Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ólafsvík

Ólafsvík er útgerðarstaður með góða höfn.

Gamalt pakkhús frá 1844 stendur í miðbænum og er nú friðlýst. Þar er nú minjasafn sem sýnir verktækni liðins tíma.

Í Bæjargili er fallegur foss, Bæjarfoss og stutt er frá Ólafsvík í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og á Snæfellsjökul sjálfan.

Frá Ólafsvík til Reykjavíkur eru 195 km.

Upplýsingamiðstöð, hótel, gistiheimili, tjaldsvæði, veitingahús, safn, sundlaug og 9 holu golfvöllur.

c41cd36b866110488e95fc9598756fa5
Ólafsvík
GPS punktar N64° 53' 45.349" W23° 42' 30.364"
Póstnúmer

355

Ólafsvík - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Ennisbraut 1
Gistiheimili
 • Ennisbraut 1
 • 355 Ólafsvík
 • 821-9217
Heimagisting Skálholti 6
Gistiheimili
 • Skálholt 6
 • 355 Ólafsvík
 • 867 9407
Bikers Paradise
Gistiheimili
 • Sandholt 45
 • 355 Ólafsvík
 • 436-1070, 896-2845
Gistiheimilið Við Hafið
Gistiheimili
 • Ólafsbraut 55
 • 355 Ólafsvík
 • 436-1166
Guesthouse Galleri
Gistiheimili
 • Brautarholt 7
 • 355 Ólafsvík
 • 8311411

Aðrir

Söluskáli ÓK
Verslun
 • Ólafsbraut 27
 • 355 Ólafsvík
 • 436-1012
Náttúra
Ólafsvíkurenni

Fjallið Enni er 418 metra hár Móbergsstapi. Gönguleið er upp á fjallið en eftir henni má einnig ganga til að líta á Foss, sem einnig nefnist Ólafsvíkurfoss. Lagt er upp frá upplýsingaskilti við vestanverða innkomu til Ólafsvíkur en þaðan er "stígur eða gamall slóði sem hægt er að fylgja langleiðina upp að fossbrúninni.

Náttúra
Svöðufoss

Svöðufoss er fallegur foss í Hólmkelsá. Fossinn er 10 metra hár og fellur af fallegum basalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð. Búið er að byggja bílastæði nálægt fossinum svo auðvelt að komast í nálægð við fossinn til að sjá og taka myndir. Gangan frá bílastæðinu að fossinum er aðeins um hálftími.

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur