Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Áning ferðaþjónusta - Traðir Gueshouse

Við Traðir gistiheimili er tjaldsvæði sem býður uppá góða snyrtiaðstöðu með sturtu og salernum. Kolagrill er á svæðinu. Á tjaldsvæðinu er rafmagnstenging fyrir húsbíla og fellihýsi. Traðir gistiheimili er einnig kaffi- og veitingahús og hægt er að kaupa veiðileyfi í Staðará.

Hestaleigan Fengur er við gistiheimilið og er starfrækt aðallega yfir sumartímann, eða frá páskum og út september. Hestaleigan er með aðsetur á Tröðum og einnig í Lýsudal hjá Kast Guesthouse. Frá Tröðum er aðallega verið að fara Löngufjörur og eru ferðirnar þá háðar flóði og fjöru. Í Lýsudal er hægt að velja um ýmsar útreiðaleiðir, hægt er að fara í ferð í gegnum hraunið og fara í hellaskoðun en þar er einnig stutt niður að sjó og er hægt að ríða fjöruna ef þess er óskað. Ferðir geta verið frá einni klukkustund upp í dagsferðir.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er í næsta nágrenni með heillandi náttúru og merkum sögulegum minjum.

Áning ferðaþjónusta - Traðir Gueshouse

Traðir

GPS punktar N64° 48' 15.415" W23° 0' 7.002"
Sími

431-5353

Opnunartími Allt árið
Þjónusta Hestaferðir Aðgengi fyrir hjólastóla Almenningssalerni Gönguleið Sundlaug Veiðileyfi Eldunaraðstaða Þvottavél Heitur pottur Sturta Leikvöllur

Áning ferðaþjónusta - Traðir Gueshouse - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Þórunn Hilma Svavarsdóttir
Gönguferðir
  • Neðri-Hóll
  • 356 Snæfellsbær
  • 893-5240
Náttúra
3.76 km
Ytri Tunga

Fjaran við bæinn Ytri-Tungu er tilvalinn staður til að skoða seli. Besti tíminn til selaskoðunar er í júní og júlí.

Saga og menning
1.14 km
Staðastaður

Staðastaður er prestsetur og þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur fyrir ritun sína á Íslendingabók, sem er elsta og eitt merkasta sagnfræðirit Íslendingasögunnar. Minnisvarði um Ara fróða eftir Ragnar Kjartansson stendur skammt frá kirkjunni.Núverandi kirkja er steinsteypt reist á árunum 1942- 1945.

Sögusviðið í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness er að nokkru leiti komið til á Staðastað.

Náttúra
3.89 km
Ölkelda

Við bæinn Ölkeldu er laug þar sem koldíoxíð (CO2) kemur upp með grunnvatninu. Hægt er að smakka á ölkelduvatninu.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur