Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
14. júní kl. 21:00

AUÐUR í Frystiklefanum Rifi

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember síðastliðnum sem ber heitið Afsakanir.

Auður og platan hans Afsakanir hefur fengið frábærar viðtökur en hann frumflutti plötuna á Iceland Airwaves og fékk mikið lof fyrir. Platan hefur vakið mikla athygli fyrir að vera framsækin, einlæg og beinskeitt og sumir gagnrýnendur og tónlistarnöllar vilja meina að hún sér tímamótaplata í íslenskri R&B-tónlist. Nýja platan verður leikin í heild sinni en einnig hans þekktustu lög af fyrri útgáfum. Það er alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði.

Hljómsveitina skipa:

Daníel Friðrik Böðvarsson - Rafgítar og rafbassi

Ellert Björgvin Schram - hljómborð og rafbassi

Magnús Jóhann Ragnarsson - hljómborð og hljómsveitarstjórn

Þorvaldur Þór Þorvaldsson - Trommur

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 55' 20.038" W23° 49' 10.014"
Staðsetning
The Freezer Hostel & Culture Centre, Iceland

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík