Flýtilyklar
Borgarnes
Borgarnes tengist Egilssögu órjúfanlegum böndum.
Höfuðpersóna Eglu kemur víða við í örnefnum bæjarins. Í skrúðgarðinum Skallagrímsgarði er minnismerki sem sýnir Egil flytja lík Böðvars sonar síns, sem drukknaði í Hvítárósum. Vestan við Borgarnes er Brákarey sem kennd er við Þorgerði brák ambátt á Borg sem ól Egil Skalla-Grímsson upp fyrstu árin.
Landnámssetur Íslands er í Borgarnesi skammt frá Brákarey og þar er hægt að kynnast Egilssögu og landnámssögunni í nútímaútfærslu.
Listaverkið Brák eftir Bjarna Þór Bjarnason er skammt frá Brákarsundi.
Bjössaróló er skemmtilegur heimatilbúinn leikvöllur þar sem börn af öllum aldri geti skemmt sér í fallegu umhverfi. Leikvöllurinn er við endann á Skúlagötu vestast í bænum.
Safnahúsið í Borgarnesi er með mjög áhugaverða og óvenjulega sýningu sem heitir Börn í 100 ár og sýningu með íslenskum fuglum.
Frá miðbæ Reykjavíkur til Borgarness eru 75 km.
Upplýsingamiðstöð, hótel, gistiheimili, farfuglaheimili, tjaldsvæði, kaffihús, söfn, setur, leikhús, sundlaug og 18 holu golfvöllur, Hamarsvöllur 3 km frá Borgarnesi.

310
Borgarnes - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands