Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Borgarnes

Borgarnes tengist Egilssögu órjúfanlegum böndum.

Höfuðpersóna Eglu kemur víða við í örnefnum bæjarins. Í skrúðgarðinum Skallagrímsgarði er minnismerki sem sýnir Egil flytja lík Böðvars sonar síns, sem drukknaði í Hvítárósum. Vestan við Borgarnes er Brákarey sem kennd er við Þorgerði brák ambátt á Borg sem ól Egil Skalla-Grímsson upp fyrstu árin.

Landnámssetur Íslands er í Borgarnesi skammt frá Brákarey og þar er hægt að kynnast Egilssögu og landnámssögunni í nútímaútfærslu.

Listaverkið Brák eftir Bjarna Þór Bjarnason er skammt frá Brákarsundi.

Bjössaróló er skemmtilegur heimatilbúinn leikvöllur þar sem börn af öllum aldri geti skemmt sér í fallegu umhverfi. Leikvöllurinn er við endann á Skúlagötu vestast í bænum.

Safnahúsið í Borgarnesi er með mjög áhugaverða og óvenjulega sýningu sem heitir Börn í 100 ár og sýningu með íslenskum fuglum.

Frá miðbæ Reykjavíkur til Borgarness eru 75 km.

Upplýsingamiðstöð, hótel, gistiheimili, farfuglaheimili, tjaldsvæði, kaffihús, söfn, setur, leikhús, sundlaug og 18 holu golfvöllur, Hamarsvöllur 3 km frá Borgarnesi.

Com_222_1___Selected.jpg
Borgarnes
GPS punktar N64° 32' 18.001" W21° 55' 12.749"
Póstnúmer

310

Borgarnes - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Hvítá travel
Dagsferðir
 • Þórólfsgata 12
 • 310 Borgarnes
 • 661-7173
Golfklúbbur Borgarness
Golfvellir
 • Hamar
 • 310 Borgarnes
 • 437-1663, 437-2000
FOK
Handverk og hönnun
 • Borgarbraut 57
 • 310 Borgarnes
 • 437-2277
Sæmundur Sigmundsson
Rútuferðir
 • Brákarbraut 20
 • 310 Borgarnes
 • 437-1333, 552-2202

Aðrir

Kría Guesthouse
Gistiheimili
 • Kveldúlfsgata 27
 • 310 Borgarnes
 • 888-0740, 845-4126
Böðvarsgata 3
Sumarhús
 • Böðvarsgata 3
 • 310 Borgarnes
 • 437-1189
Helgugata Guesthouse
Gistiheimili
 • Helgugata 5
 • 310 Borgarnes
 • 695-5857
Klettur
Sumarhús
 • Brókarstígur 18
 • 310 Borgarnes
 • -

Aðrir

La Colina - Pizzeria
Veitingahús
 • Hrafnaklettur 1b
 • 310 Borgarnes
 • 437-0110
Fóðurstöðin / Food Station
Veitingahús
 • Digranesgata 4
 • 310 Borgarnes
 • 430-5600
Olís - Þjónustustöð
Bensínstöð
 • v/Brúartorg
 • 310 Borgarnes
 • 437-1259, 840-1782
N1 - Þjónustustöð Borgarnesi
Skyndibiti
 • v / Brúartorg
 • 310 Borgarnes
 • 440-1333
Matstofan (Austurlensk matargerð)
Veitingahús
 • Brákarbraut 3
 • 310 Borgarnes
 • 437-2017, 892-8376
Náttúra
Brákarey

Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund.

Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, sem var ambátt á Borg og fóstra Egils Skallagrímssonar. Í Egils sögu segir að Skallagrímur Kveldúlfsson á Borg, faðir Egils, hafi banaði Þorgerði brák á Brákarsundi með steinkasti.
Frá bryggjunni í Brákarey er fallegt útsýni.

Náttúra
Einkunnir

Einkunnir eru klettaborgir sem rísa upp úr mýrunum norðan Borgarness. Nafnið er fornt og kemur fyrirí Egilssögu. Fólkvangur í Einkunnum er um 270hektara svæði í landi Hamars. Markmið friðlýsingar Einkunna er að vernda jarðmyndanir og votlendi í þágu útvistar almennings, náttúruskoðunarog fræðslu.

Frekari upplýsingar um Einkunnirer að finna á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is

Sýnum gott fordæmi og göngum vel um landið. Spillum ekki gróðri eðajarðmyndunum og truflum ekki dýralíf. Ökum ekkiutan vega og notum merkta göngu- og reiðstíga.Kveikjum ekki eld á grónu landi og tökum allt sorpmeð okkur af svæðinu.

Fyrir börnin
Sundlaugin í Borgarnesi

Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum en þar eru næg bílastæði enda vinsæll áfangastaður ferðalanga. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum. Verið velkomin í sund - Fjörið er hjá okkur.

Náttúra
Skallagrímsgarður

Í hjarta Borgarness er þessi skrúðgarður sem er ein af perlum bæjarins. Þar er einn merkasti sögustaður Egilssögu en þar er Skallagrímur og Böðvar sonarsonur hans heygðir. Í dag er unaður að fara í sund í sundlaug bæjarins og slappa af í kyrrð og fegurð Skallagrímsgarðs á eftir, eða stoppa þar með nesti.

Hitt og þetta
Borgarfjarðarbrú

Borgarfjarðarbrúin er lengsta brú á Íslandi eftir að Skeiðarárbrú var aflögð árið 2017. Hún liggur yfir Borgarfjörð og er hluti af hringveginum. Brúin, sem tekin var í gagnið 13. september 1981, er 520 metrar að lengd. Áður lá hringvegurinn yfir Hvítárbrú sem staðsett er við Ferjukot í Borgarfirði og stytti opnun Borgarfjarðarbrúar hringveginn um 11 km.

Náttúra
Bjössaróló

Bjössaróló er stundum talið besta geymda leyndarmál Borgarness. Hann er neðarlega í bænum ekki langt frá Landnámssetrinu.

Hann var hannaður og smíðaður af hugsjónamanninum Birni Guðmundssyni. Þessi snillingur hugsaði um endurnýtingu og smíðaði leikvöllinn eingöngu úr efni sem hafði verið hent og nýttist ekki lengur.

Á Bjössaróló eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Þar er fjaran sem upplagt er að heimsækja í leiðinni. Skammt undan er einnig Skallagrímsgarður þar sem margt minnir á söguhetjurnar Egil og Skallagrím.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur