Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
26. september kl. 19:00-20:30

Ingi Bjarni: Tenging / Borgarneskirkja

Tónlistin á plötunni Tenging er samin á síðustu tveimur árum (2016 - 2018.) Á þessu tveggja ára tímabili kannaði ég ýmsa þætti hvað varðar tónlist og tónlistarsköpun. Má þar nefna flæði, frelsi, sjálfstraust og innsæi. Við lagasmíðina efldi ég tengingu mína við tónlist og leyfði innsæinu að ráða för í stað þess að stóla á fræðilega tónlistarþekkingu.

Ég hljóðritaði plötuna ásamt hæfileikaríku tónlistarfólki sem ég kynntist í Skandinavíu. Platan er því jafnframt eins konar tenging mín við Skandinavíu - en ég stundaði mastersnám í Osló, Gautaborg og Kaupmannahöfn. Platan er gefin út af norsku plötuútgáfunni Losen Records sem hefur m.a. gefið út tónlist eftir Anders Jormin, Per Mathisen og Hildegunn Øiseth sem eru þekkt nöfn innan norrænu tónlistarsenunnar.

Hljómsveitin fagnar útgáfu plötunnar fimmtudaginn 26. september með tónleikum í Borgarneskirkju kl. 19:00. Frítt inn!

Ingi Bjarni Skúlason (Ísland) – píanó og tónsmíðar
Merje Kägu (Eistland) – gítar
Jakob Eri Myhre (Noregur) – trompet
Daniel Andersson (Svíþjóð) – kontrabassi
Tore Ljøkelsøy (Noregur) – trommur

Losen Records: http://www.losenrecords.no/release/tenging
Nánari upplysingar: http://www.ingibjarni.com

Tónleikaferðin er styrkt af Menningarjóði FÍH og mennta- og menningarmálaráðuneyti, Tónlistarsjóði.

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N64° 32' 17.014" W21° 55' 19.954"
Staðsetning
Borgarneskirkja, Borgarnes

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík