Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
30. ágúst - 1. september

Járngerðarhátíð 2019

Upplifðu víkinginn í þér.

Stefndu knerrinum á Eiríksstaði dagana 30. ágúst til 1. september.
Þar verður kynngimagnaður viðburður, fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi.

Hátíð upplifana þar sem einvala lið sérfræðinga kemur víðsvegar að úr Miðgarði.
http://www.hurstwic.com/iron/experts.html

Hátíðin miðar að upplifun þinni sem þátttakanda þar sem þú færð að snerta, smakka, spila, lyfta, berja, sauma, kasta, máta og fjölmargt annað.

Taktu þátt í því með okkur að leysa leyndardóma og ráðgátur víkingatímans.

Það verður fjölmargt í boði en megin áhersla hátíðarinnar verður helguð járngerð.
Leitast verður eftir því að búa til járn eins var gert fyrir um 1000 árum síðan á Íslandi.

Endilega skoðið heimasíðu og facebook síðu viðburðarins þar sem uppfærslur og fleiri viðburðir eru á næstunni (það er fallega gert að deila og líka líka).

Sjá meira um viðburðinn hérna
https://www.facebook.com/events/594329801063394/
Heimasíða
http://www.hurstwic.com/iron/

P.s. ekki gleyma myndavélinni því að á þessari hátíð munu nást bestu samfélags mont myndir sumarsins af þér að vinna járn, í víkingaklæðum eða með vopn í hönd
#IceIronSecrets

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 3' 33.081" W21° 32' 20.232"
Staðsetning
Eiriksstadir - Viking Longhouse, Búðardalur

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík