Flýtilyklar
Búðardalur
Búðardalur er þjónustumiðstöð Dalanna og eru íbúar 255.
Á seinni árum er Búðardalur þekktur fyrir ostagerð en MS hefur verið með vinnslustöð þar í mörg ár.
Dalirnir eru sögufrægt hérað þar er meðal annars sögusvið Laxdælu og Sturlungu.
Eiríksstaðir í Haukadal eru 17 km frá Búðardal. Þar er hægt að kynnast víkingatímanum á lifandi hátt, leiðsögumenn klæðast víkingaklæðum og kynna fornt handverk um leið og þeir segja sögu staðarins.
Að Eiríksstöðum er einnig tilgátuhús byggt á rústum að öllum líkindum frá tíma Eiríks rauða og Þjóðhildar, foreldra Leifs heppna.
Frá Búðardal til Reykjavíkur eru 153 km.
Upplýsingamiðstöð, gistiheimili, tjaldsvæði, veitinga- og kaffihús.

370
Búðardalur - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands