Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
25.-28. júlí

Á góðri stund í Grundarfirði

Bæjarhátíð Grundfirðinga, Á góðri stund í Grundarfirði, verður haldin helgina 25.-28. júlí. 

Bæjarhátíðinn er fjölskylduhátíð með þægilegu ívafi. Dagskrá hátíðarinnar er iðulega þéttskipuð og fjölbreytt og finna allir eitthvað við sitt hæfi. Hefð ríkir fyrir skreytingum í hverfum bæjarins með hinum ýmsu litum á meðan hátíðinni stendur sem setur skemmtilegan brag á bæinn. Þá velja bæjarbúar föt í litastíl við sitt hverfi á meðan hátíðinni stendur. 

Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 1998 og er því haldin í 22. skiptið í ár! 

 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 55' 28.807" W23° 15' 37.462"
Staðsetning
Grundarfjörður

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík