Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
16.-18. ágúst

Danskir dagar í Stykkishólmi

Bæjarhátíðin Danskir dagar verða haldnir hátíðlegir í Stykkishólmi helgina 16.-18. ágúst. Hátíðin var fyrst haldin árið 1994 og fagnar því 25 ára afmæli í sumar. 

Danskir dagar er mikið mannamót fyrir bæði heimamenn, aðflutta og ókunna gesti og hefur með sér mikinn fjölskylduhátíðarbrag. Heimamenn keppast við að skreyta hús sín og marga viðburði má finna á víð og dreif um bæinn á meðan hátíðinni stendur. 

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook-síðu Danskra daga: https://www.facebook.com/danskirdagar/

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 4' 22.435" W22° 44' 8.632"
Staðsetning
Stykkishólmur

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík