Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
18. ágúst kl. 13:00-18:00

Fatamarkaður, vöfflur og meira fjör!

Kæru Borgnesingar, og aðrir vinir! Nú erum við hjá Flækju að vinna að sviðsuppfærslu í fullri lengd um persónurnar okkar Það og Hvað sem við stefnum á að setja á svið í febrúar 2020.
Til þess að þetta geti orðið að veruleika höfum við ákveðið að halda ýmsar fjáraflanir og verður ein þeirra þessi fatamarkaður og vöfflupartý í Borgarnesi!

Þann 18. ágúst nk. mætum við (ef veður leyfir) á planið fyrir utan Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 23, 310 Borgarnesi. Ef veður leyfir ekki verðum við bara inni í sal ;)

Við ætlum að selja af okkur spjarirnar og spjarir ættingja verða til sölu líka svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Einnig verða til sölu vöfflur sem steiktar verða af alúð og kaffi með!

Börn á öllum aldri sérstaklega velkomin! Hver veit nema einhver skemmtiatriði eða brandarar verði látnir falla.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, hafa gaman og græða fínar flíkur á góðum prísum.

Kærar kveðjur,
Sigríður Ásta og Júlíana Kristín

PS. Ef einhver kemst ekki en vill leggja verkefninu lið þiggjum við einnig frjáls framlög inn á reikning: 0354-03-406756, kt. 150494-3119

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 32' 20.623" W21° 55' 15.766"
Staðsetning
Borgarbraut 23, Borgarnes

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík