraut 61
 • 310 Borgarnes
 • 422-2210
Love Iceland ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Fálkaklettur 4
 • 310 Borgarnes
 • 666-8030
Hvítá travel
Ferðaskipuleggjendur
 • Þórólfsgata 12
 • 310 Borgarnes
 • 661-7173
Sæmundur Sigmundsson
Rútuferðir
 • Brákarbraut 20
 • 310 Borgarnes
 • 437-1333, 552-2202
Náttúra
1.08 km
Skallagrímsgarður

Í hjarta Borgarness er þessi skrúðgarður sem er ein af perlum bæjarins. Þar er einn merkasti sögustaður Egilssögu en þar er Skallagrímur og Böðvar sonarsonur hans heygðir. Í dag er unaður að fara í sund í sundlaug bæjarins og slappa af í kyrrð og fegurð Skallagrímsgarðs á eftir, eða stoppa þar með nesti.

Náttúra
21.73 km
Tröllafossar

Fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn á fjallatindinn, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.

Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.

Tröllagaður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gömguferð þar sem hægt er að kynnast perósnunum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.

Fyrir börnin
1.00 km
Sundlaugin í Borgarnesi

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum en þar eru næg bílastæði enda vinsæll áfangastaður ferðalanga. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum. Verið velkomin í sund - Fjörið er hjá okkur.

Náttúra
1.77 km
Bjössaróló

Bjössaróló er stundum talið besta geymda leyndarmál Borgarness. Hann er neðarlega í bænum ekki langt frá Landnámssetrinu.

Hann var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Þessi snillingur hugsaði um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur.

Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Þar er fjaran sem upplagt er að heimsækja í leiðinni. Skammt undan er einnig Skallagrímsgarður þar sem margt minnir á söguhetjurnar Egil og Skallagrím.

Saga og menning
14.99 km
Hvanneyri

Hvanneyri er stórbýli frá landnámstíma. Fyrstur ábúanda þar er talinn hafa verið Grímur háleyski en Hvanneyri er hluti af landnámsjörð Egils Skallagrímssonar.

Landbúnaðarskóli Íslands á Hvanneyri er reistur á gömlum grunni öflugrar rannsóknarstofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Landbúnaðarháskólinn tók til starfa í upphafi árs 2005. Skólahald á sér annars langa sögu á Hvanneyri en búnaðarskóli var stofnaður þar 1889 og 1947 var stofnuð 1947. Aðalmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám.

Á staðnum er rekið eina Landbúnaðarsafn landsins auk þess sem þar má finna Ullarselið sem er einaf betri verslun landsins með ullar- og handverksvörur.

Í kringum Hvanneyri er verndarsvæði blesgæsar sem hefur viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust.

Fyrir börnin
21.67 km
Tröllaganga

Tröllasögur
Staðarhaldari Steinar Berg hefur skrifað nokkrar tröllasögur sem eru myndskreyttar af Brian Pilkington. Bækurnar er fáanlegar á tilboðsverði og áritaðar á staðnum.

Tröllagöngu
Gönguleiðir með skiltum og upplýsingum og myndum af tröllum. Gestir geta farið í tröllagöngu í fallegri náttúru meðfram bökkum Grímsá.

Náttúra
19.93 km
Skessuhorn

Skessuhorn er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar 967 metrar. Ganga upp á fjallið tekur um 5-6 tíma og nauðsynlegt að vera vel búinn.

Náttúra
1.84 km
Brákarey

Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund.

Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, sem var ambátt á Borg og fóstra Egils Skallagrímssonar. Í Egils sögu segir að Skallagrímur Kveldúlfsson á Borg, faðir Egils, hafi banaði Þorgerði brák á Brákarsundi með steinkasti.
Frá bryggjunni í Brákarey er fallegt útsýni.

Náttúra
6.40 km
Einkunnir

Einkunnir eru klettaborgir sem rísa upp úr mýrunum norðan Borgarness. Nafnið er fornt og kemur fyrirí Egilssögu. Fólkvangur í Einkunnum er um 270hektara svæði í landi Hamars. Markmið friðlýsingar Einkunna er að vernda jarðmyndanir og votlendi í þágu útvistar almennings, náttúruskoðunarog fræðslu.

Frekari upplýsingar um Einkunnirer að finna á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is

Sýnum gott fordæmi og göngum vel um landið. Spillum ekki gróðri eðajarðmyndunum og truflum ekki dýralíf. Ökum ekkiutan vega og notum merkta göngu- og reiðstíga.Kveikjum ekki eld á grónu landi og tökum allt sorpmeð okkur af svæðinu.

Saga og menning
2.96 km
Borg á Mýrum

Borg á Mýrum er kirkjustaður og prestssetur. Þar bjó Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson, faðir Egils Skalla-Grímssonar og síðar Egill og margir ættmenn hans og niðjar, meðal annars bjó Snorri Sturluson þar um skeið.

Minnismerkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson var reist á Borg 1985.

Núverandi kirkja að Borg var reist 1880. Altaristafla kirkjunnar er eftir enska málarann W.G. Collingwood sem hann málaði eftir Íslandsferð sína 1897.

Náttúra
5.79 km
Hafnarfjall

Hafnarfjall tilheyrir fornri megineldstöð sem var virk fyrir 4 miljónum ára.

Hafnarfjall er 844 m hátt og skríðurunnið. Fjallsið er mestmegnis úr blágrýti en á norðuhlíð finnst ljósleit klettanef úr granófýri sem heitir Flyðrur.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík