Flýtilyklar
Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum á Hellissandi
Sýningar um sjósókn og náttúru undir jökli - kaffi og kökur
Sjóminjasafnið á Hellissandi er í Sjómannagarðinum við Sandahraun. Í safninu eru margháttaðar minjar sem tengjast útgerð áraskipa á liðnum öldum auk margra annarra gripa og mynda, bátavéla og aflraunasteina. Þar er endurbyggð þurrabúðin Þorvaldsbúð sú búð er síðast var búið í hér á Hellissandi.
Safnið er til húsa í tveimur sambyggðum húsum. Aðgengi er gott fyrir fatlaða um húsið og á snyrtingar. Við vesturhlið safnsins er pallur með borðum. Í vesturenda garðsins er stór hraunbolli, þar er einnig stór pallur. Góður áningarstaður. Göngustígur er frá garðinum inn í Sandahraunið. Þar er margt að sjá. Í jaðri Sandahraunsins er útsýnishæð með góðu aðgengi. Þaðan sér vítt yfir Breiðafjörð og byggðina á Hellissandi, fjallahringinn með Snæfellsjökul yst í vestri.
Í garðinum hefur verið komið fyrir styttan Jöklarar eftir myndlistarmanninn Kjartan Ragnarsson sem var afhjúpuð árið 1974.
Þið finnið okkur á Facebook hér.
Sumarið 2020 verða fjórar sýningar í gangi:
- Náttúran við Hafið
- Sjósókn undir Jökli
- Sagan Okkar(Ljósmyndasýning)
- Landnámsmenn í Vestri verður í garðinum
Opið frá 1. júní til 30. september, 10:00-17:00 alla daga.
Á öðrum tímum opið eftir samkomulagi fyrir hópa.
Kaffisala og meðlæti á staðnum.
Aðgangseyrir 2020: kr. 1.300,- á mann (fullorðnir), frítt fyrir börn 0-16 ára.
v/Sandahraun
Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum á Hellissandi - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands