Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Akranes

Akranes er stærsta bæjarfélagið á Vesturlandi þar sem búa rúmlega 7.400 manns.

Það tekur einungis um 45 mín að keyra frá Reykjavík upp á Akranes ef farið er um Hvalfjarðargöng. Daglegar strætisvagnaferðir eru á milli Reykjavíkur og Akraness.

Strandlengjan meðfram Akranesi er sérlega fjölbreytt og skemmtileg. Langisandur með sinn ljósa sand þar sem hægt er að byggja sandkastala af öllum stærðum og gerðum, njóta útsýnis eða baða sig í Guðlaugu, heitri náttúrulaug sem staðsett er í grjótgarðinum á Langasandi. Yst á Skaganum eru tveir vitar og útsýni þaðan mjög fagurt.

Á Breiðinni á Akranesi er að finna tvo fallega vita. Árið 1918 var byggður steinsteyptur viti yst á Syðriflös á Akranesi eftir teikningu Thorvalds Krabbe verkfræðings. Ljóshúsið var smíðað úr járnplötum úr Goðafossi sem strandaði undir Straumnesfjalli árið áður. Árin 1943 - 1944 var reistur nýr 19,2 metra hár viti eftir teikningu Axels Sveinssonar verkfræðings. Gaman er að fara upp í nýja vitann og er útsýnið úr honum einstakt. Haldnir hafa verið ýmsir viðburðir í nýja vitanum tónleikar og listasýningar.

Á Safnasvæðinu að Görðum er hægt að sjá fjölda báta, gömul hús með sál, einstakt steinasafn og Íþróttasafn Íslands sem sómir sér vel í íþróttabænum Akranesi.

Skógræktin og mjög góður 18 holu golfvöllur, Garðavöllur eru í næsta nágrenni við Safnasvæðið.

Gistiheimili, tjaldsvæði,veitinga- og kaffihús, söfn, gönguleiðir, sundlaug og 18 holu golfvöllur.

Com_223_1___Selected.jpg
Akranes
GPS punktar N64° 19' 17.748" W22° 4' 28.776"
Póstnúmer

300

Fólksfjöldi

7421

Akranes - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Toppferðir ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Skarðsbraut 7
 • 300 Akranes
 • 861-4566
Taxi-Ice - Ari Grétar Björnsson
Dagsferðir
 • Vesturgata 157
 • 300 Akranes
 • 770-6644
GAGA Design
Handverk og hönnun
 • Smiðjuvellir 17
 • 300 Akranes
 • 847-2306
Wild West Tours
Ferðaskipuleggjendur
 • Reynigrund 2
 • 300 Akranes
 • 865-8733
Reiðhjólaleiga Axels
Hjólaleigur
 • Kirkjubraut 2
 • 300 Akranes
 • 896-1979, 864-1476
Ísland Treasures / Menopause Morph
Ferðasali dagsferða
 • Skagabraut 25
 • 300 Akranes
 • 824 1640
Dýrfinna Torfadóttir Gullsmiður
Handverk og hönnun
 • Stillholt 16-18
 • 300 Akranes
 • 464-3460 , 862-6060
Philippe Ricart
Handverk og hönnun
 • Háholti 11
 • 300 Akranes
 • 431-1887 , 695-8738

Aðrir

Apartment By the Sea in Akranes
Heimagisting
 • Vesturgata 105
 • 300 Akranes
 • 861-1347
Teigur Heimagisting
Gistiheimili
 • Háteigur 1
 • 300 Akranes
 • 431-2900, 861-9901

Aðrir

N1 - Þjónustustöð
Kaffihús
 • Þjóðbraut 9
 • 300 Akranes
 • 431-2061
Subway
Kaffihús
 • Dalbraut 1
 • 300 Akranes
 • 431-5577
Olís - Þjónustustöð - Quiznos
Kaffihús
 • Esjubraut 45
 • 300 Akranes
 • 431-1650, 840-1728
Gamla Kaupfélagið ehf
Veitingahús
 • Kirkjubraut 11
 • 300 Akranes
 • 431-4343
Domino's Pizza
Heimsending
 • Smiðjuvellir 32
 • 300 Akranes
 • 581-2345
Saga og menning
Viti - Akranesviti

Fyrsti vísir að vita á Akranesi var ljósker á Teigakotslóð sem kveikt var á árið 1891.

Árið 1918 var byggður steinsteyptur viti yst á Syðriflös á Akranesi eftir teikningu Thorvalds Krabbe verkfræðings. Ljóshúsið var smíðað úr járnplötum úr Goðafossi sem strandaði undir Straumnesfjalli árið áður.

Vitinn stendur enn þó hann hafi ekki verið notaður frá 1947. Hann er er tíu metra hár og er opinn almenningi en frábært útsýni er efst úr vitanum.

Árin 1943 - 1944 var reistur nýr 19,2 metra hár viti eftir teikningu Axels Sveinssonar verkfræðings. Efst á vitanum er efnismikið steinsteypt handrið með rimlum. Hægt er að komast upp í vitann og er stórkostlegt útsýni úr honum til allra átta. Hljómburður í Akranesvita þykir einstaklega góður og hafa verið haldnar tónlistaruppákomur þar inni en þar eru fjögur steinsteypt milligólf og stigar milli hæða.

Upplýsingar fengnar úr Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.

Náttúra
Breið

Breiðin er vestasti hluti Akraness og þar er að finna einn elsta steinsteypta vita landsins sem var reistur 1918. Á fjöru er hægt að ganga út í og upp í vitann og njóta fagurs útsýnis. Á Breið eru líka gamlir skreiðarhjallar og greina má steinlagt stakkstæði þar sem saltfiskur var breiddur út á góðviðrisdögum áður fyrr. Á Breiðinni er fagurt útsýni yfir allan Faxaflóann, fuglalíf mikið og brimbarðar klapparfjörur. Nokkuð sem lætur eingan ósnortin hvort sem er í blíðviðri eða sjórinn ýfir sig.

Náttúra
Langisandur

Langisandur, neðan við sundlaugina og önnur íþróttamannvirki við Jaðarsbakka, er ein besta baðströnd landsins. Þeim fjölgar sífellt sem skella sér í sjósund reglulega og nýta sér þá aðstöðu sem búið er að koma upp við Langasand. Langisandurinn er tilvalinn til gönguferða og hvers kyns útivistar, ekki síst fyrir börnin.

Ofan við ströndina hefur verið komið upp skjólsælum palli þar sem gott er að hafa auga með ungunum. Þar er lítið þjónustuhús þar sem hægt er að fá keyptar veitingar, svo sem ís og annað góðgæti sem hæfir útiveru og fallegum góðviðrisdögum. Knattspyrnuhöllin er öllum opin til æfinga og leiks og afþreying því tryggð fyrir breiðan aldurshóp. Í knattspyrnuhöllinni er að finna dótakassa sem öllum er heimilt að ganga í og ganga vel um.

Náttúra
Garðalundur

Garðalundur, eða skógræktin eins og heimamenn á Akranesi kalla lundinn jafnan, er skammt ofan Byggðasafnsins í Görðum og við hlið golfvallarins. Í Garðalundi er fjölbreyttur gróður og margar trjátegundir. Mest áberandi eru þó hátt í sextíu ára gömul grenitré sem sjá til þess að þar sé alltaf gott skjól til útivistar. Einnig er að finna fallegar tjarnir í Garðalundi þar sem hægt er að veiða síli, fylgjast með öndum og fleiri fuglum, og jafnvel bregða sér á skauta á veturna. Á síðustu árum hefur stöðugt verið bætt við afþreyingarmöguleikum í Garðalundi en þar eru m.a. ýmis konar leiktæki fyrir börn á öllum aldri, strandblakvöllur og sparkvellir. Einnig er þar líka glæsilegur grillskáli, minigolfbrautir og dótakista með alls kyns leikföngum og áhöldum til útileikja sem gestum er frjálst að nota. Garðalundur er eitt helsta útivistarsvæðið á Akranesi og þar er vinsælt að halda alls kyns mannfagnaði s.s. afmæli og ýmsar hópsamkomur, meðal annars á 17. júní og á Írskum dögum.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík