Flýtilyklar
Stykkishólmur
Stykkishólmur á sér yfir 400 ára sögu sem verslunarstaður og hafa mörg gömul hús verið gerð upp og eru mikil bæjarprýði.
Árið 1845 hóf Árni Thorlacius veðurathuganir þar og er þar elsta veðurathugunarstöð landsins. Fyrir utan lögreglustöðina er minnismerki um veðurathugunarstöðina og þar er hægt að fylgjast með veðurtölum dagsins.
Í Stykkishólmi má finna hótel, farfuglaheimili, heimagistingar, tjaldsvæði, fjölbreytt veitinga- og kaffihús, söfn, sundlaug með einstöku vatni, bátsferðir um fjörðinn og 9 holu golfvöll.
Frá Stykkishólmi til Reykjavíkur eru 172 km.
EDEN Stykkishólmur
Stykkishólmsbær var útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu 2011 fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu.
Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni- og umhverfishugsun er í forgrunni.
EDEN-gæðaáfangastaðir ,,European Destination of Excellence" er samevrópskt verkefni sem Ferðamálastofa heldur utan um fyrir Íslands hönd. Markmið þess er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.

340
Stykkishólmur - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands