Flýtilyklar
Signýjarstaðir
Sumarhús til leigu í fallegu umhverfi í Borgarfirði: 4 minni hús sem henta vel fyrir 2-3 og eitt stærra fyrir 4-6 manna (2 herbergi og svefnloft). Öll hús er með heitum potti og eldunaraðstöðu. Uppábúin rúm.
Áhugaverðir staðir í næsta nágrenni eru t.d. Langjökull, Húsafell, hellar í Hallmundahrauni, Hraunfossar, Deildartunguhver, Reykholt. Stutt í tvo golfvelli.
Endilega hafið samband til að fá fleiri upplýsingar.
Hálsasveit
Gisting í Sumarhúsum á Signýjarstöðum
Gisting sumarhús Hrísmóar 5, 2 herbergi og svefnloft gisting fyrir 4-6
Verð tilboð í sumar:
- 1. nóttin kr. 17 þúsund
- 2. nótt kr. 15 þúsund
- 3. nótt kr. 12 þúsund
- 4. nótt kr. 10 þúsund
- Fleiri nætur hafið samband.
Húsið er leigt með 4 uppábúnum rúmum pr. auka uppábúið rúm kr. 1.500
Gisting sumarhús Hrísmóar 4, 1 herbergi og svefnloft gisting fyrir 2-4
Gisting sumarhús Hrísmóar 2, Ystumóar 1 og Ystumóar 3 gisting fyrir 2-3
Verð tilboð í sumar:
- 1.nóttin kr. 12 þúsund
- 2.nótt kr. 10 þúsund
- 3.nótt kr. 8 þúsund
- 4.nótt kr. 8 þúsund
- Fleiri nætur hafið samband
Húsið er leigt með 2 uppábúnum rúmum, pr.aukauppábúið rúm kr. 1.500.-
Signýjarstaðir - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Sýningar
Brugghús Steðja
Dýragarðar og opinn landbúnaður
Háafell Geitfjársetur
Sundlaugar
Húsafell sundlaug
Dagsferðir
Giljar Horses & Handcraft
Gistiheimili
Country Hótel Fossatún
Dagsferðir
The Cave
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Tjaldsvæði
Hverinn
Gistiheimili
Hótel
Hótel Húsafell
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Sundlaugar
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum
Golfvellir
Golfklúbburinn Húsafelli
Aðrir
- Nes, Reykholtsdal
- 311 Borgarnes
- 435-1472, 893-3889
- Stóri-Ás
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 847-7051
- Breiðabólstaður
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 897-9323
Náttúra
Hraunfossar
Ein allra fegursta náttúruperla landsins. Ótal fossar sem spretta úr hraunjaðrinum og falla í Hvítá.
Hraunfossar, Barnafoss og næsta nágrenni voru friðlýst 1987.
Bílastæði eru við Hraunfossa og veitingasala er þar yfir sumarmánuðina.
Frá bílastæðinu er gönguleið að útsýnispalli þaðan sem fossarnir sjást vel.
Þar er veitingastaður og minnjagripaverslun sem er opin allt árið.
Náttúra
Barnafoss
foss í Hvítá, í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa. Þar er steinbogi yfir ána, en engum er ráðlagt að reyna að fara yfir hann. Sagnir eru um annan steinboga á ánni á þessum stað sem nú er horfinn. Bogarnir neðan fossins hurfu á sjötta og sjöunda áratugnum, en boginn á gömlu fossbrúninni er alltaf þurr nema í flóðum. sjálf fossbrúnin er komin tugum metrum ofar en áður og er nú iðuflaumur þar sem áður var aðalafossinn. Erfið aðkoma er að steinboganum sem hefur alltaf heillað ofurhuga og stökk þar yfir aðkomumaður um miðja síðustu öld og síðast varð þar banaslys árið 1984. Til eru heimildir fyrir því að fossinn hafi áður verið nefndur Bjarnafoss. Svæðið var friðlýst árið 1987.Sagan segir að steinbogi af náttúrunnar hendi hafi áður fyrr þjónað sem brú yfir Hvítá. En á jólum, endur fyrir löngu, hélt heimilisfólk í Hraunsási til kirkju á Gilsbakka í Hvítársíðu, sem er bær hinum megin við fossinn. Tveir ungir strákar voru skildir eftir á Hraunsási. Þeim leiddist og veittu heimilisfólkinu eftirför. Er þeir komu á steinbogann litu þeir niður, misstu jafnvægið og féllu í ána. Eftir það lét húsfrúin að Hraunsási höggva bogann niður.
Náttúra
Deildartunguhver
Deildartunguhver í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness.
Náttúra
Húsafell
Náttúran við Húsafell einkennist af víðfeðmum og gróskumiklum skóg sem teygir sig upp eftir hlíðum fjallanna og inn með giljum sem setja svip sinn á landslagið. Undan skóginum birtist svo hraunið með sínum tæru uppsprettulindum og lækjum. Húsafell er umlukið fjallahring þar sem tignalegir tróna yfir jöklarnir Ok, Langjökull og Eiríksjökull og frá þeim koma hvítfyssandi jökulár. Náttúran á Húsafelli er rík af auðlindum sem gefur af sér heitt og kalt vatn ásamt fjölskrúðugu fuglalífi. Það má með sanni segja að náttúran við Húsafell sé perla milli hrauns og jökla.
Göngukort af svæðinu hér
Náttúra
Hallmundarhraun
Hallmundarhraun er helluhraun sem talið er hafa myndast skömmu eftir landnám Íslands, einhvern tímann á 10. öld. Það er kennt við Hallmund þann sem Grettis saga segir að ætti sér bústað á þessum slóðum. Gígarnir sem hraunið rann frá eru upp undir Langjökli. Hraunið er komið úr miklum gíg upp undir Langjökli undir svokölluðum Jökulstöllum. Nýverið er farið að kalla hann Hallmund eða Hallmundargíg. Líklegt er að gosið hafi verið langvinnt og staðið í nokkur ár. Ekki er talið að mikil gjóska hafi myndast í gosinu en kvikustrókar og gosgufur hafa vafalítið stigið upp af eldvörpunum vikum og mánuðum saman. Það er yfir 200 km² að flatarmáli. Breiðast er hraunið um 7 km og heildarlengd þess er 52 km.
Náttúra
Víðgelmir
Víðgelmir er stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hann hefur að geyma fallegar ísmyndanir og þegar innar dregur má sjá marga dropsteina og hraunstrá.
Árið 1993 fundust mannvistarleifar í hellinum. Þær eru nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 41 í Reykjavík.
Hellirinn hefur verið friðaður síðan 1993 og er innganga í hellinn eingöngu leyfð með leiðsögn. Leiðsögumenn frá "The Cave" bjóða upp á stuttar (1,5 klst.) og langar (4 klst.) ferðir. Vinsamlegast hafið samband við ferðaþjónustuna í The Cave fyrir bókanir og upplýsingar.
Víðgelmir er af sérfræðingum talinn vera einn merkilegasti hellir í heimi.
Náttúra
Húsafell Gönguferðir
Húsafell má kalla draumaland göngumannsins. Allt um kring eru heillandi gönguleiðir, þar sem alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu. Þéttir skógar, hraunmyndanir, kristaltærar uppsprettur, stórbrotin gil, jöklar,hvítfyssandi jökulár, fjölbreytt dýra-og fuglalíf auk merkra fornminja og annarra mannvistarleifa, sem segja ótal sögur um liðna tíð og sambýli manns og náttúru. Einnig gengur ferðalangurinn víða fram á sérkennilegar höggmyndir Páls Guðmyndssonar myndhöggvara, sem skerpa oft svip landsins á nærgætinn hátt við náttúruna. Hægt er að finna auðveldar gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna, eins og leiðirnar um skóginn og einnig eru áhugaverðar leiðir fyrir þá brattgengu. Þar má nefna há fjöll eins og Eiríksjökul og OK. Hestamenn og hjólreiðamenn finna líka spennandi leiðir fyrir sig. Á Húsafelli má svo nálgast gönguleiðakort með 9 merktum gönguleiðum. Hér er rafræn útgáfa af kortinu
Saga og menning
Reykholt í Borgarfirði
Reykholt er einn merkasti sögustaður landsins. Frægast er Reykholt vegna búsetu Snorra Sturlusonar 1206-1241.
Í Reykholti er forn laug Snorralaug þar sem Snorri er talin hafa setið og hvílt sig frá skriftum.
Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra. Öflugt tónlistarlíf er í Reykholtskirkju. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Reykholtshátíð er tónlistarhátíð sem haldin er í lok júlí ár hvert.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykholts www.snorrastofa.is
Eitt hótel er í Reykholti sjá frekari upplýsingar hér.
Náttúra
Tröllafossar
Fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn á fjallatindinn, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.
Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.
Tröllagaður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gömguferð þar sem hægt er að kynnast perósnunum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.
Dýragarðar og opinn landbúnaður
Háafell Geitfjársetur
Sýningar
Brugghús Steðja
Upplýsingamiðstöðvar
Snorrastofa Reykholti
Gistiheimili
Gistiheimili
Country Hótel Fossatún
Gistiheimili
Dýragarðar og opinn landbúnaður
Háafell Geitfjársetur
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Veitingahús
Rock´n´Troll Kaffi
Veitingahús
Húsafell Bistró
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Hótel
Hótel Á
Hótel
Fosshótel Reykholt
Hótel
Hótel Húsafell
Tjaldsvæði
Hverinn
Aðrir
- Grímsstaðir 2
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 858-2133