Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
19. október kl. 22:00-00:00

GG Blús á Kaffi 59

GG blús er rokkaður blúsdúett frá Álftanesi, mannaður tveimur Guðmundum á gítar, trommur og söng. Þeir nafnar hafa marga fjöruna sopið og komið við í hljómsveitum eins og Sálinni hans Jóns míns, Kentár, Sixties og fleirum. Tvímenningarnir hafa undanfarin misseri spilað sígrænar ábreiður hér og hvar, um borg og bý, meðal annars komið fram á Blúshátíð Reykjavíkur við góðan orðstír.
Þeir voru nýverið að gefa út sýna fyrstu plötu er nefnist PUNCH og hefur lagið TOUCHING THE VOID af plötunni hljómað víða í viðtækjum landsmanna síðustu misseri.
Á tónleikunum mun GG blús leika að jöfnu þeirra eigin ópusa af nýju plötunni ásamt vel valdar blús-rokk ábreiður genginna kynslóða og lofa töluverðu rokki og jafnvel róli

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 55' 27.204" W23° 16' 1.481"
Staðsetning
Grundargata 59, Grundarfjörður

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur