Flýtilyklar
Snæfellsnes
Á Snæfellsnesi bíður veisla fyrir matgæðinga, paradís fyrir útivistarmenn, nægur efniviður fyrir ljósmyndara og fjölbreytt afþreying. Segja má að Snæfellsnes sé Ísland í hnotskurn, en það er þekkt fyrir fjölbreytta fegurð og dramatískt landslag. Í aðeins tveggja klukkustunda akstursferð frá Reykjavík er að finna töfrandi upplifun og mikilvægt er að velja, eða dvelja því af nægu er að taka. Snæfellsnes er prýtt háum og oft á tíðum hrikalegum fjallgarði, sem mótast hefur við eldgos og jökulrof. Á Snæfellsnesi má m.a. finna ölkeldur, lifandi strandmenningu, fjörur og lífleg fuglabjörg, fallegar sveitir, skemmtileg þorp og bæi. Á Snæfellsnesi er hátt þjónustustig, fjölmargir vel upp byggðir áfangastaðir og ferðaleiðir þar sem búið er að gera náttúru og menningu aðgengilega og íbúar og ferðalangar geta á öruggan hátt notið lífsins.
Töfrandi náttúra
Yst á Snæfellsnesi trónir hinn dularfulli Snæfellsjökull, þar sem Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður árið 2001. Hlutverk þjóðgarðsins er að vernda náttúru og landslag, vistkerfi, dýralíf sem og menningararf svæðisins. Á norðanverðu Snæfellsnesi má m.a. finna fjallið Kirkjufell í Grundarfirði sem er eitt mest myndaða fjall Íslands, enda er það alveg einstaklega fallegt. Gamli bærinn í Stykkishólmi hefur vakið athygli víða, meðal Íslendinga sem og erlendis fyrir vel varðveitt hús og menningu. Lifandi strandmenningu er hægt að fá beint í æð í hestaferðum á ströndinni, í kajakferðum, hvala- eða fuglaskoðun svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargir veitingastaðir vinna með hráefni úr heimabyggð, af landi og úr sjó.
Okkur er annt um umhverfið
Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa lengi lagt ríka áherslu á samstarf og sjálfbæra þróun á mörgum sviðum samfélagsins. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður af sveitarfélögunum fimm, frjálsum félagasamtökum og hagsmunaaðilum í atvinnulífi árið 2014. Hlutverk svæðisgarðsins er að vera farvegur fyrir samstarf og miðla sérstöðu svæðisins og aðdráttarafli til gesta og íbúa. Samstarfið er byggt á sameiginlegri sýn á hagnýtingu svæðisins sem og verndun þess. Að auki hefur Snæfellsnes hlotið umhverfisvottun EarthCheck fyrir samfélög í rúman áratug. Vottunin er staðfesting á því að sveitarfélögin vinna að bættri frammistöðu í umhverfis- og samfélagsmálum og er hún endurnýjuð árlega með óháðu mati þriðja aðila.

340,350,355,356,360
Áhugaverðir staðir og afþreying
Snæfellsnes - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Gistiheimili
Kast Gistiheimili
Handverk og hönnun
Útgerðin
Söfn
Eldfjallasafn
Golfvellir
Golfklúbburinn Vestarr
Dagsferðir
Snæfellsnes Park Excursions & Activity
Sýningar
Pakkhúsið
Söfn
Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum á Hellissandi
Sundlaugar
Sundlaugin Grundarfirði
Upplýsingamiðstöðvar
Ferjan Baldur
Handverk og hönnun
Salthúsport
Golfvellir
Golfklúbbur Staðarsveitar
Golfvellir
Golfklúbburinn Mostri
Handverk og hönnun
Gallerí Jökull
Dagsferðir
Kontiki
Ferðaskrifstofur
Út og vestur
Ferðaskrifstofur
Summit Adventure Guides ehf.
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar
Gistiheimili
Áning ferðaþjónusta - Traðir Gueshouse
Sumarhús
Lýsuhóll-Snæhestar
Dagsferðir
Vestur Adventures
Sýningar
Æðarsetur Íslands
Sundlaugar
Lýsuhólslaug/Lýsulaugar - geothermal bath
Handverk og hönnun
Smávinir / Smiðjur
Sundlaugar
Sundlaugin Ólafsvík
Handverk og hönnun
Leir 7 / Smiðjur
Söfn
Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Norska húsið
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöðin Þjóðgarðinum Snæfellsjökli (Svæðismiðstöð)
Ferðaskrifstofur
Summit Adventure Guides - Vatnshellir
Sumarhús
Stóri Kambur
Sundlaugar
Sundlaugin Stykkishólmi
Söfn
Vatnasafn
Handverk og hönnun
Handverk og hönnun
Liston
Bændagisting
Suður-Bár
Söfn
Bjarnarhöfn
Hótel
Kirkjufell Hótel
Ferjur
Sæferðir
Bátaferðir
Láki Tours
Tjaldsvæði
Hótel Arnarstapi
Aðrir
- Sæból 13
- 350 Grundarfjörður
- 893-7714
- Eyrarvegur 20
- 350 Grundarfjörður
- 842-1307
- Álftavatn
- 356 Snæfellsbær
- 848-2339
- V/Frúarstíg
- 340 Stykkishólmur
- 893-5588, 845-9269
- Aðalgötu 28
- 340 Stykkishólmur
- 893-5588 , 438-1808
- Brimilsvellir
- 356 Snæfellsbær
- 436-1533, 864-8833
- Neðri-Hóll
- 356 Snæfellsbær
- 893-5240
- Hafnargata 4
- 340 Stykkishólmur
- 766-0996
- Krossavík
- 360 Hellissandur
- 692 4440 / 896 6860, 896 6860
- Höfnin Stykkishólmi / Stykkishólmur Harbour
- 340 Stykkishólmur
- 8982028
- Háarif 35
- 360 Hellissandur
- 865-2008
- Böðvarsholt
- 356 Snæfellsbær
- 867-4451
Gistiheimili
Sýsló Guesthouse
Bændagisting
Suður-Bár
Gistiheimili
Áning ferðaþjónusta - Traðir Gueshouse
Hótel
Hótel Búðir
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Hellissandi
Gistiheimili
Grund Guesthouse
Hótel
Kirkjufell Hótel
Sumarhús
Heillasteinn - Viatis Sumarhús
Gistiheimili
Kirkjufell Guesthouse
Gistiheimili
Grundarfjörður Bed & Breakfast
Gistiheimili
Akkeri gistihús
Íbúðir
María Apartment
Sumarhús
Stóri Kambur
Hótel
Hótel Egilsen
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Stykkishólmi
Gistiheimili
Gamla pósthúsið
Farfuglaheimili og hostel
Frystiklefinn Hostel og menningarsetur
Gistiheimili
Kast Gistiheimili
Heimagisting
Höfðagata Gisting
Gistiheimili
Hótel Langaholt
Gistiheimili
Hamrahlíð 9 Guesthouse
Gistiheimili
Hellnafell Guesthouse
Gistiheimili
Blue View Öxl Guesthouse
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Grundarfirði
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Ólafsvík
Sumarhús
Lýsuhóll-Snæhestar
Hótel
Hótel Fransiskus
Tjaldsvæði
Hótel Arnarstapi
Hótel
Fosshótel Stykkishólmur
Aðrir
- Hafnargata 11, Rif
- 360 Hellissandur
- 487-1212
- Hraunháls
- 340 Stykkishólmur
- 897-2558
- Skálholt 6
- 355 Ólafsvík
- 867 9407
- Helgafell II
- 340 Stykkishólmur
- 869-3184
- Skjöldur, Helgafellssveit
- 340 Stykkishólmur
- 820-6578 , 893-6097
- Sundabakki 12
- 340 Stykkishólmur
- 438-1435, 848-9833, 894-9542
- Grundargata 8
- 350 Grundarfjörður
- 616-2576
- Brimilsvellir
- 356 Snæfellsbær
- 436-1533, 864-8833
- Grundargata 18 n.h.
- 350 Grundarfjörður
- 897-6194, 868-5167
- Gröf 1
- 350 Grundarfjörður
- 8476606
- Þórdísarstaðir
- 350 Grundarfjörður
- 892-7746
- Hafnargata 4
- 340 Stykkishólmur
- 517-5353
- Hólar 1
- 340 Stykkishólmur
- 8642463, 856-2463
- Vatnsás 10
- 340 Stykkishólmur
- 8683932
- Sandholt 45
- 355 Ólafsvík
- 436-1070, 896-2845
- Hellnum
- 356 Snæfellsbær
- 435-6820
- Helgafellssveit
- 340 Stykkishólmur
- 841-9478
- Setberg
- 350 Grundarfjörður
- 438-6817
- Sæból 46
- 350 Grundarfjörður
- 868-8316
- Hellnar, Kjarvalströð 3-5
- 356 Snæfellsbær
- 663-5790, 898-8212
- Háarif 33, á Rifi
- 360 Hellissandur
- 436-6644, 896-3644
- Laufásvegur 31
- 340 Stykkishólmur
- 899-1797
- Hofgarðar
- 356 Snæfellsbær
- 8463897
- Hlíðarvegur 15
- 350 Grundarfjörður
- 895-6533, 562-6533
- Ennisbraut 1
- 355 Ólafsvík
- 821-9217
- Lýsudalur
- 356 Snæfellsbær
- 895-8987, 898-7086
- Gíslabær, Hellnum
- 356 Snæfellsbær
- 898-8885, 867-7903
- Brautarholt 7
- 355 Ólafsvík
- 8311411
- Aðalgata 8
- 340 Stykkishólmur
- 433-2200, 861-2517
- Klettsbúð 9
- 360 Hellissandur
- 487-1212
- Ólafsbraut 55
- 355 Ólafsvík
- 436-1166
- Grundargata 78
- 350 Grundarfjörður
- 868-8316
Hótel
Fosshótel Stykkishólmur
Veitingahús
Sjávarpakkhúsið
Veitingahús
Narfeyrarstofa
Veitingahús
Bjargarsteinn Mathús
Gistiheimili
Hótel Langaholt
Hótel
Hótel Egilsen
Hótel
Kirkjufell Hótel
Tjaldsvæði
Hótel Arnarstapi
Veitingahús
Veitingahúsið Hraun
Kaffihús
Nesbrauð
Bændagisting
Suður-Bár
Veitingahús
Fjöruhúsið
Hótel
Hótel Búðir
Veitingahús
Gilbakki Kaffihús
Veitingahús
Hótel
Hótel Fransiskus
Kaffihús
Láki Hafnarkaffi
Bátaferðir
Láki Tours
Veitingahús
Söfn
Bjarnarhöfn
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar
Sumarhús
Lýsuhóll-Snæhestar
Aðrir
- Hellnum
- 356 Snæfellsbær
- 435-6820
- Borgarbraut 1
- 340 Stykkishólmur
- 438-1717
- Þvervegur 2
- 340 Stykkishólmur
- 544-4004
- Grundargata 59
- 350 Grundarfjörður
- 4386959
- Bjarnarhöfn, Helgafellssveit
- 340 Stykkishólmur
- 438-1581
- Grundargata 33
- 350 Grundarfjörður
- 7745534
- Ólafsbraut 27
- 355 Ólafsvík
- 436-1012
- Aðalgata 25
- 340 Stykkishólmur
- 438-1254
Náttúra
Náttúra
Hellnar
Hellnar var um aldir ein af stærstu verstöðvunum á Snæfellsnesi.
Bergrani austan við höfnina heitir Valasnös en þar er hin rómaði hellir sem nefnist Baðstofa. Litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum, fallegastur er hann talinn vera snemma morguns í sólskini á háflóði.
Ásgrímsbrunnur á Hellnum er kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829). Hann hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður verið vatn.
Hellnar er vinsæll áningarstaður ferðamanna í mestu nálægð jökulsins og þar er einnig hótel og kaffihús.
Náttúra
Kirkjufell
Kirkjufell er mest myndaða fjall Íslands og þykir vinsælt að ná mynd af fjallinu með Kirkjufellsfossinn í forgrunni. Fjallið er 463 m og myndast vel frá þéttbýlinu og frá ströndinni og sjónum allt í kringum fjörðinn.
Útsýni frá gönguleiðunum í fjöllunum ofan við þéttbýlið er stórkostlegt. Erlendir miðlar hafa lofað fjallið í hástert og hefur það meðal annars verið sett á lista yfir 10 fallegustu fjöll heims.
Náttúra
Grundarfjörður
Heimabær hins stórkostlega Kirkjufells
Kirkjufell, bæjarfjall Grundarfjarðar, er eitt af þekktustu fjöllum Íslands ef ekki heimsins alls. Ekki er óalgengt að erlendir ljósmyndarar heimsæki Ísland í þeim tilgangi einum að mynda þetta einstaka fjall. Kirkjufell hefur meira að segja farið með hlutverk í stórum Hollywood myndum, nú síðast The Secret Life of Walter Mitty.
Þegar ferðamenn, og þeim fer fjölgandi, hafa sett lokið á linsuna við Kirkjufellið á komast þeir fljótt að því að Grundarfjörður hefur ekki einungis upp á stórkostlega fallegt fjall að bjóða. Umlukin stórkostlegri náttúru með fegurstu fossum landsins og stórkostlegu dýralífi kúrir bærinn sig við fjallsræturnar þar sem Helgrindur tróna við himinn. Ekki er óalgengt að sjá vinsæla gesti úr hafi líta við og sýna sig. Má þar helst nefna seli og háhyrninga. Á fallegum sumardögum geta gestir farið í siglingu, notið stórfenglegs útsýnis, rennt fyrir fiski, kíkt á lunda og aðra sjófugla. Ef hafið heillar ekki er hægt að fara í hringferð um Snæfellsnesið með rútu þar sem boðið er upp á leiðsögn.
Segja má að Grundarfjörður sé miðbær Snæfellsness, liggur mitt á milli Stykkishólms og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi. Í bænum er mikið úrval af gististöðum, glæsilegt hótel, tvö hostel, heimagisting, sumarhús og svo auðvitað tjaldsvæði og sundlaug.
Sundlaugin er aðeins einn af áhugaverðum afþreyingarmöguleikum sem Grundarfjörður hefur upp á að bjóða. Einnig má nefna golfvöllinn, hestaleigur, kaffihús og veitingastaði. Í Sögumiðstöðinni er rekin upplýsingamiðstöð ferðamanna. Rekin er glæsileg matvöruverslun á staðnum ásamt áfengisverslun og apóteki.
Þrátt fyrir að flestir ferðamenn komi landleiðina þá koma þúsundir á hverju ári með skemmtiferðaskipum sem leggja að Grundarfjarðarhöfn. Grundarfjarðarhöfn leggur sig fram við að taka vel á móti skemmtiferðaskipum og gera dvölina sem eftirminnilegasta fyrir farþega þeirra. Fjöldi skipa hefur aukist mikið síðustu ár, frá tveimur skipum árið 2001 í nítján skip sumarið 2014.
Á sumrin lifnar virkilega yfir bænum. Víkingafélagið Glæsir hefur komið sér upp skemmtilegri aðstöðu í miðjum bænum og eru viðburðir víkinganna oftar en ekki hápunktur dagsins að mati gesta skemmtiferðaskipanna.
Á bæjarhátíðinni, Á góðri stund, sem haldin er síðustu helgina í júlí ár hvert, skrýðist bærinn hverfalitunum sem eru rauður, blár, gulur og grænn. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem gestir á öllum aldri ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Grundarfjörður tekur vel á móti ykkur í sumar. Verið velkomin.
Saga og menning
Ingjaldshóll
Ingjaldshóll var höfuðból og höfðingjasetur í margar aldir og kemur við sögu í Víglundarsögu og Bárðar sögu Snæfellsáss.
Þar varð snemma kirkjustaður og lögskipaður þingstaður og þá um leið aftökustaður sakamanna.
Kirkjan á Ingjaldshóli er elsta steinsteypta kirkja heims sem var reist 1903.
Saga og menning
Fiskibyrgi
Skammt frá Gufuskálum má finna rústir á annað hundrað byrgja þar sem fiskur var þurrkaður og geymdur en á Gufuskálum var verstöð.
Byrgi þessi eru talin vera 500 - 700 ára gömul.
Um 10 min. ganga er frá veginum við Gufuskála (vegnúmer 574) upp að nokkuð heillegu byrgi sem má skríða inn í. Að innan er byrgið manngengt.
Náttúra
Hólahólar
Hólahólar eru forn gígaþyrping. Einn gíganna er opinn á hlið en botninn er sléttur og gróinn svo minnir helst á geysimikið hringleikahús. Eyðibýlið Hólahólar var áður höfuðból þegar útræði var í Dritvík og á Djúpalónssandi, en lagðist í eyði 1880 og síðan hefur huldufólk ráðið þar ríkjum æ síðan að talið er.
Náttúra
Ólafsvíkurenni
Fjallið Enni er 418 metra hár Móbergsstapi. Gönguleið er upp á fjallið en eftir henni má einnig ganga til að líta á Foss, sem einnig nefnist Ólafsvíkurfoss. Lagt er upp frá upplýsingaskilti við vestanverða innkomu til Ólafsvíkur en þaðan er "stígur eða gamall slóði sem hægt er að fylgja langleiðina upp að fossbrúninni.
Náttúra
Djúpalónssandur
Djúpalónssandur er skemmtileg malarvík með ýmsum furðulegum klettamyndunum.
Á árum áður var þar útgerð og verbúðarlíf og þótti mönnum þar reimt. Frá þeim tíma eru 4 aflraunasteinar sem liggja undir kletti þegar komið er niður á sandströndina; Fullsterkur 154 kg, Hálfsterkur 100 kg, Hálfdrættingur 54 kg, Amlóði 23 kg. Vinsælt er að reyna krafta sína á steinunum.
Breski togarinn Epine GY 7 frá Grímsby fórst í aftakaveðri fyrir utan Djúpalónssand í mars 1948. Fimm skipsverjar lifðu slysið af en 14 manns fórust. Járn úr skipinu er á víð og dreif um sandinn.
Saga og menning
Staðastaður
Staðastaður er prestsetur og þar var prestur Ari fróði árin 1076-1148. Hann er þekktur fyrir ritun sína á Íslendingabók, sem er elsta og eitt merkasta sagnfræðirit Íslendingasögunnar. Minnisvarði um Ara fróða eftir Ragnar Kjartansson stendur skammt frá kirkjunni.Núverandi kirkja er steinsteypt reist á árunum 1942- 1945.
Sögusviðið í Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness er að nokkru leiti komið til á Staðastað.
Saga og menning
Viti - Öndverðarnesviti
Árið 1909 var fyrsti vitinn reistur á Öndverðarnesi. Vitinn var stólpaviti en árið 1914 var reist 2,5 metra há timburklædd járngrind með 2,4 m háu áttstrendu ljóshúsi.
Steinsteyptur viti var síðan byggður að Öndverðarnesi árið 1973. Vitinn er ferstrendur 3,5 metra hár með 3 m háu áttstrendu ljóshúsi. Vitinn er sömu gerðar og Surtseyjarviti sem reistur var sama ár. Aðalsteinn Júlíusson verkfræðingur hannaði vitann.
Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands, 2002.
Náttúra
Skarðsvík
Andstætt meirihluta svartra sandstranda á Íslandi líkist Skarðsvík ströndum við Miðjarðarhafið með grænbláu vatni og dökku eldfjallalandinu í kring. Hafa skal í huga að öldurnar í Skarðsvík eru þekktar fyrir að vera kraftmiklar. Mælt er með því að heimsækja ströndina á háfjöru til að tryggja öryggi.
Náttúra
Svalþúfa
Bílastæði er við Svalþúfu þar sem Þúfubjarg gengur þverhnýpt í sjó fram. Gönguleið er frá bílastæðinu upp á Þúfubjargið og þaðan niður af bjarginu, um hraunið framhjá Lóndröngum, sem eru tveir formfagrir basalt klettadrangar sem rísa úti við ströndina að Malarrifi þar sem Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er staðsett. Þetta er mjög falleg gönguleið þar sem margt er að sjá og skoða.
Náttúra
Vatnshellir
Vatnshellir er hraunhellir í suðurhlíðum Purkhólahrauns. Hellirinn er talinn vera um 5-8000 ára gamall. Vatnshellir er um 200 m langur og þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hellirinn hefur verið gerður aðgengilegur með hringstiga en umferð um hann er aðeins leyfð með leiðsögn.
Hraunhellar myndast meðan hraunið rennur og það er enn að storkna og kólna. Þeir verða til þegar kvika tæmist úr lokaðri hraunrás, þegar hraunhella lyftist eða þegar kvika sígur undan storknuðu yfirborði. Nokkrir stórir dropsteinar hafa myndast í hellinum sem hafa verið lagfærðir eftir skemmdir.
Á sumrin eru ferðir daglega milli 10:00 og 18:00, á veturnar 2 ferðir á dag. Skráning og nánari upplýsingar í síma, á netfangi vatnshellir@vatnshellir.is, vefsíða: www.vatnshellir.is.
Nauðsynlegt er að vera vel klæddur og með hanska því kalt er í hellinum. Hjálmar og höfuðljós eru útveguð af leiðsögumönnum. Ferð í Vatnshelli tekur um klukkustund.
Saga og menning
Viti - Malarrifsviti
Árið 1917 var reistur 20 m hár járngrindarviti yst á Malarrifi, nálægt Lóndröngum á Snæfellsnesi.
Árið 1946 var byggður nýr steinsteyptur viti í stað járngrindarvitans. Vitinn er 20,2 m hár sívalur turn. Fjórir stoðveggir eru upp með turninum. Í vitanum eru fimm steinsteypt milligólf með tréstiga milli hæða. Ágúst Pálsson arkitekt hannaði vitann.
Íbúðarhús fyrir vitavörð var reist við Malarrifsvita árið 1948 en Starfsmannafélag Siglingastofnunar Íslands fékk húsið til afnota árið 1999.
Malarrifsviti var friðaður árið 2003 ásamt sex örðum vitum þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti vitinn var reistur.
Upplýsingar eru meðal annars fengnar úr Vitar á Íslandi, útgefandi Siglingastofnun Íslands árið 2002.
Náttúra
Malarrif
Árið 1917 var reistur 20 m hár járngrindarviti yst á Malarrifi, nálægt Lóndröngum á Snæfellsnesi. Árið 1946 var byggður nýr steinsteyptur viti í stað járngrindarvitans. Vitinn er 20,2 m hár sívalur turn. Fjórir stoðveggir eru upp með turninum. Í vitanum eru fimm steinsteypt milligólf með tréstiga milli hæða. Ágúst Pálsson arkitekt hannaði vitann.
Íbúðarhús fyrir vitavörð var reist við Malarrifsvita árið 1948 en Starfsmannafélag Siglingastofnunar Íslands fékk húsið til afnota árið 1999.
Malarrifsviti var friðaður árið 2003 ásamt sex örðum vitum þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti vitinn var reistur.
Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls er á Malarrifi en þar eru starfandi landverðir sem veita upplýsingar og aðstoð. Gestastofan og salerni þar eru opin allt árið.
Náttúra
Búðir
Búðir er vinsæll áningarstaður. Þar er mikil náttúrufegurð, gullnar sandfjörur og úfið hraunið með miklum gróðri og fuglalífi. Búðakirkja er lítil svört timburkirkja sem heillar marga og fólk kemur víða að úr heiminum til að innsigla þar ást sína. Falleg fjallasýn er frá Búðum og Snæfellsjökull skartar þar sínu fegursta.
Búðahraun sem er eitt fegursta gróðurlendi Íslands var friðlýst árið 1977. Svæðið einkennist af úfnu hrauni og fjölbreyttum gróðri og dýralífi. Gullinn fjörusandur eins og nágrenni Búðahrauns er fátíður í íslenskri náttúru. Á Búðum eru menningarminjar um mikilvægan kafla úr atvinnusögu Íslands, en þar var verslunarhöfn strax á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og þaðan mun hafa verið útræði allt frá landnámsöld.
Náttúra
Skálasnagaviti
Skálasnagaviti vísar sjófarendum leið og laðar til sín fjölda ferðamanna, bæði innlenda og erlenda. Vitinn stendur á Skálsnaga í Saxhólsbjargi en bjargið nefnist Svörtuloft séð af sjó, en af landi nefnast björgin björgin Saxhólsbjarg syðri hlutinn og Nesbjarg norðar.
Náttúra
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull er 1446 m hár og hefur oft verið kallaður konungur íslenskra fjalla. Jökullinn sért Víða á landinu og njóta margir fegurðar hans í fallegu sólsetri. Sumir finna sterk áhrif frá jöklinum og telja að hann sé ein af sjö stærstu orkustöðvum jarðar. Sagt er frá því í Bárðar sögu Snæfellsáss að Bárður hafi gefist upp á samneyti við fólk og að lokum gengið í jökulinn Upp frá því er Bárður af sumum talinn verndari svæðisins. Þeim sem hyggja á ferðir á Snæfellsjökul er bent á að kynna sér vel aðstæður og ástand jökulsins. Bendum á að akstur vélknúinna ökutækja á jökli er háð leyfi þjóðgarðsvarðar. Óvönu fólki er bent á að ganga á jökulinn með leiðsögumanni en nokkur fyrirtæki bjóða uppá ferðir á Jökulinn.
Náttúra
Öndverðarnes
Öndverðarnes er vestasti tangi Snæfellsness. Þar var, á árum áður, mikil útgerð og margar þurrabúðir en jörðin hefur nú verið í eyði frá 1945. Öndverðarnes er ríkisjörð og þar má sjá nokkrar rústir auk þess sem þar er rekinn viti en af hlöðnum minjum og ummerkjum má sjá að þar hefur verið mikið mannlíf áður fyrr. Þar má finna haglega hlaðinn og að nokkru yfirbyggðan brunn sem hægt er að ganga niður í eftir nokkrum þrepum. Brunnurinn, sem nefndur er Fálki, var áður eina vatnsból Öndverðarness og er hann ævaforn og friðaður. Sagan segir að í brunninum væri að finna þrjár ólíkar lindir, eina með fersku vatni, aðra með ölkelduvatni og þá þriðju með keim af salti.
Klettarnir við Öndverðarnes eru víða snarbrattir og freistandi er að kíkja fram af þeim og sjá sandborinn botninn speglast í grænum og bláum sjó.
Náttúra
Gatklettur
Gatklettur eru leifar af berggangi þar sem sjórinn hefur rofið sérstætt gat á bergganginn. Mikið fuglalíf og brim er við Gatklett.
Saga og menning
Búðakirkja
Búðakirkja er lítil svört timburkirkja sem heillar marga og fólk kemur víða að úr heiminum til að innsigla þar ást sína.
Náttúra
Arnarstapi
Á Arnarstapa var áður fyrr kaupstaður og mikið útræði og lendingin var talin ein sú besta undir Jökli.
Arnarstapi er vinsæll ferðamannastaður, þar er hótel, tjaldsvæði, gistihús og veitingastaðir. Þaðan er einnig boðið er upp á ferðir á Snæfellsjökul.
Ströndin milli Arnarstapa og Hellna er friðland síðan 1979. Gönguleiðin þar á milli er að hluta til gömul reiðgata.
Steinlistaverkið Bárður Snæfellsás eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara setur mikinn svip á svæðið..
Smábátahöfnin var endurbætt árið 2002 og er í dag eina höfnin á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þaðan koma menn af ýmsum stöðum á landinu og gera út dagróðrabáta yfir sumartímann.
Náttúra
Bjarnarfoss
Bjarnarfoss er tignarlegur foss sem fellur fram af hamrabrún fyrir neðan Mælifell ofan við Búðir. Fossinn ásamt stuðlabergshömrunum í kring er á Náttúruminjaskrá. Stórt bílastæði er fyrir neðan fossinn og góður göngustígur upp í brekkurnar undir fossinum. Áningastaðurinn við Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018.
Náttúra
Drápuhlíðarfjall
Drápuhlíðarfjall er 527 m, litskrúðugt og sérkennilegt fjall blasir við þegar keyrt er eftir þjóðvegi 54 í nánd við Stykkishólm.
Í fjallinu er bæði basalt og líparít. Surtarbrandur milli blágrýtislaga og steingerðir trjábolir. Mikið um brennisteinskís og ýmsa sérkennilega steina, japis og glerhalla.
Talið var að gull væri í fjallinu og þess var leitað en magnið þótti of lítið.
Eftir miðja síðustu öld var vinsælt að taka grjót úr Drápuhliðarfjalli og nota í arinhleðslur en grjóttaka er algjörlega bönnuð í dag.
Náttúra
Svöðufoss
Svöðufoss er fallegur foss í Hólmkelsá. Fossinn er 10 metra hár og fellur af fallegum basalt súlukletti með stuðlabergsumgjörð. Búið er að byggja bílastæði nálægt fossinum svo auðvelt að komast í nálægð við fossinn til að sjá og taka myndir. Gangan frá bílastæðinu að fossinum er aðeins um hálftími.
Náttúra
Helgafell
Fornfrægt fjall (73 m) þaðan er fagurt útsýni yfir Breiðafjörð.
Þjóðtrúin segir að þrjár óskir uppfyllist ef maður lítur aldrei um öxl og mælir ekki orð af munni meðan gengið er á fjallið. Óskirnar mega einungis vera góðs hugar, engum má segja þær og biðjandi þarf að horfa til austurs.
Upp á Helgafelli er útsýnisskífa svo auðvelt er að átta sig á fjallahringnum.
Núverandi kirkja á Helgafelli var reist 1903 og tekur 80 manns í sæti.
Guðrún Ósvífursdóttir, ein helsta sögupersóna Laxdælu bjó síðari hluta ævi sinnar á Helgafelli. Þar var hún greftruð að írskum sið. Á leiðinu er minnisvarði gerður úr steini úr Helgafelli með ártalinu 1008, en steinninn var settur á leiðið 1979.
Árið 1184 var klaustur af Ágústínusarreglu flutt frá Flatey að Helgafelli og eftir það var staðurinn menntasetur og höfuðstaður bóklegrar iðju á Vesturlandi.
Upp á Helgafelli er tóft, hlaðinn úr hellugrjóti sem talin er vera rúst af kapellu munkanna.
Náttúra
Saxhóll
Saxhóll er 40 metra hár formfagur gígur innan marka Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Gígurinn hefur verið vinsæll til uppgöngu enda staðsettur nálægt veginum og aðgengi að honum gott. Tröppur hafa verið lagðar upp á toppinn þannig að auðvelt er að ganga upp og njóti útsýnisins. Tröppustígurinn var tilnefndur til fernra verðlauna 2017-2018; Menningarverðlaun DV, Nordic Architecture Fair Award, Hönnunarverðlauna Íslands og Rosa Barba International Landscape Prize í Barcelona en þau verðlaun hlaut hann í september 2018.
Saga og menning
Saga og menning
Viti - Svörtuloftaviti
Árið 1914 var reistur 10 m hár járngrindarviti með 2,3, m ljóshúsi yst á Skálasnaga á Svörtuloftum vestast á Snæfellsnesi. Thorvald Krabbe teiknaði mannvirkið.
Vitinn entist í 17 ár þá var hann orðinn mjög ryðbrunninn og þótti ekki lengur treystandi.
Árið 1931 var tekinn í notkun nýr viti sá var steinsteyptur, ferstrendur 9,5 m hár. Benedikt Jónsson verkfræðingur hannaði vitann.
Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi er Siglingastofnun Íslands árið 2002.
Náttúra
Írskra brunnur - Gufuskálavör
Örstutt og létt gönguleið sem hentar flestum. Tvær af merkari söguminjum Snæfellsness sem heimsóttar eru hér og nauðsyn að skoða og sjá. Ekið er eftir stuttum vegslóða út af veginum rétt sunnan við Gufuskála. Þar er gott bílastæði, beint við Írskra brunn og þaðan gengið að Gufuskálavör og til baka.
Dýralíf
Náttúra
Lóndrangar
Óvenju formfagrir tveir basalt klettadrangar, fornir gígtappar, sem rísa úti við ströndina. Hærri drangurinn er 75 m og hinn minni 61 m.
Áður fyrr var útræði hjá Lóndröngum og sagt er að 12 skip hafi verið gerð þaðan út þegar mest var. Lendingin var fyrir austan hærri dranginn og heitir þar Drangsvogur.
Lundar og fílar verpa í brekkum ofan við bjargbrúnir.