Flýtilyklar
Borgarfjörður og Mýrar er svæði rómað fyrir náttúrufegurð. Fjölbreytni er mikil í náttúrunni og þar er auðvelt að upplifa fossa, fjöll, hraun og skóga, heita hveri og jökla. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru á svæðinu og sagan drýpur þar af hverju strái. Fjölmörg söfn, setur og menningartengd þjónusta er á svæðinu, fjölbreyttir afþreyingamöguleikar, eitthvað við allra hæfi í mat og drykk og gististaðir af öllu tagi.

310,311,320
Áhugaverðir staðir og afþreying
Borgarfjörður - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Gistiheimili
Golfvellir
Golfklúbburinn Húsafelli
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Hótel
Hótel Húsafell
Vetrarafþreying
Landbúnaðarsafn Íslands
Vetrarafþreying
Landnámssetur Íslands
Ferðasali dagsferða
Húsafell Giljaböð
Handverk og hönnun
Ljómalind - sveitamarkaður
Upplýsingamiðstöðvar
Snorrastofa Reykholti
Tjaldsvæði
Hverinn
Dagsferðir
Fjeldstedhestar.is
Hótel
Hraunsnef sveitahótel
Sumarhús
Ferðaþjónustan Söðulsholt
Hótel
B59 Hótel
Heimagisting
Hömluholt ehf.
Dýragarðar og opinn landbúnaður
Háafell Geitfjársetur
Handverk og hönnun
Ullarselið á Hvanneyri
Sýningar
Brugghús Steðja
Bændagisting
Ferðaþjónustan Snorrastöðum
Gistiheimili
Sundlaugar
Sundlaugin í Borgarnesi
Gistiheimili
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Dagsferðir
The Cave
Golfvellir
Golfklúbburinn Glanni
Farfuglaheimili og hostel
Borgarnes HI Hostel
Sumarhús
Oddsstaðir
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Sumarhús
Hallkelsstaðahlíð
Ferðasali dagsferða
Gufuá
Sundlaugar
Sundlaugin Varmalandi
Söfn
Samgöngusafnið og Latabæjarsafnið
Sundlaugar
Húsafell sundlaug
Sundlaugar
Sundlaugin Kleppjárnsreykjum
Dagsferðir
Giljar Horses & Handcraft
Söfn
Safnahús Borgarfjarðar
Gistiheimili
Country Hótel Fossatún
Aðrir
- Kveldúlfsgata 22
- 310 Borgarnes
- 6980075
- Nes, Reykholtsdal
- 311 Borgarnes
- 435-1472, 893-3889
- Hrafnkelsstaðir
- 311 Borgarnes
- 896-3749, 893-3749
- Sóltún 4
- 311 Borgarnes
- 845-3637
- Brákarbraut 20
- 310 Borgarnes
- 437-1333, 552-2202
- Ystu-Garðar
- 311 Borgarnes
- 845-6647
- Hamar
- 310 Borgarnes
- 437-1663, 437-2000
- Breiðabólstaður
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 897-9323
- Stóri Kálfalækur 2
- 311 Borgarnes
- 437-1822, 849-5468
- Þórólfsgata 12
- 310 Borgarnes
- 661-7173
- Lóuflöt 8
- 311 Borgarnes
- 869-1033
- Fitjar, Skorradalur
- 311 Borgarnes
- 893-2789
- Litla Drageyri
- 311 Borgarnes
- 697-9139
Hótel
Hótel Á
Tjaldsvæði
Hverinn
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Selsskógi, Skorradal
Bændagisting
Bjarg Borgarnes
Hótel
Hótel Húsafell
Hótel
Fosshótel Reykholt
Sumarhús
Ferðaþjónustan Langafjaran
Veitingahús
Húsafell Bistró
Gistiheimili
Country Hótel Fossatún
Hótel
Hótel Bifröst
Svefnpokagisting
Steindórsstaðir
Sumarhús
Lækjarkot rooms and cottages
Bændagisting
Signýjarstaðir
Gistiheimili
Hótel
B59 Hótel
Gistiheimili
Gistiheimilið Milli Vina
Gistiheimili
Gistiheimili
Guesthouse Hvítá
Sumarhús
Kópareykir-Sumarhús
Heimagisting
Hömluholt ehf.
Hótel
Rjúkandi Hótel, Kaffihús & Veitingastaður
Sumarhús
Hallkelsstaðahlíð
Hótel
Hraunsnef sveitahótel
Sumarhús
Oddsstaðir
Hótel
Hótel Hafnarfjall
Hótel
Hótel Borgarnes
Farfuglaheimili og hostel
Borgarnes HI Hostel
Hótel
Icelandair hótel Hamar
Gistiheimili
Nes í Reykholtsdal
Gistiheimili
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Sumarhús
Ferðaþjónustan Söðulsholt
Tjaldsvæði
Húsafell tjaldstæði
Bændagisting
Ferðaþjónustan Snorrastöðum
Gistiheimili
Gamli bærinn Húsafelli
Hótel
Hótel Varmaland
Gistiheimili
Ensku húsin
Gistiheimili
Fossatún Smáhúsabyggð
Gistiheimili
Englendingavík
Aðrir
- Kveldúlfsgata 27
- 310 Borgarnes
- 888-0740, 845-4126
- Böðvarsgata 3
- 310 Borgarnes
- 437-1189
- Stafholtsey
- 311 Borgarnes
- 868-6598, 840-1567
- Helluskógur 10
- 311 Borgarnes
- -
- Hvassafell 2
- 311 Borgarnes
- -
- Hreðavatn 30 (F2109234)
- 311 Borgarnes
- 892-8882
- Brókarstígur 17
- 311 Borgarnes
- -
- Rauðanes 2
- 311 Borgarnes
- 437-1720, 898-9240
- Brekkuland, Skáli
- 311 Borgarnes
- 892-0606
- Brókarstígur 17 & 18
- 311 Borgarnes
- -
- Hítarneskot
- 311 Borgarnes
- 665-6366
- Stafholtstungur
- 311 Borgarnes
- 775-1012
- Helluskógur 7
- 311 Borgarnes
- -
- Eiðhús
- 311 Borgarnes
- -
- Brókarstígur 18
- 310 Borgarnes
- -
- Helgugata 5
- 310 Borgarnes
- 695-5857
- Víðines 21
- 311 Borgarnes
- -
- Múlabyggð 2
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 8961010
- Helluskógur 10&7
- 311 Borgarnes
- -
- Dal v/Straumfjarðará
- 311 Borgarnes
- 864-7315, 894-4096, 435-6674
- Flókadalur
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 696-1544, 435-1565
Hótel
Fosshótel Reykholt
Gistiheimili
Hótel
Hótel Borgarnes
Gistiheimili
Country Hótel Fossatún
Tjaldsvæði
Hverinn
Hótel
Hraunsnef sveitahótel
Gistiheimili
Ensku húsin
Dýragarðar og opinn landbúnaður
Háafell Geitfjársetur
Hótel
Icelandair hótel Hamar
Veitingahús
Rock´n´Troll Kaffi
Hótel
Hótel Hafnarfjall
Gistiheimili
Guesthouse Hvítá
Hótel
Hótel Húsafell
Náttúrulegir baðstaðir
Krauma
Hótel
Hótel Á
Veitingahús
Húsafell Bistró
Kaffihús
Baulan
Handverk og hönnun
Ljómalind - sveitamarkaður
Gistiheimili
Hótel
Hótel Bifröst
Kaffihús
Geirabakarí kaffihús
Gistiheimili
Englendingavík
Gistiheimili
Blómasetrið - Kaffi Kyrrð
Hótel
Rjúkandi Hótel, Kaffihús & Veitingastaður
Veitingahús
Hraunfossar Restaurant
Dagsferðir
Sturlureykirhorses / Visiting HorseFarm
Vetrarafþreying
Landnámssetur Íslands
Aðrir
- v / Brúartorg
- 310 Borgarnes
- 440-1333
- Stóri-Ás
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 435-1270
- Brúartorg 6
- 311 Borgarnes
- 437-1282
- Hrafnaklettur 1b
- 310 Borgarnes
- 437-0110
- Hvanneyrartorfa
- 311 Borgarnes
- 8213538
- v/Brúartorg
- 310 Borgarnes
- 437-1259, 840-1782
- Munaðarnes
- 311 Borgarnes
- 776-8008
- Digranesgata 4
- 310 Borgarnes
- 430-5600
- Hundastapi
- 311 Borgarnes
- 437-2352, 836-1252, 895-2352
- Grímsstaðir 2
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 858-2133
- Brákarbraut 3
- 310 Borgarnes
- 437-2017, 892-8376
- Flókadalur
- 320 Reykholt í Borgarfirði
- 696-1544, 435-1565
Náttúra
Hraunfossar
Ein allra fegursta náttúruperla landsins. Ótal fossar sem spretta úr hraunjaðrinum og falla í Hvítá.
Hraunfossar, Barnafoss og næsta nágrenni voru friðlýst 1987.
Bílastæði eru við Hraunfossa og veitingasala er þar yfir sumarmánuðina.
Frá bílastæðinu er gönguleið að útsýnispalli þaðan sem fossarnir sjást vel.
Þar er veitingastaður og minnjagripaverslun sem er opin allt árið.
Náttúra
Skorradalur
Skorradalur er syðstur Borgarfjarðardala. Skorradalsvatn fyllir upp mestan hluta dalsins en undirlendið vestan þess er breitt og mýrlent. Lítið er þar um hefðbundinn búskap í dag en sumarbústöðum fer fjölgandi og skóglendi stækkar ár frá ári. Fitjar eru inns í dalnum (Hvanneyrarprestakall) og skógræktin að Stálpastöðum er í honum norðanverðum þar sem finna má fallegar gönguleiðir. Tjaldsvæðið Selsskógi er gróður- og skjólsælt tjaldsvæði rétt við Skorradalsvatn.
Náttúra
Stálpastaðaskógur
Stálpastaðaskógur er samnefndir 345 ha eyðijörð í Skorradal. Jörðin hefur verið í eigu Skógræktar Ríkisins frá 1951. Stálpastaðaskógur er fyrst og fermst dæmigerður timburskógur og hefur mikið fræðslugildi um ýmis atriði varðandi timburframleiðslu úr sitkagreni hér á Íslandi. Við stíga í þjóðskógum er að finna staura með símanúmerum. Þegar gengið er fram á slíkan staur er upplagt að taka upp símann, hringja í númerið sem gefið er upp á staurnum og hlusta á skemmtilega fróðleiksmola um skóginn lesna fyrir sig.
Fyrir börnin
Sundlaugin í Borgarnesi
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum en þar eru næg bílastæði enda vinsæll áfangastaður ferðalanga. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum. Verið velkomin í sund - Fjörið er hjá okkur.
Náttúra
Krosslaug
Krosslaug eða Reykjalaug er í landi Reykja í Lundarreykjadal. Laugin er um 42°C heit og er hún friðlýst. Sagan segir að þegar kristni var lögtekin árið 1000 hafi vestanmönnum ekki litist á að vera skírðir upp úr köldu vatni á Þingvöllum og því látið skíra sig í Krosslaug í staðinn.
Náttúra
Langjökull
Næst stærsti jökull landsins. Í 800 m hæð við jökulræturnar er boðið upp á snjóbíla- og snjósleðaferðir á jökulinn.
Á góðum degi er útsýnið af jöklinum óviðjafnanlegt.
Náttúra
Grábrók
Grábrók er stærsti gígurinn af þremur í stuttri gossprungu.
Göngustígar liggja upp á Grábrók. Gangan er við flestra hæfi og einstakt útsýni er af Grábrók yfir Borgarfjarðarhérað.
Náttúra
Ölkelda
Við bæinn Ölkeldu er laug þar sem koldíoxíð (CO2) kemur upp með grunnvatninu. Hægt er að smakka á ölkelduvatninu.
Hitt og þetta
Borgarfjarðarbrú
Borgarfjarðarbrúin er lengsta brú á Íslandi eftir að Skeiðarárbrú var aflögð árið 2017. Hún liggur yfir Borgarfjörð og er hluti af hringveginum. Brúin, sem tekin var í gagnið 13. september 1981, er 520 metrar að lengd. Áður lá hringvegurinn yfir Hvítárbrú sem staðsett er við Ferjukot í Borgarfirði og stytti opnun Borgarfjarðarbrúar hringveginn um 11 km.
Náttúra
Paradísarlaut
Paradísarlaut er falleg vin í hrauninu nokkru neðan við fossinn fallega, Glanna í Norðurá.
Frá bílastæði og þjónustuhúsi er gönguleið að Paradísarlaut og fossinum. Gerður hefur verið góður útsýnispallur þaðan sem fossinn Glanni sést vel.
Í þjónustuhúsinu er hægt að kaupa veitingar og þar er opið yfir sumarmánuðina.
Saga og menning
Borg á Mýrum
Borg á Mýrum er kirkjustaður og prestssetur. Þar bjó Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson, faðir Egils Skalla-Grímssonar og síðar Egill og margir ættmenn hans og niðjar, meðal annars bjó Snorri Sturluson þar um skeið.
Minnismerkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson var reist á Borg 1985.
Núverandi kirkja að Borg var reist 1880. Altaristafla kirkjunnar er eftir enska málarann W.G. Collingwood sem hann málaði eftir Íslandsferð sína 1897.
Náttúra
Eldborg
Formfagur gjallgígur sem rís 60 m yfir hraunið í kring og er stærstur gíga í stuttri gossprungu. Eldborg er 200 m í þvermál og 50 m djúp.
Eldborg var friðlýst 1974.
Auðveldast er að ganga á Eldborg frá Snorrastöðum, 2,5 km. Hægt er að ganga upp á gígbarminn og ganga eftir honum allan hringinn.
Náttúra
Tröllafossar
Fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn á fjallatindinn, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana.
Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd.
Tröllagaður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gömguferð þar sem hægt er að kynnast perósnunum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.
Náttúra
Hreðavatn
Hreðavatn er aðgengilegt og gjöfult veiðivatn í fallegu umhverfi í Norðurárdal, nærri háskólaþorpinu á Bifröst. Vatnið er allstórt eða 1,14 km², dýpst 20 metrar og í 56 m hæð yfir sjávarmáli. Fjölmargar gönguleiðir er að finna í nágrenninu meðfram vatninu.
Orlofsbyggð er við Hreðavatn og suðvestan við vatnið liggur útivistarparadísin, Jafnaskarðsskógur, sem vinsælt þykir að ganga um.
Náttúra
Húsafell Gönguferðir
Húsafell má kalla draumaland göngumannsins. Allt um kring eru heillandi gönguleiðir, þar sem alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu. Þéttir skógar, hraunmyndanir, kristaltærar uppsprettur, stórbrotin gil, jöklar,hvítfyssandi jökulár, fjölbreytt dýra-og fuglalíf auk merkra fornminja og annarra mannvistarleifa, sem segja ótal sögur um liðna tíð og sambýli manns og náttúru. Einnig gengur ferðalangurinn víða fram á sérkennilegar höggmyndir Páls Guðmyndssonar myndhöggvara, sem skerpa oft svip landsins á nærgætinn hátt við náttúruna. Hægt er að finna auðveldar gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna, eins og leiðirnar um skóginn og einnig eru áhugaverðar leiðir fyrir þá brattgengu. Þar má nefna há fjöll eins og Eiríksjökul og OK. Hestamenn og hjólreiðamenn finna líka spennandi leiðir fyrir sig. Á Húsafelli má svo nálgast gönguleiðakort með 9 merktum gönguleiðum. Hér er rafræn útgáfa af kortinu
Náttúra
Glanni
Fossinn Glanni er í Norðurá og segja sögur að hann sé dvalarstaður álfa og dverga. Skemmtileg gönguleið er að fossinum og einnig er gaman að koma við í Paradísarlaut á leið sinni.
Náttúra
Brákarey
Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund.
Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, sem var ambátt á Borg og fóstra Egils Skallagrímssonar. Í Egils sögu segir að Skallagrímur Kveldúlfsson á Borg, faðir Egils, hafi banaði Þorgerði brák á Brákarsundi með steinkasti.
Frá bryggjunni í Brákarey er fallegt útsýni.
Náttúra
Einkunnir
Einkunnir eru klettaborgir sem rísa upp úr mýrunum norðan Borgarness. Nafnið er fornt og kemur fyrirí Egilssögu. Fólkvangur í Einkunnum er um 270hektara svæði í landi Hamars. Markmið friðlýsingar Einkunna er að vernda jarðmyndanir og votlendi í þágu útvistar almennings, náttúruskoðunarog fræðslu.
Frekari upplýsingar um Einkunnirer að finna á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is
Sýnum gott fordæmi og göngum vel um landið. Spillum ekki gróðri eðajarðmyndunum og truflum ekki dýralíf. Ökum ekkiutan vega og notum merkta göngu- og reiðstíga.Kveikjum ekki eld á grónu landi og tökum allt sorpmeð okkur af svæðinu.
Náttúra
Baula
Baula er áberandi fjall sem sést viða af úr Borgarfirði. Það er keilulaga, 934 m hátt líparitfjall, 3 miljón ára gamalt innskot.
Gengið er á fjallið að suðaustan eða suðvestan frá Bjarnardal, vegnúmer 60. Fjallið er er mjög bratt, með skriðum, hálflaust stórgrýti er á leiðinni að öðru leiti torfærulaust en seinfarið.
Mjög fallegt útsyni er af tindinum, gestabók er þar í grjótbyrgi.
Náttúra
Bjössaróló
Bjössaróló er stundum talið besta geymda leyndarmál Borgarness. Hann er neðarlega í bænum ekki langt frá Landnámssetrinu.
Hann var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Þessi snillingur hugsaði um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur.
Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Þar er fjaran sem upplagt er að heimsækja í leiðinni. Skammt undan er einnig Skallagrímsgarður þar sem margt minnir á söguhetjurnar Egil og Skallagrím.
Náttúra
Skallagrímsgarður
Í hjarta Borgarness er þessi skrúðgarður sem er ein af perlum bæjarins. Þar er einn merkasti sögustaður Egilssögu en þar er Skallagrímur og Böðvar sonarsonur hans heygðir. Í dag er unaður að fara í sund í sundlaug bæjarins og slappa af í kyrrð og fegurð Skallagrímsgarðs á eftir, eða stoppa þar með nesti.
Náttúra
Húsafell
Náttúran við Húsafell einkennist af víðfeðmum og gróskumiklum skóg sem teygir sig upp eftir hlíðum fjallanna og inn með giljum sem setja svip sinn á landslagið. Undan skóginum birtist svo hraunið með sínum tæru uppsprettulindum og lækjum. Húsafell er umlukið fjallahring þar sem tignalegir tróna yfir jöklarnir Ok, Langjökull og Eiríksjökull og frá þeim koma hvítfyssandi jökulár. Náttúran á Húsafelli er rík af auðlindum sem gefur af sér heitt og kalt vatn ásamt fjölskrúðugu fuglalífi. Það má með sanni segja að náttúran við Húsafell sé perla milli hrauns og jökla.
Göngukort af svæðinu hér
Náttúra
Löngufjörur
Ljósar skeljasandsfjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi sem eru vinsælar til útreiða. Varasamt að fara um nema með leiðsögn.
Náttúra
Hallmundarhraun
Hallmundarhraun er helluhraun sem talið er hafa myndast skömmu eftir landnám Íslands, einhvern tímann á 10. öld. Það er kennt við Hallmund þann sem Grettis saga segir að ætti sér bústað á þessum slóðum. Gígarnir sem hraunið rann frá eru upp undir Langjökli. Hraunið er komið úr miklum gíg upp undir Langjökli undir svokölluðum Jökulstöllum. Nýverið er farið að kalla hann Hallmund eða Hallmundargíg. Líklegt er að gosið hafi verið langvinnt og staðið í nokkur ár. Ekki er talið að mikil gjóska hafi myndast í gosinu en kvikustrókar og gosgufur hafa vafalítið stigið upp af eldvörpunum vikum og mánuðum saman. Það er yfir 200 km² að flatarmáli. Breiðast er hraunið um 7 km og heildarlengd þess er 52 km.
Náttúra
Náttúra
Skessuhorn
Skessuhorn er eitt besta útsýnisfjall Borgarfjarðar 967 metrar. Ganga upp á fjallið tekur um 5-6 tíma og nauðsynlegt að vera vel búinn.
Náttúra
Víðgelmir
Víðgelmir er stærstur allra hella á Íslandi og einn stærsti hraunhellir í heimi. Hann hefur að geyma fallegar ísmyndanir og þegar innar dregur má sjá marga dropsteina og hraunstrá.
Árið 1993 fundust mannvistarleifar í hellinum. Þær eru nú til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 41 í Reykjavík.
Hellirinn hefur verið friðaður síðan 1993 og er innganga í hellinn eingöngu leyfð með leiðsögn. Leiðsögumenn frá "The Cave" bjóða upp á stuttar (1,5 klst.) og langar (4 klst.) ferðir. Vinsamlegast hafið samband við ferðaþjónustuna í The Cave fyrir bókanir og upplýsingar.
Víðgelmir er af sérfræðingum talinn vera einn merkilegasti hellir í heimi.
Saga og menning
Reykholt í Borgarfirði
Reykholt er einn merkasti sögustaður landsins. Frægast er Reykholt vegna búsetu Snorra Sturlusonar 1206-1241.
Í Reykholti er forn laug Snorralaug þar sem Snorri er talin hafa setið og hvílt sig frá skriftum.
Snorrastofa í Reykholti býður upp á sýningar, leiðsögn og fyrirlestra. Öflugt tónlistarlíf er í Reykholtskirkju. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi - Reykholtshátíð er tónlistarhátíð sem haldin er í lok júlí ár hvert.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Reykholts www.snorrastofa.is
Eitt hótel er í Reykholti sjá frekari upplýsingar hér.
Náttúra
Barnafoss
foss í Hvítá, í þrengingum við jaðar Hallmundarhrauns rétt fyrir ofan Hraunfossa. Þar er steinbogi yfir ána, en engum er ráðlagt að reyna að fara yfir hann. Sagnir eru um annan steinboga á ánni á þessum stað sem nú er horfinn. Bogarnir neðan fossins hurfu á sjötta og sjöunda áratugnum, en boginn á gömlu fossbrúninni er alltaf þurr nema í flóðum. sjálf fossbrúnin er komin tugum metrum ofar en áður og er nú iðuflaumur þar sem áður var aðalafossinn. Erfið aðkoma er að steinboganum sem hefur alltaf heillað ofurhuga og stökk þar yfir aðkomumaður um miðja síðustu öld og síðast varð þar banaslys árið 1984. Til eru heimildir fyrir því að fossinn hafi áður verið nefndur Bjarnafoss. Svæðið var friðlýst árið 1987.Sagan segir að steinbogi af náttúrunnar hendi hafi áður fyrr þjónað sem brú yfir Hvítá. En á jólum, endur fyrir löngu, hélt heimilisfólk í Hraunsási til kirkju á Gilsbakka í Hvítársíðu, sem er bær hinum megin við fossinn. Tveir ungir strákar voru skildir eftir á Hraunsási. Þeim leiddist og veittu heimilisfólkinu eftirför. Er þeir komu á steinbogann litu þeir niður, misstu jafnvægið og féllu í ána. Eftir það lét húsfrúin að Hraunsási höggva bogann niður.
Saga og menning
Hvanneyri
Hvanneyri er stórbýli frá landnámstíma. Fyrstur ábúanda þar er talinn hafa verið Grímur háleyski en Hvanneyri er hluti af landnámsjörð Egils Skallagrímssonar.
Landbúnaðarskóli Íslands á Hvanneyri er reistur á gömlum grunni öflugrar rannsóknarstofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Landbúnaðarháskólinn tók til starfa í upphafi árs 2005. Skólahald á sér annars langa sögu á Hvanneyri en búnaðarskóli var stofnaður þar 1889 og 1947 var stofnuð 1947. Aðalmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám.
Á staðnum er rekið eina Landbúnaðarsafn landsins auk þess sem þar má finna Ullarselið sem er einaf betri verslun landsins með ullar- og handverksvörur.
Í kringum Hvanneyri er verndarsvæði blesgæsar sem hefur viðkomu á túnum staðarins bæði vor og haust.
Náttúra
Deildartunguhver
Deildartunguhver í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness.