Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Summit Adventure Guides ehf.

Magical Glacier Hike
Magical Glacier Hike er skemmtileg og hrífandi ferð sem farin er frá rótum Snæfellsjökuls. Ferðin er ein af okkar auðveldustu og vinsælustu ferðum en hún hentar öllum yfir 12 ára aldri sem almennt eru við góða líkamlega heilsu.
Á Gufuskálum byrjum við á því að máta brodda og annan búnað. Þaðan keyrum við á rútunni okkar upp að rótum Snæfellsjökuls eða upp í 750 metra hæð. Síðan er gengið upp að jökulísnum sjálfum þar sem við stoppum til þess að setja á okkur broddana. Þaðan er gengið upp í um 880 metra hæð á rólegum hraða á meðan við skoðum sprungur, svelgi og aðrar áhugaverðar ísmyndanir á leiðinni. Í heildina er genginn 1 kílómetri með 200 metra hækkun með tilheyrandi útsýni. Við munum stoppa reglulega til þess að njóta fallega útsýnisins yfir Breiðafjörðinn og láglendið með topp jökulsins fyrir aftan okkur.
Ferðin er mjög háð veðri og árstíðarbundnum aðstæðum. Ferðin er eingöngu í boði á meðan enginn snjór þekur jökulísinn. Árstíðirnar geta verið ólíkar milli ára en vanalega er þessi ferð farin frá júlí og fram í september.

Hvenær? : Mitt sumar fram í miðjan september
Hversu lengi? : 2-3 klst
Hvaðan? : Gufuskálar (meeting point B)
Klukkan hvað? : 10:30 og 14:30

Vatnshellir Cave Tour
Um Vatnshelli
Vatnshellir er 8000 ára gamall hraunhellir sem varð til við eldgos í Purkhólum ofan við Malarrif á utanverðu Snæfellsnesi. Purkhólahraun er hefðbundið basískt helluhraun og er talið eitt hellaríkasta hraun á Íslandi. Vatnshellir er í um 500 metra fjarlægð frá Purkhólum og varð hellirinn til þegar yfirborðið á hraunrennslinu frá gígnum storknaði á meðan bráðið hraun hélt áfram að renna undir nýstorknuðu hrauninu. Það skildi eftir tómarúm þegar hraunrásin tæmdist, líklegast við endalok eldgossins. Inngangurinn varð svo til þegar þak hellisins hrundi að hluta til þegar hraunið byrjaði að kólna.

Ferðirnar í Vatnshelli
Við bjóðum 45 mínútna ferðir með leiðsögumanni niður í Vatnshelli. Vatnshellir er sennilega aðgengilegasti hraunhellir á Íslandi, en þrátt fyrir það þurfa þátttakendur að geta gengið sjálfir á ósléttu yfirborði. Þeir sem eiga erfitt með gang í myrkri eða á ósléttu yfirborði ættu ekki að fara í Vatnshelli.

Það þarf að klæða sig vel fyrir ferðina þar sem hitastig í hellinum er rétt yfir frostmarki allt árið um kring. Við mælum með því að þátttakendur séu í gönguskóm en góðir strigaskór geta gengið. Háir hælar, inniskór og flatbotna skór eru bannaðir í hellinum af öryggisástæðum. Við mælum eindregið með því að hanskar eða vettlingar séu með í för, fyrir þægindi og ekki síst fyrir öryggi. Beitt hraun getur farið illa með óvarðar hendur ef einhver skyldi detta. Ekki þarf að skríða í Vatnshelli.

Hvenær og Hvernig?
Ferðir með leiðsögumönnum eru allt árið, opnunartími er breytilegur eftir árstíð.
Frá 15. maí til 30. september eru ferðir á heila tímanum milli kl. 10:00 og 18:00.
Frá 1. október til 14. maí eru ferðir kl. 11:00, 12:00, 13:00, 14:00 og 15:00 alla daga.

Midnight Sun Summit Tour
Þessi ferð er líklegast sú ferð sem þú munt muna eftir það sem eftir er. Við hefjum þessa ferð á Gufuskálum ( meeting point B ) til að máta búnað og annað sem þarf fyrir ferðina. Þaðan keyrum við upp jökulhálsinn að snjóbílnum okkar. Með honum förum við upp í um það bil 1000 metra hæð, þaðan göngum við upp síðustu 350 metrana upp á Norður hluta Snæfellsjökuls. Þegar upp er komið horfum við á sólina setjast með útsýni yfir skýin, Breiðafjörð, Snæfellsnesið og Faxaflóa hinumegin með kvöldsólina sem lýsir þetta allt saman upp.
Þessi ferð tekur um það bil 5 klst í heildina, þar af eru um 3 klst sem fara í göngu og 1-2 klst sem fara í undirbúning og keyrslu. Þetta er tiltölulega krefjandi ganga í snjó þó svo að hún sé aðeins í 400 metra hækkun. Ef að aðstæður eru þannig þá gætum við þurft að notast við snjóþrúgur eða mannbrodda til að aðstoða okkur við gönguna.
Við bjóðum upp á þessa ferð frá um miðjan Júní fram í miðjan Júlí og þá sem mest í kringum sumarsólstöður í kringum 20.júní. Það sem þarf að hafa með í þessa ferð eru hlý og góð föt, gönguskór, bakpoki, vatn og jafnvel smá nesti. Við sjáum um allan þann búnað sem við gætum þurft að notast við, við jökla göngu.

The Grand Summit Tour
Í þessari ferð tökum allt það besta sem við stöndum fyrir og blöndum því saman við fallegasta útsýni sem fyrir finnst á Snæfellsnesi. Ferðin heitir The Grand Summit Tour en við gáfum henni það nafn ekki að ástæðulausu.

Ferðin hefst með því að skipuleggja og undirbúa búnað á skrifstofu okkar að Gufuskálum (Meeting Point B). Þaðan er ekið á hópferðarbíl okkar upp að snjóbílnum sem mun fara með okkur upp að Miðhengjunni (1380 m). Miðhengjan er hæsti punktur á jöklinum sem er aðgengilegur farartækjum en hún er staðsett rétt fyrir neðan hinn eiginlega topp jökulsins (1446 m). Við munum stoppa þar um stund og njóta þess sem Snæfellsjökull hefur upp á að bjóða.

Þar gefst áhugasömum tækifæri til þess að fara upp á topp jökulsins með reyndum leiðsögumanni. Það krefst líkamlegrar hæfni og tekur um 25 mínútur. Allir sem fara á toppinn eru útbúnir með öllum öryggisbúnaði t.a.m. klifurbelti, mannbroddum og ísexi. Ef þú kýst að fara ekki að upp á topp þá dvelur þú á Miðhengjunni á meðan og nýtur útsýnisins og mögulega spjallar við hinn leiðsögumanninn sem einnig mun bíða á Miðhengjunni.

Ef þér er kalt þá getur þú alltaf farið inn í hlýja snjóbílinn okkar til þess að slappa af. Uppi á Miðhengjunni munum við bjóða upp á heitt súkkulaði og okkar klassísku íslensku flatkökur. Eftir að hafa eytt gæðastund ofan við skýin er kominn tímitil þess að halda til baka. Fyrir flesta er einfaldast að fara niður með snjóbílnum en hvað segiru um að skíða niður? Við bjóðum upp á allan skíðabúnað sem þú þarft en hægt er að bóka skíði sem fría viðbót við ferðina, sem og önnur snjóleiktæki sem gætu verið í boði.

The Grand Summit Tour er hálfs dags ævintýralegr ferð upp á topp Snæfellsjökuls...Og það besta við ferðina? Hún er fyrir alla 12 ára og eldri, óháð líkamlegri hæfni og áhugamálum. Þú þarft eingöngu að bæta við klifri upp á toppinn eða skíðum eða öðrum leiktækjum til þess að gera þessa ferð enn meira krefjandi og spennandi! Hópar eru takmarkaðir við 12 þátttakendur sem gerir hlutfall þátttakenda og leiðsögumanna 6:1 en það er gert til þess að tryggja öryggi og góða þjónustu.

Snowshoe Hike With a Taste of Iceland
Við hittumst á Gufuskálum (meeting point B) þaðan keyrum við upp í fjöllin í kringum Eysteinsdal. Fyrst keyrum við eins langt og við komumst á jeppanum okkar og þaðan notum við snjóbíl ef aðstæður eru þannig.

Þegar á áfangastað er komið, setjum við snjóþrúgurnar á okkur og göngum á milli fallegra hraunmyndana sem stingast út úr snjónum allt í kringum okkur.

Þegar við erum komin upp í um það bil 400 metra hæð stoppum við og fáum okkur heimalagað heitt súkkulaði og flatkökur og njótum fallega útsýnisins af jöklinum og fallega landslaginu fyrir neðan okkur.

Þessi ferð er skemmtileg og auðveld fyrir alla sem eru í hæfilega góðu formi til að ganga í 1-2 klst.
Þessi ferð tekur um 3 klst í heildina.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Summit Adventure Guides ehf.

Gufuskálar

GPS punktar N64° 54' 10.219" W23° 55' 44.592"
Sími

787-0001

Opnunartími Allt árið

Summit Adventure Guides ehf. - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík