Flýtilyklar
Landbúnaðarsafn Íslands
Landbúnaðarsafn Íslands sýnir sögu og þróun íslensks landbúnaðar, með áherslu á tímabilið frá 1880 fram undir lok 20. aldar. Á safninu er munum og tækjum þannig fyrir komið að gestir ganga í gegnum söguna og með því móti verða skýrar þær miklu tæknibreytingar sem urðu í íslenskum landbúnaði á 20. öld.
Sýning safnsins er i Halldórsfjósi á Hvanneyri og er daglegur opnunartími frá 11-17 frá 15. maí til 14. september. Á veturna er opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga á sama tíma og Ullarselið, sem er í anddyri safnsins. Afgreiðslutími beggja er kl. 13-17 þessa daga. Á öðrum tímum er safnið opið eftir þörfum. Vinsamlegast hafið samband í síma 844 7740; einnig má hafa samband við skiptiborð Landbúnaðarháskólans, í síma 433 5000.
Hópum er veitt munnleg leiðsögn um safnið, sé þess óskað.
Einnig er boðið upp á stutta kynningu á Hvanneyrarstað og starfinu þar m.a. með heimsókn í Hvanneyrarkirkju, eina fallegustu kirkju landsins og örstuttri gönguferð um Gamla skólastaðinn (þegar veður leyfir). Mögulegt er einnig að kíkja í Hvanneyrarfjósið þar sem tugir afkomenda norrænu víkingakúnna eru að störfum. Reikna má með gjaldi fyrir þá þjónustu.
Nánari upplýsingar um Landbúnaðarsafn eru veittar í síma 844 7740.
Hvanneyri
Landbúnaðarsafn Íslands - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands