Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Lava Water Gisting

Lava Water býður upp á gistingu á sveitabænum Miðhrauni 2 og Lynghaga, staðsett á sunnanverðu Snæfellsnesi. Um er að ræða 6 tegundir gistirýma fyrir samtals 51 manns sem allar bjóða upp á vel búið eldhús, uppábúin rúm, handklæði og frítt WiFi. Tilvalið fyrir bæði einstaklinga og hópa. Hægt er að panta morgunverðarbakka og eins geta hópar 10+ fengið tilboð í morgunmat sem framreiddur er á svæðinu.

Lava Water er góður kostur fyrir þá sem vilja getað eldað sér sjálfir, upplifað kyrrðina í sveitinni og skoðað Snæfellsnesið. Áhugasamir göngugarpar geta jafnvel gengið á fjöll frá Miðhrauni, t.d. Ljósufjöll og Rauðukúlu eða tekið styttri göngur um hraunið sem bærinn hlýtur nafnið af (ekki eru merktar gönguleiðir).

Leikvöllur er á svæðinu með stóru trampolini sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.

Á bænum er rekið lítið lífrænt sauðfjárbú með u.þ.bþ 80 kindum. Einnig eru hér hundar, hænur og hestar.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Lava Water Gisting

Miðhraun 2

GPS punktar N64° 51' 40.068" W22° 39' 59.876"
Sími

893-3333

Vefsíða www.lavawater.is
Opnunartími Allt árið
Flokkar Gistiheimili

Lava Water Gisting - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Sögufylgja
Gönguferðir
  • Álftavatn
  • 356 Snæfellsbær
  • 848-2339
Þórunn Hilma Svavarsdóttir
Gönguferðir
  • Neðri-Hóll
  • 356 Snæfellsbær
  • 893-5240
Náttúra
9.07 km
Löngufjörur

Ljósar skeljasandsfjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi sem eru vinsælar til útreiða. Varasamt að fara um nema með leiðsögn.

Náttúra
24.54 km
Ytri Tunga

Fjaran við bæinn Ytri-Tungu er tilvalinn staður til að skoða seli. Besti tíminn til selaskoðunar er í júní og júlí.

Saga og menning
19.40 km
Staðastaður

Staðastaður er prestsetur og þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur fyrir ritun sína á Íslendingabók, sem er elsta og eitt merkasta sagnfræðirit Íslendingasögunnar. Minnisvarði um Ara fróða eftir Ragnar Kjartansson stendur skammt frá kirkjunni.Núverandi kirkja er steinsteypt reist á árunum 1942- 1945.

Sögusviðið í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness er að nokkru leiti komið til á Staðastað.

Náttúra
17.82 km
Ölkelda

Við bæinn Ölkeldu er laug þar sem koldíoxíð (CO2) kemur upp með grunnvatninu. Hægt er að smakka á ölkelduvatninu.

Náttúra
17.64 km
Gerðuberg

Mikilfenglegt stuðlaberg. Undir berginu er gömul rétt þar sem tilvalið er að snæða nesti og njóta útsýnisins.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík