Flýtilyklar
Útgerðin
Útgerðin er verslun í gamla Pakkhúsinu í hjarta Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Útgerðin selur íslenskar hönnunarvörur í bland við aðrar sérvaldar vörur. Þá er einnig í boði fjölbreytt úrval af handverki, vinylplötum og sælkeravörurum.
Myndlistasýningar eru einnig haldnar í Útgerðinni og bjóðum við upp á lítið kaffihorn þar sem hægt er að setjast niður og gæða sér á ljúffengum kaffiveitingum ásamt léttu kruðerí innan um falleg listaverk.
Á efri hæðum Pakkhússins er safn þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða liðna tíð og sögu bæjarins.
Vefsíður
www.utgerdin.shop
www.facebook.com/utgerdinolafsvik
www.instagram.com/utgerdinolafsvik
Ólafsbraut 12
Útgerðin - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Sundlaugar
Sundlaugin Ólafsvík
Aðrir
- Brimilsvellir
- 356 Snæfellsbær
- 436-1533, 864-8833
- Háarif 35
- 360 Hellissandur
- 865-2008
- Suður-Bár
- 351 Grundarfjörður
- 438-6520
- Böðvarsholt
- 356 Snæfellsbær
- 867-4451
Náttúra
Búðir
Búðir er vinsæll áningarstaður. Þar er mikil náttúrufegurð, gullnar sandfjörur og úfið hraunið með miklum gróðri og fuglalífi. Búðakirkja er lítil svört timburkirkja sem heillar marga og fólk kemur víða að úr heiminum til að innsigla þar ást sína. Falleg fjallasýn er frá Búðum og Snæfellsjökull skartar þar sínu fegursta.
Búðahraun sem er eitt fegursta gróðurlendi Íslands var friðlýst árið 1977. Svæðið einkennist af úfnu hrauni og fjölbreyttum gróðri og dýralífi. Gullinn fjörusandur eins og nágrenni Búðahrauns er fátíður í íslenskri náttúru. Á Búðum eru menningarminjar um mikilvægan kafla úr atvinnusögu Íslands, en þar var verslunarhöfn strax á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og þaðan mun hafa verið útræði allt frá landnámsöld.
Náttúra
Skarðsvík
Andstætt meirihluta svartra sandstranda á Íslandi líkist Skarðsvík ströndum við Miðjarðarhafið með grænbláu vatni og dökku eldfjallalandinu í kring. Hafa skal í huga að öldurnar í Skarðsvík eru þekktar fyrir að vera kraftmiklar. Mælt er með því að heimsækja ströndina á háfjöru til að tryggja öryggi.
Hálendið
Búlandshöfði
Búlandshöfði er höfði sem gengur brattur í sjó fram milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Þar er góður áningastaður þar sem er mjög fallegt útsýni yfir Breiðafjörð allt til Barðastrandar og jafnvel til Grænlands ef veður er bjart. Einnig er þaðan mjög skemmtilegt sjónarhorn að Snæfellsjökli, yfir Fróðárrifið, upp í Fróðárheiði og út á Rif.
Náttúra
Öndverðarnes
Öndverðarnes er vestasti tangi Snæfellsness. Þar var, á árum áður, mikil útgerð og margar þurrabúðir en jörðin hefur nú verið í eyði frá 1945. Öndverðarnes er ríkisjörð og þar má sjá nokkrar rústir auk þess sem þar er rekinn viti en af hlöðnum minjum og ummerkjum má sjá að þar hefur verið mikið mannlíf áður fyrr. Þar má finna haglega hlaðinn og að nokkru yfirbyggðan brunn sem hægt er að ganga niður í eftir nokkrum þrepum. Brunnurinn, sem nefndur er Fálki, var áður eina vatnsból Öndverðarness og er hann ævaforn og friðaður. Sagan segir að í brunninum væri að finna þrjár ólíkar lindir, eina með fersku vatni, aðra með ölkelduvatni og þá þriðju með keim af salti.
Klettarnir við Öndverðarnes eru víða snarbrattir og freistandi er að kíkja fram af þeim og sjá sandborinn botninn speglast í grænum og bláum sjó.
Náttúra
Ólafsvíkurenni
Fjallið Enni er 418 metra hár Móbergsstapi. Gönguleið er upp á fjallið en eftir henni má einnig ganga til að líta á Foss, sem einnig nefnist Ólafsvíkurfoss. Lagt er upp frá upplýsingaskilti við vestanverða innkomu til Ólafsvíkur en þaðan er "stígur eða gamall slóði sem hægt er að fylgja langleiðina upp að fossbrúninni.
Saga og menning
Fiskibyrgi
Skammt frá Gufuskálum má finna rústir á annað hundrað byrgja þar sem fiskur var þurrkaður og geymdur en á Gufuskálum var verstöð.
Byrgi þessi eru talin vera 500 - 700 ára gömul.
Um 10 min. ganga er frá veginum við Gufuskála (vegnúmer 574) upp að nokkuð heillegu byrgi sem má skríða inn í. Að innan er byrgið manngengt.
Náttúra
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull er 1446 m hár og hefur oft verið kallaður konungur íslenskra fjalla. Jökullinn sért Víða á landinu og njóta margir fegurðar hans í fallegu sólsetri. Sumir finna sterk áhrif frá jöklinum og telja að hann sé ein af sjö stærstu orkustöðvum jarðar. Sagt er frá því í Bárðar sögu Snæfellsáss að Bárður hafi gefist upp á samneyti við fólk og að lokum gengið í jökulinn Upp frá því er Bárður af sumum talinn verndari svæðisins. Þeim sem hyggja á ferðir á Snæfellsjökul er bent á að kynna sér vel aðstæður og ástand jökulsins. Bendum á að akstur vélknúinna ökutækja á jökli er háð leyfi þjóðgarðsvarðar. Óvönu fólki er bent á að ganga á jökulinn með leiðsögumanni en nokkur fyrirtæki bjóða uppá ferðir á Jökulinn.
Náttúra
Kirkjufellsfoss
Fossinn sem kenndur er við Kirkjufell, mest myndaða fjall landsins, Kirkjufellsfoss, er ákaflega fallegur foss skammt frá Grundarfirði á Snæfellsnesi. Afar vinsælt er að fara yfir gömlu brúnna sem liggur ofan við fossinn og njóta þaðan stórkostlegs útsýnis á Kirkjufellið.
Saga og menning
Viti - Öndverðarnesviti
Árið 1909 var fyrsti vitinn reistur á Öndverðarnesi. Vitinn var stólpaviti en árið 1914 var reist 2,5 metra há timburklædd járngrind með 2,4 m háu áttstrendu ljóshúsi.
Steinsteyptur viti var síðan byggður að Öndverðarnesi árið 1973. Vitinn er ferstrendur 3,5 metra hár með 3 m háu áttstrendu ljóshúsi. Vitinn er sömu gerðar og Surtseyjarviti sem reistur var sama ár. Aðalsteinn Júlíusson verkfræðingur hannaði vitann.
Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands, 2002.
Náttúra
Saxhóll
Saxhóll er 40 metra hár formfagur gígur innan marka Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Gígurinn hefur verið vinsæll til uppgöngu enda staðsettur nálægt veginum og aðgengi að honum gott. Tröppur hafa verið lagðar upp á toppinn þannig að auðvelt er að ganga upp og njóti útsýnisins. Tröppustígurinn var tilnefndur til fernra verðlauna 2017-2018; Menningarverðlaun DV, Nordic Architecture Fair Award, Hönnunarverðlauna Íslands og Rosa Barba International Landscape Prize í Barcelona en þau verðlaun hlaut hann í september 2018.
Saga og menning
Ingjaldshóll
Ingjaldshóll var höfuðból og höfðingjasetur í margar aldir og kemur við sögu í Víglundarsögu og Bárðar sögu Snæfellsáss.
Þar varð snemma kirkjustaður og lögskipaður þingstaður og þá um leið aftökustaður sakamanna.
Kirkjan á Ingjaldshóli er elsta steinsteypta kirkja heims sem var reist 1903.
Náttúra
Kirkjufell
Kirkjufell er mest myndaða fjall Íslands og þykir vinsælt að ná mynd af fjallinu með Kirkjufellsfossinn í forgrunni. Fjallið er 463 m og myndast vel frá þéttbýlinu og frá ströndinni og sjónum allt í kringum fjörðinn.
Útsýni frá gönguleiðunum í fjöllunum ofan við þéttbýlið er stórkostlegt. Erlendir miðlar hafa lofað fjallið í hástert og hefur það meðal annars verið sett á lista yfir 10 fallegustu fjöll heims.
Náttúra
Bjarnarfoss
Bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af hamrabrún fyrir neðan Mælifell ofan við Búðir. Fossinn ásamt stuðlabergshömrunum í kring er á Náttúruminjaskrá. Stórt bílastæði er fyrir neðan fossinn og góður göngustígur upp í brekkurnar undir fossinum. Áningastaðurinn við Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018.
Saga og menning
Búðakirkja
Búðakirkja er lítil svört timburkirkja sem heillar marga og fólk kemur víða að úr heiminum til að innsigla þar ást sína.
Náttúra
Norðanvert Snæfellsnes
Á norðanverðu Snæfellsnesi er mikið um hraun, firði og voga, marglit fjöll, fossa, vötn, ár og læki. Þar er nokkuð gróið af fjalldrapa og birki austast, en einnig eru sjávarþorp og fallegir bæjir hver með sínum sjarma, sem gaman er að heimsækja. Falleg fjallasýn og einstakt útsýni yfir Breiðafjörðinn og Breiðafjarðareyjarnar.
Náttúra
Svöðufoss
Svöðufoss er fallegur foss í Hólmkelsá. Fossinn er 10 metra hár og fellur af fallegum basalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð. Búið er að byggja bílastæði nálægt fossinum svo auðvelt að komast í nálægð við fossinn til að sjá og taka myndir. Gangan frá bílastæðinu að fossinum er aðeins um hálftími.
Saga og menning
Viti - Svörtuloftaviti
Árið 1914 var reistur 10 m hár járngrindarviti með 2,3, m ljóshúsi yst á Skálasnaga á Svörtuloftum vestast á Snæfellsnesi. Thorvald Krabbe teiknaði mannvirkið.
Vitinn entist í 17 ár þá var hann orðinn mjög ryðbrunninn og þótti ekki lengur treystandi.
Árið 1931 var tekinn í notkun nýr viti sá var steinsteyptur, ferstrendur 9,5 m hár. Benedikt Jónsson verkfræðingur hannaði vitann.
Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi er Siglingastofnun Íslands árið 2002.
Náttúra
Skálasnagaviti
Skálasnagaviti vísar sjófarendum leið og laðar til sín fjölda ferðamanna, bæði innlenda og erlenda. Vitinn stendur á Skálsnaga í Saxhólsbjargi en bjargið nefnist Svörtuloft séð af sjó, en af landi nefnast björgin björgin Saxhólsbjarg syðri hlutinn og Nesbjarg norðar.
Söfn
Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum á Hellissandi
Sýningar
Pakkhúsið
Handverk og hönnun
Salthúsport
Handverk og hönnun
Gallerí Jökull
Aðrir
- Krossavík
- 360 Hellissandur
- 692 4440 / 896 6860, 896 6860
- Böðvarsholt
- 356 Snæfellsbær
- 867-4451
Hótel
Hótel Búðir
Veitingahús
Veitingahúsið Hraun
Veitingahús
Veitingahús
Gilbakki Kaffihús
Aðrir
- Ólafsbraut 27
- 355 Ólafsvík
- 436-1012