Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
14. ágúst kl. 12:00-16:00

Kulturværksted. Sögur af sjónum - Listasmiðja

Velkomin á listasmiðjuna Sögur af sjónum sem mun fara fram í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi.

Í smiðjunni verður lögð áhersla á að vinna listrænt með tilfinningar og minningar tengdar hafinu.
Hafið og vatnsbúskapur jarðarinnar hefur mikil áhrif á það hvernig heimurinn þróast. Þjóðir heimsins byggja afkomu sína á vatnsbúskap og lífshættulegar aðstæður eru víða í heiminum vegna vatnsskorts.

Þátttakendur munu leggja mark sitt á sameiginlegt bókverk sem verður til sýnis að vinnusmiðju lokinni í Norska húsinu á meðan Dönskum dögum stendur.

Þátttaka er ókeypis.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest!

Ásthildur Jónsdóttir
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Ellen Gunnarsdótti

 

Skoða fleiri viðburði

Viðburðadagatal
GPS punktar
N65° 4' 19.483" W22° 43' 43.892"
Staðsetning
Amtsbókasafnið í Stykkishólmi, Borgarbraut, Stykkishólmur

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík